Morgunblaðið - 08.04.2009, Side 1

Morgunblaðið - 08.04.2009, Side 1
Þjálfari Handknattleiksþjálfarinn Ágúst Jóhannsson fer til Noregs. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Levanger hefur ekki gengið sem best á yfirstanandi leiktíð og er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar af 12 liðum. Liðið er ekki öruggt um sæti í úr- valsdeild á næsta keppnistímabilinu því framundan eru tveir leikir við HK Sola um keppnisrétt í úrvals- deildinni. Telja má þó sennilegt að Levanger eigi að leggja HK Sola og halda sæti sínu því Sola-liðið varð í þriðja sæti næstefstu deildar þar sem keppni lauk fyrir skömmu. Lev- anger varð í fimmta sæti í fyrra. Stökkpallur til stærri liða „Forráðamenn liðsins ætla að styrkja liðið með þremur til fjórum leikmönnum fyrir næstu leiktíð. Mér líst vel á það sem menn hafa fram að færa og hlakka til þess að takast á við þetta verkefni sem framundan er hjá félaginu,“ segir Ágúst sem hefur verið í sambandi við forráðamenn Levanger í rúma viku. Þeir báru fyrst víur sínar í hann á síðasta ári en þá varð ekki úr samningi. Ágúst viðurkennir að með samn- ingnum sé ákveðinn draumur að rætast. „Mig hefur lengi langað til þess að þjálfa utan lands og að geta unnið við þjálfun í fullu starfi. Það get ég með þessum samningi við Levanger. Ég lít líka á þetta tæki- færi sem stökkpall til stærri liða ef mér tekst vel upp,“ segir Ágúst sem hættir á næstu dögum sem þjálfari karlaliðs Gróttu. Þar skilar Ágúst góðu búi því nýverið tryggði Grótta sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Eftirsjá að Gróttu „Sannarlega verður ákveðin eft- irsjá að Gróttu og þeim góða hópi leikmanna, stjórnarmanna og ann- arra sem í kringum félagið eru. Þetta tilboð frá Levanger var hins vegar alltof spennandi til þess að afþakka það. Ég geng stoltur frá mínu starfi hjá Gróttunni. Við höfum náð okkar markmiði um að komast upp í efstu deild. Í liðinu eru góðir leikmenn sem eiga spennandi keppnistímabil framundan á næsta vetri. Þá vinnur góður hópur í kringum liðið með mikinn metnað sem mun fá góðan þjálfara í minn stað,“ segir Ágúst Jó- hannsson handknattleiksþjálfari. Var ekki hægt að segja nei „ÞETTA var einfaldlega of spennandi tilboð til þess að hægt væri að neita því,“ segir Ágúst Jóhannsson hand- knattleiksþjálfari sem í gærkvöldi skrifaði undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Levanger. Hann tekur við þjálfun liðsins í sumar og flyst þá til Levanger ásamt eig- inkonu og þremur börnum. Levanger, sem er eitt þekktasta kvennalið Nor- egs, er frá samnendum bæ rétt fyrir norðan Þrándheim.  Handknattleiksþjálfarinn Ágúst Jóhannsson samdi við norska úrvalsdeild- arliðið Levanger til þriggja ára  Hefur lengi dreymt um að helga sig þjálfun MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2009 íþróttir Lofar marki Guðjón Baldvinsson er í harðri samkeppni um framherjastöðuna í liði GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. GAIS burstaði grannaliðið Örgryte í fyrstu umferðinni. Guðjón lofar mörkum á næstunni. 4 Íþróttir mbl.is „Ég hef það fínt og á ekki von á því að það verði eitthvert vandamál að spila gegn KR á fimmtudaginn,“ sagði Helgi Jón- as Guðfinnsson, leikmaður körfu- knattleiksliðs Grindavíkur, í gær. Hann fór meiddur af leik- velli í síðari hálf- leik í öðrum úr- slitaleik liðsins gegn KR um Ís- landsmeistaratit- ilinn á mánudag- inn. „Ég er tognaður í aftanverðu læri en meiðslin ná alveg niður í há- sinina og ég þarf því að kæla ansi stórt svæði. Ég fer því alltaf í ísbað í sundlauginni í Grindavík eftir æf- ingar og leiki og það hefur hjálpað mér mikið að ná bata. Ég er miklu betri í dag en á mánudaginn og það er jákvætt,“ sagði Helgi en hann skoraði 12 stig í 100:88-sigri Grindavíkur gegn KR á mánudag- inn og er staðan jöfn, 1:1, fyrir þriðja leikinn sem fram fer á morg- un á heimavelli KR. seth@mbl.is „Ég hef það fínt“ Helgi Jónas Guðfinnsson  Helgi Jónas Guð- finnsson er á batavegi ARON Einar Gunnarsson, lands- liðsmaðurinn ungi, skoraði mark Coventry þegar liðið gerði 1:1 jafn- tefli við Crystal Palace á útivelli í ensku 1. deild- inni í knatt- spyrnu í gær- kvöld. Aron skoraði markið með skalla á 31. mín- útu og kom sín- um mönnum yfir. Hann fékk einnig fínt færi strax á fyrstu mínútu leiksins á Selhurst Park en skot hans var varið. Þetta er fyrsta deildamark Arons fyrir Coventry en hann hefur áður skorað fyrir liðið í bikarkeppninni. Heimamenn jöfnuðu svo metin á 71. mínútu og var þar að verki Kie- ron Cadogan sem lék sinn fyrsta leik í gær fyrir Palace. Aron fékk tvö fín færi í síðari hálfleik. Í því fyrra skaut hann yfir af stuttu færi og í því síðara bjarg- aði Lee Hills, varnarmaður Crystal Palace, á marklínu. Breska dagblaðið The Sun full- yrðir að úrvalsdeildarliðið Fulham hafi áhuga á að kaupa Aron frá Coventry. Skoska liðið Celtic er einnig sagt hafa áhuga á íslenska landsliðsmanninum. Aron óð í færum og skoraði eitt Aron Einar Gunnarsson AP Loftbardagi Darren Fletcher, Paul Scholes og Cristiano Ronaldo, leikmenn enska liðsins Manchester United, máttu sætta sig við 2:2 jafntefli gegn Porto frá Portúgal á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gær. Arsenal gerði 1:1 jafntefli í hinum leik gærkvöldsins í 8-liða úrslitum keppninnar. »2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.