Morgunblaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.04.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 2009 ÍSLENSKA 21-árs landsliðið í handknattleik er komið í úrslitakeppni heimsmeistaramóts- ins, en keppni í 4. riðli undankeppninnar lauk á páskadag. Ísland vann Bretland örugglega, 35:24, í Hollandi og síðan var HM-sæti Íslands endanlega tryggt þegar Holland sigraði Ung- verjaland, 37:31. Daginn áður hafði íslenska liðið gert jafntefli við Ungverja, 33:33. Rúnar Kárason varð markahæstur þá með 12 mörk. Hollendingar fengu 5 stig og Íslendingar fengu fjögur en Ungverjar sitja eftir með sárt ennið með 3 stig og Bretar ráku lestina. Mörk Íslands gegn Bretum skoruðu: Ólafur Gústafsson 8, Þröstur Þráinsson 7, Rúnar Kárason 7, Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/1, Ant- on Rúnarsson 4, Ásbjörn Friðriksson 1, Orri Freyr Gíslason 1 og Heiðar Þór Aðalsteinsson 1. Í markinu varði Birkir Bragason 10 skot og Ingvar Guðmundsson 7. U19 ára landslið kvenna burstaði Bosníu, 30:16, í Bosníu í lokaleik sínum í undankeppni EM og varð í þriðja sæti í sínum riðli og kemst ekki áfram. Serbía og Svartfjallaland fóru áfram. Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi á laugardag, 22:19. iben@mbl.is Strákarnir komust áfram á HM Rúnar Kárason ARGENTÍNUMAÐURINN Angel Cabrera fagnaði sigri á Mast- ersmótinu í golfi á sunnudaginn en úrslit réðust í þriggja manna bráða- bana. Chad Campbell heltist úr lestinni á fyrstu holu í bráðaban- anum og Kenny Perry gerði síð- an afdrifarík mistök á þeirri næstu. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 39 ára Cabrera fær græna sig- urjakkann á Mastersmótinu en hann sigraði á Opna bandaríska meist- aramótinu fyrir tveimur árum. Ca- brera, sem lék samtals á 12 höggum undir pari, tileinkaði Spánverjanum Seve Ballesteros sigurinn. „Í mín- um huga er hann sá besti sem hefur leikið golfíþrótt- ina,“ sagði Cabrera. Shingo Katamaya frá Japan varð fjórði á - 10 og Phil Mickelson varð fimmti á 9 höggum undir pari. Tiger Wo- ods lauk keppni á 8 höggum undir pari. Cabrera tileinkaði Ballesteros sigurinn Gleði Trevor Immelman, sem sigraði á Masters- mótinu 2008, klæddi Angel Cabrera í græna jakkann. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „Við erum ennþá fullir sjálfstrausts þrátt fyrir fyrri leikinn í Meistara- deildinni. Ég vona að okkur takist að skora þrjú mörk gegn Chelsea, en við vitum að það verður mjög erfitt,“ sagði markamaskínan Fernando Torres en hann skoraði gull af marki á laugardaginn þegar hann kom Liv- erpool í 1:0. Hann segir sigurinn á Manchester United fyrr í vetur efla liðið til dáða. „Chelsea er með mjög sterkt lið en við höfum sjálfstraust og förum í þennan leik til að vinna. Við unnum Manchester United 4:1 á Old Traf- ford svo við vitum hvað við getum. Ég held að Chelsea-menn muni spila til að vinna í stað þess að verjast bara, því ef þeir skora eitt eða tvö mörk þá er þetta búið. Við vitum að þetta verður erfitt en við skulum bíða og sjá hvað gerist.