Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 17.04.2009, Síða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. APRÍL 2009 KNATTSPYRNA Deildabikar kv., Lengjubikar A-DEILD: KR – Breiðablik ........................................0:9 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 9., 32., 56., Sara Björk Gunnarsdóttir 13., 48., 67., Hlín Gunnlaugsdóttir 54., Fanndís Friðriksdótt- ir 57., Sandra Sif Magnúsdóttir 88. Staðan: Breiðablik 5 3 2 0 20:5 11 Valur 4 2 2 0 10:5 8 Stjarnan 4 2 1 1 11:4 7 Þór/KA 4 2 1 1 7:5 7 KR 5 1 0 4 8:22 3 Afture/Fjöl. 4 0 0 4 2:17 0 C-DEILD, 1. riðill: Þróttur R. – Selfoss...................................2:3 Staðan: Selfoss 3 3 0 0 9:3 9 FH 2 2 0 0 8:1 6 Haukar 2 2 0 0 7:1 6 Þróttur R. 3 0 0 3 4:8 0 ÍA 2 0 0 2 0:6 0 Sindri 2 0 0 2 1:10 0 Deildabikar karla, Lengjubikar B-DEILD, 3. riðill: Berserkir – Hamar....................................1:4 Staðan: KV 3 2 1 0 8:4 7 Hvöt 3 2 1 0 4:0 7 BÍ/Bolungarvík 4 1 2 1 5:5 5 Hamar 3 1 1 1 5:3 4 Berserkir 4 1 1 2 1:12 4 Reynir S. 3 0 0 3 2:7 0 UEFA-bikarinn 8-liða úrslit, seinni leikir: Dynamo Kiev – París SG .........................3:0 Ismael Bangoura 4., Mickael Landreau (sjálfsmark) 16., Ognjen Vukojevic 61.  Dynamo Kiev áfram, 3:0 samanlagt. Manch.City – Hamburger SV .................2:1 Elano (víti) 17., Felipe Caicedo 50. – José Paolo Guerrero 12., Luiz Adriano 90.  Hamburger áfram, 4:3 samanlagt. Marseille – Shakhtar Donetsk ................1:2 Hatem Ben Arfa 42. – Fernandinho 30.,  Marseille áfram, 4:1 samanlagt. Udinese – Werder Bremen......................3:3 Gökhan Inler 15., Fabio Quagliarella 30., 38. – Diego 28., 60., 73.  Werder Bremen áfram, 6:4 samanlagt. Svíþjóð AIK – Malmö .............................................0:1 Helsingborg – Hammarby.......................1:0  Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg er frá vegna meiðsla. Örgryte – Örebro ......................................0:1 Trelleborg – GAIS....................................3:0  Eyjólfur Héðinsson kom inná sem vara- maður á 73. mín., Guðjón Baldvinsson var á varamannabekknum en kom ekki við sögu, Guðmundur R. Gunnarsson kom inná á 56. mín., Hallgrímur Jónasson er frá vegna meiðsla. Þeir eru allir á mála hjá GAIS. Elfsborg – Kalmar....................................1:1  Helgi Valur Daníelsson var í byrjunar- liðinu hjá Elfsborg. Staðan: Helsingborg 3 3 0 0 6:1 9 Malmö FF 3 3 0 0 5:0 9 Brommapoj. 3 2 1 0 3:0 7 AIK 3 2 0 1 2:1 6 Trelleborg 3 1 2 0 4:1 5 Elfsborg 3 1 2 0 3:2 5 Gefle 3 1 2 0 3:2 5 Djurgården 3 1 1 1 1:6 4 Gautaborg 3 1 0 2 7:5 3 Häcken 3 1 0 2 4:4 3 GAIS 3 1 0 2 6:8 3 Örebro 3 1 0 2 1:5 3 Kalmar 3 0 2 1 2:3 2 Hammarby 3 0 1 2 2:4 1 Halmstad 3 0 1 2 1:3 1 Örgryte 3 0 0 3 1:6 0 SKÍÐI Skíðalandsmótið á Akureyri Sprettganga karla: 1. Andri Steindórsson, Akureyri. 2. Sævar Birgisson, Ísafirði. 3. Brynjar Leó Kristinsson Akureyri. Sprettganga kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ólafsfirði. 2. Silja Rán Guðmundsdóttir, Ísafirði. 3. Rannveig Jónsdóttir, Ísafirði. í dag og kvöld KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Selfossvöllur: Selfoss – Fram....................19 Stjörnuvöllur: Stjarnan – Njarðvík ......... 19 KR-völlur: KR – Leiknir R....................... 20 Gróttuvöllur: Grótta – Dalvík/Reynir ..... 18 Reykjaneshöll: ÍH/HV – Víðir............. 20.30 Akraneshöll: Skallagr. – Hvíti riddarinn 20 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Boginn: Þór/KA – Stjarnan ...................... 18 ÍR-völlur: ÍR – HK/Víkingur ................... 19 Kórinn: ÍBV – GRV.............................. 20.30 Ásvellir: FH – Haukar .............................. 19 HANDKNATTLEIKUR Umspil karla, undanúrslit, fyrri leikir: Mýrin: Stjarnan – ÍR ........................... 19.30 Selfoss: Selfoss – Afturelding ............. 19.30 SKÍÐI Skíðalandsmótið á Akureyri: Stórsvig kvenna/karla, fyrri ferð ............. 10 Stórsvig kvenna/karla, seinni ferð...... 13.30 10 km ganga pilta, frjáls aðferð................ 13 5 km ganga kvenna, frjáls aðferð........ 13.05 15 km ganga karla, frjáls aðferð ......... 13.45 Verðlaunaafhending á Ráðhústorgi.... 17.30 „VIÐ vanmetum að sjálfsögðu ekki ÍR-inga. Þeir eru með ungt og sprækt lið sem við verðum að mæta af fullum krafti,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálf- ari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik sem hefur keppni í umspili um sæti í N1-deild í kvöld. Þá fær Stjarnan liðsmenn ÍR í heimsókn. Á sama tíma leiða Selfoss og Afturelding saman hesta sína á Selfossi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Liðin eigast við að nýju í Austurbergi og að Varmá á sunnudag. Komi til oddaleikja verða þeir háðir á fimmtudaginn í næstu viku. Sigurliðin úr þessum tveimur rimmum, sem mest geta orðið þrjár, mætast í úrslitaleikjum um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Þetta er nýtt keppn- isfyrirkomulag en síðustu þrjú ár hafa tvö lið fallið úr N1-deildinni og tvö færst upp úr 1. deild í stað- inn. Óánægju hefur gætt með það fyrirkomulag mótsins. Selfoss varð í sjöunda sæti N1- deildar í vetur og ÍR hafnaði í fjórða sæti 1. deildar. Selfoss og Afturelding voru í öðru og þriðja sæti 1. deildar. „Mér líst nokkuð vel á þetta keppnisfyrirkomulag. Það var alveg ljóst að í átta liða deild var of mikið að tvö lið féllu. Nú fellur bara eitt og annað fer í þetta umspil. Vissulega á eftir að koma reynsla á þetta en fyrirfram þá líst mér nokk- uð vel á þetta og reikna með að um spennandi við- ureignir verði að ræða,“ segir Patrekur sem er stað- ráðinn í halda sæti í N1-deildinni. iben@mbl.is Stjörnumenn vanmeta ekki ÍR-inga Patrekur Jóhannesson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Ég held að Haukarnir hafi komið værukærir til leiks í seinni hálfleik. Við náðum hraðaupphlaupum sem við náðum ekki í fyrri hálfleik og það var ótrúleg breyting til batnaðar á leik okkar í seinni hálfleik. Strákarnir sýndu frábæran karakter. Þeir fengu blóð á tennurnar og það hreinlega small allt saman hjá okkur,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, við Morgunblaðið, en hann varð að gera sér að góðu að fylgjast með leik sinna manna af áhorfendapöllunum þar sem hann var í banni. Viggó viðurkenndi að í stöðunni 