“ Fyrirliðinn Steven Gerrard var ekki í liði Liverpool á laugardaginn vegna meiðsla en vonast er til að hann verði klár í slaginn í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á honum að halda. Hann er lykilmaður og það getur breytt öllu fyrir okkur ef hann spilar og er upp á sitt besta,“ sagði Rafael Benítez, stjóri Liverpool. Chelsea verður hins vegar án síns fyrirliða, Johns Terry, í kvöld en hann tekur út leikbann. Liðið er engu að síður í kjörstöðu til að koma sér í undanúrslit Meistaradeildar- innar. „Allir vita að Liverpool er stórlið og þeir hafa nánast skorað fjögur mörk í hverjum leik upp á síðkastið, en við erum á heimavelli og höfum verið öflugir,“ sagði Michael Ballack sem skoraði fyrsta mark Chelsea á laugardaginn í sigrinum á Bolton. Chelsea komst þar í 4:0 en þrjú mörk Bolton á 9 mínútna kafla urðu til þess að lokakaflinn var æsispennandi en fleiri urðu mörkin ekki. Skoraði eftir 46 sekúndur Maðurinn sem allir fótboltaáhuga- menn voru að tala um eftir síðustu helgi, hinn 17 ára Federico Macheda, var hetja Man. Utd annan leikinn í röð þegar hann skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri á Sunderland eftir að hafa verið inni á vellinum í 46 sekúndur. Deila má um hvort kappinn hafi ætl- að sér að skora en hafi svo verið sýndi hann einstaklega gott viðbragð við að breyta stefnu skots Michaels Carrick og „stýra“ boltanum í blá- hornið. „Hann býr yfir einhverju alveg einstöku. Einn leikmannanna sagði að hann hefði í alvöru verið að reyna að skora. Það er svona snörp hugsun sem alvöru markaskorari þarf að hafa,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, borubrattur eftir sigurinn. „Hann var alls kostar óhræddur, kom sér strax inn í leikinn og átti góðar 20 mínútur,“ bætti Ferguson við, og Paul Scholes sem skoraði fyrra mark United tók í sama streng. „Það er frábært að hafa svona strák á bekknum til að koma inná. Hann virðist vera mikill markaskor- ari og ég er viss um að strákarnir munu halda honum við efnið.“ Liverpool fór aftur á flug  Blackburn gjörsigrað á Anfield  Torres segir allt geta gerst á Brúnni í kvöld  Gerrard tæpur en Terry í leikbanni  Macheda aftur bjargvættur United Reuters Markahrókur Fernando Torres fagnar mörkum sínum gegn Blackburn ásamt stuðningsmönnum Liverpool. Í HNOTSKURN »Federico Macheda tryggðiUnited öll þrjú stigin með sigurmarki gegn Sunderland líkt og hann gerði gegn Aston Villa fyrir rúmri viku. »Steven Gerrard á við nára-meiðsli að stríða og er tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu. EFTIR „kjaftshöggið“ á Anfield fyrir tæpri viku þegar liðið tapaði 3:1 fyrir Chelsea í fyrri leik liðanna í Meist- aradeild Evrópu, kom Liverpool sér aftur í fluggírinn á laugardag og rúll- aði yfir Blackburn í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, 4:0, og er liðið enn einu stigi á eftir Man. Utd sem vann Sunderland 2:1. Á sama tíma vann Chelsea nauman 4:3 sigur á Bolton og bjartsýnustu menn sjá nú fyrir sér að rauði herinn eigi möguleika á að snúa taflinu við á Stamford Bridge í kvöld þegar seinni leikur Chelsea og Liverpool fer fram. Guðjón ValurSigurðsson fagnaði góðum útisigri með Rhein-Neckar Löwen á sínum gamla heimavelli í Köln þegar Löw- en lagði þar Gum- mersbach að velli í spennuleik, 31:30, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik. Guðjón Valur skoraði 6 mörk í leiknum, þar af 5 úr vítaköstum. Róbert Gunnarsson hafði hægt um sig og gerði aðeins eitt mark fyrir Gummersbach.    Gylfi Gylfason skoraði sjö mörk,þar af tvö úr vítakasti, þegar lið hans GWD Minden vann stórsigur á Essen, 35:17, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ingimundur Ingi- mundarson stóð vaktina í vörn Mind- en-liðsins að vanda en blandaði sér ekki mikið í sóknarleikinn.    