17:11 í byrjun seinni hálfleiks hafi hann haldið að úrslitin væru ráðin. ,,Það var rosalega erfitt að vera í pöllunum en ég treysti Einari 100%. Hann kann þetta og sagðist ekki tapa á sínum gamla heimavelli. Mér leist ekki á blikuna í byrjun seinni hálf- leiks enda erfitt að ætla að snúa stöð- unni við gegn jafnsterku liði og Haukar eru með. En það varð ótrú- legur viðsnúningur og ég verð að hrósa strákunum en minni á að það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Viggó. Framarar mættu grimmir til leiks. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og Haukar komust ekki á blað fyrr en eftir fjórar mínútur þegar Einar Örn Jónsson skoraði. En smátt og smátt tóku Haukar völdin. Birkir Ívar gaf tóninn með góðri markvörslu en ein- hvern veginn fannst manni Hauk- arnir vera á hálfri ferð þó svo þeir næðu góðu forskoti undir lok hálf- leiksins. Leikur Framara féll niður á lágt plan seinni hluta hálfleiksins þar sem leikmenn gerðu sig seka um afar klaufaleg mistök. Haukarnir skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleik og það skal viðurkenn- ast af undirrituðum að hann átti ekki von á öðru en öruggum Haukasigri eins og leikurinn þróaðist á upphafs- mínútum seinni hálfleiksins. Tvö mörk Framara úr hraðaupphlaupum varð hins vegar að ákveðnum vendi- punkti í leiknum. Leikur Íslands- meistaranna hrökk í algjöran baklás og Framarar efldust með hverri mín- útunni sem leið. Vörn Hauka var sundurspiluð trekk í trekk og sókn- arleikur liðsins varð einhæfur og bit- laus. Eftir 10 mínútna leik höfðu Framarar minnkað muninn í eitt mark, 20:19, og Rúnar Kárason sá um að koma Safamýrarliðinu í for- ystu. Hann jafnaði metin í 22:22 eftir 14 mínútna leik og kom því yfir, 24:23, þegar rúmar 12 mínútur voru til leiksloka. Eftir þetta litu Fram- arar ekki til baka. Þeir unnu síðari hálfleikinn með 9 mörkum og léku meistarana svo sannarlega grátt. Markvörðurinn ungi, Davíð Svans- son, átti góða innkomu í liði Framara og markvarsla hans vó þungt í því að kveikja neistann sem varð að báli. Rúnar Kárason lék vel fyrir liðið og Magnús Stefánsson tók á sig rögg í seinni hálfleik en Fram-liðið á hrós skilið fyrir frábæran seinni hálfleik. Haukarnir voru skotnir hressilega niður á jörðina. Þeir náðu aldrei virkilegum dampi í leik sínum og í seinni hálfleik stóð ekki steinn yfir steini. Andri Stefan komst einna best frá leiknum. Morgunblaðið/hag Fastur fyrir Hornamaðurinn knái, Stefán Baldvin Stefánsson, komst ekki auðveldlega framhjá Gunnari Berg Viktorssyni. FRÖMURUM tókst það sem engu liði hefur tekist að gera undanfarna mán- uði, það er að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli. Haukar, sem höfðu ekki beðið ósigur síðan þeir lágu gegn FH- ingum í byrjun nóvember eða í 14 leikj- um í röð, máttu þola fjögurra marka tap á heimavelli, 32:28, eftir að hafa náð sex marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks. Haukarnir skotnir niður á jörðina  Frábær leikur Framara í seinni hálfleik á Ásvöllum ,,ÞETTA var bara hreint og klárt vanmat hjá okk- ur. Menn ætluðu bara að byrja að hvíla sig fyrir leik tvö þegar um 20 mínútur voru eftir. Það gengur ekki og við fengum að kenna á því,“ sagði Andri Stefan, leikmaður Hauka, við Morgunblaðið eftir tap liðsins gegn Fram í gærkvöld. ,,Fram- ararnir hreinlega keyrðu yfir okkur í seinni hálf- leik og ég man hreinlega ekki eftir jafn lélegri frammistöðu og við sýndum í seinni hálfleik. Við vorum eins og byrjendur. Nú þurfum við að taka til í hausnum á okkur fyrir leikinn á mánudaginn. Ég er hrikalega vonsvikinn en trúi ekki öðru en við rífum okkur upp. Við komust ekki neðar en þetta,“ sagði Andri Stefan. ,,Við vorum pirraðir út í sjálfa okkur í leikhléinu fyrir að spila illa og gera allt of mikið af mistök- ,,Hreint og klárt va ,,ÉG verð að viðurkenna að mér leist ekkert á blikuna þegar við vorum komnir sex mörkum undir í byrjun seinni hálfleiksins. Sá vendipunktur varð hins vegar að við héldum haus og mættum mjög vel stemmdir til seinni hálfleiksins,“ sagði Magnús Stefánsson, skyttan hávaxna í liði Framara sem tók sig saman í andlit- inu eftir frekar dapran fyrri hálfleik og átti virkilega góðan leik í þeim seinni. ,,Við spiluðum hreint frábærlega síðustu 25 mínúturnar. Vörnin small saman og markvarslan og þegar þessir hlutir eru í lagi er þetta allt miklu auðveldara. Þetta er það lang- besta sem við höfum sýnt í marga mánuði og þá er ég tala um seinni hálfleikinn. En við verðum að pasa okkur á því að ofmetnast ekki við þennan sigur. Þettta er bara hálfnað en við stefnum að því að gera út um einvígið á heimavelli á mánudag- inn,“ sagði Magnús sem skoraði 6 mörk í fyrri hálfleik og var mjög ógnandi í seinni hálfleik. Það hefur verið mikið rætt um að lið Fram sé karakterslaust. Þið hafið væntanlega afskrifað þá kenningu með þessari frammistöðu? ,,Það er mikill misskilningur að lið okkar búi ekki yfir góðum karakter. Við vitum vel hvað býr í liðinu og þurfum ekki að sanna það fyrir ein- um eða neinum. Þú vanmetur ekkert lið þegar í úrslitakeppnina er komið. Í henni eru fjögur bestu liðin. Við njótum augnabliksins en verðum komnir á tærnar fyrir mánudaginn og við ætlum að slá Íslandsmeist- arana út,“ sagði Akureyringurinn sem brosti út að eyrum á Ásvöllum í gærkvöld. gummih@mbl.is Ætlum að slá út Íslands- meistarana 28-32 Ásvöllum, undanúrslit Íslandsmóts karla í handknattleik, fyrsti leikur, fimmtudaginn 16. apríl 2009. Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 5:5, 8:9, 13:10, 16:11, 18:15, 20:19, 28:32. Mörk Hauka: Andri Stefan 8, Sigurbergur Sveinsson 5, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elías Már Halldórsson 4, Einar Örn Jónsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (þar af 6 til mótherja). Mörk Fram: Rúnar Kárason 9/5, Magnús Stefánsson 6, Jóhann Gunnar Einarsson 4, Stefán B. Stefánsson 3, Andri Berg Haraldsson 3, Haraldur Þorvarðarson 3, Guðjón Finnur Drengsson 2, Brjánn Bjarnason 2, Jóhann Karl Reynisson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Varin skot: Magnús Erlendsson 5 (þar af 2 til mótherja), Davíð Svansson 13 (þar af 5 til mótherja). Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: Um 700. HAUKAR-FRAM STAÐAN ER 1:0 FYRIR FRAM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.