AlexanderPetersson var í leik- mannahópi Flens- burg í fyrsta sinn frá því um miðjan september sl., þegar liðið vann stórsigur á Magdeburg, 35:24, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Hann kom ekki mikið við sögu í leiknum og skoraði ekki mark.    Ólafur Stefánsson og félagar í Ciu-dad Real burstuðu lið Alcob- endas, 37:22, í spænsku 1. deildinni í handknattleik og styrktu enn stöðu sína á toppnum. Ólafur skoraði 4 mörk í leiknum, eitt þeirra úr víta- kasti,    Dwayne Wade skoraði 55 stig fyr-ir Miami Heat í 122:105 sigri liðsins gegn New York Knicks í NBA-deildinni aðfaranótt mánudags. Wade náði ekki að bæta félagsmetið sem er í eigu Glen Rice en hann skor- aði 56 stig fyrir Miami Heat á sínum tíma.    Cleveland Ca-valiers lék sér að því að sigra meistaralið Bost- on Celtics í NBA- deildinni á mánu- dag. Lokatölur 107:76. LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleve- land en hann lék ekkert með í fjórða og síðasta leikhlutanum.    Andrew Bynum lék með LA La-kers í 92:75 sigri liðsins gegn Memphis. Miðherjinn hefur verið meiddur á hné í vetur og eru það góð- ar fréttir fyrir Lakers að hann geti tekið þátt í úrslitakeppninni. Bynum lék í 30 mínútur af alls 48 og skoraði hann 16 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Fólk sport@mbl.is Þetta var fyrsti sigur Íslands á landsliði Ísraels á heimsmeistaramóti. Emil Alengaard og Stefán Hrafnsson komu Íslandi í 2:0 á fyrstu 12 mín- útum leiksins, Stefán eftir sendingu frá Jónasi Breka Magnússyni. Egill Þor- móðsson skoraði, 3:0, í byrjun annarrar lotu eftir undirbún- ing Péturs Maack og Jóns B. Gíslasonar. Ísrael minnkaði muninn í 3:1 seint í lotunni. Stefán var síðan aftur á ferðinni þegar hann kom Ís- landi í 4:1 á 7. mínútu í þriðju og síðustu lotu. Ísraelsmenn náðu að svara tvívegis en ís- lenska liðið hélt út og innbyrti sigurinn þrátt fyrir að Ísraelsmenn bættu manni í sóknina á lokasprettinum og kölluðu markvörð sinn af velli. Stefán Hrafnsson skoraði tvö mörk í leiknum. Hann var ánægður með leikinn og keppnina í heild enda mórallinn og baráttan í liðinu góð. „Ég er líka ánægður með allur mannskapurinn fékk að spila þrátt fyrir að níu nýliðar væru í hópnum og það skilaði sér í ferskari liði út allt mótið,“ sagði Stefán að leik loknum í gær. „Við spiluðum undir getu en unnum samt sem er jákvætt. Mótið í heild var ágætt en gaman hefði verið að vinna Kínverjana og ná í bronsið. Besti leikurinn okkar var samt sem áður gegn Serbum þrátt fyrir að við töpuðum honum 6:1. Tölurnar gefa ekki rétta mynd af frammistöðu okkar í þeim leik,“ sagði Gauti Þormóðsson, einn landsliðsmanna Íslands. iben@mbl.is Besti árangur Íslands á HM  Unnu Ísrael í fyrsta sinn  Kemur til greina að HM verði hér á landi að ári ÍSLENDINGAR sigruðu Ísraelsmenn, 4:3, í loka- umferð 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí í Novi Sad í Serbíu í gær. Ísland hafnaði þar með í fjórða sæti A-riðils og í 7.-8. sæti af 12 liðum í 2. deildinni í heild og heldur þar með sæti sínu í henni. Ísland hefur aldrei áður hlotið jafn mörg stig í 2. deildar keppni á HM. Mest hefur íslenska liðið náð fjórum stigum, á HM fyrir ári. Ekki er loku fyrir það skotið að Íshokkísamband Íslands sæki um að fá að halda keppnina að ári. Gauti Þormóðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.