Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.09.1926, Blaðsíða 2

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 01.09.1926, Blaðsíða 2
2 FJ ELAGSBLAÐ íÞRÓTTAFJELAGS REiYKJAVlKUR Uppkast aS reglum fyrir flokksforingja mun veröa lagt fyrir stjórn í. R. nijög bráðlega, og er J)ess vænst af henni, aS liún leggi JtaS fyrir næsta aðalfund. jeg vil einnig benda á annaö, sem getur haft áhrif á fjelagana, hvaö snertir kapp og áhuga fyrir fimleik- um, og ])aS er aS þeir fjelagar, sem best mæta í hverj- um flokki, fái einhverja viSurkenningu frá fjelaginu, eítir ákveSnu'm reglum, sem yröi aS semja. MeS jæssum fáu línum hefi jeg aS eins vilja benda fjelögunum á leiSir til aö ])roska góSa samvinnu og gott fjelagslíf. A. J. Bertelsen. Tennis. Fyrir nokkrum árum var hjer i bænum stofnaö tefmisfjelag af nokkrum áhugasömum tennisspilurum, mönnum, sem kynst höfðu íþróttinni erlendis, og vildu kynna.hana hjer, eftir aS hafa komist aS þeirri niSur- stöSu, aö tennisiþróttin væri einhver sú alskemtileg- asta og hollasta, sem þeir höfSu kynni af. Fjelag þetta hlaut nafniS Tennisfjelag Reykjavík- ur, og starfaði meS miklum krafti fyrstu árin. Seinna dofnaöi áhugi manna fyrir íþrótt þessari, og voru aö eins örfáir menn og konur, sem spiluöu aS staöaldri. IJaS, sem mest dró úr áhuga manna, var hve erfitt var aS fá svæöi fyrir vellina, og varö fjelagiS altaf aS vera upp á náöir góðra rnanna komið. ÞaS fyrirkomulag gat aö sjálfsögSu ekki gengiS til lengd- ar, og endaSi meS þvi, aö fjelagiö hafSi aö eins þrjá klukkutíma á dag til umráöa á tennisvelli hjer í bænum. Fjelag ])etta hefir nú hætt störfum og gengiS inn í í. R., senr fengiS hefir svæöi fyrir tvo tennjsvelli á hinum nýja iþróttavelli bæjarins. í. R. hefir nú látiö afgirSa þessa velli og ganga svo vel frá þeim sem unt er, og liafa þeir veriö i notkun undanfarna tvo mánuði. ÞaS hefir nú komiö í ljós, aS 1. R. hefir ekki unn- iS fyrir gýg, ])ví aö um 70 manns hafa daglega spil- aS þegar veSur hefir lpyft, og er greinilegt, ef dæma má eftir byrjuninni, aS fjelagiö verSur aö útvega fje- lögunt sínum fleiri velli næsta vor, enda mun það gerí ef unt er, því að fjöldi fólks hefir tilkynt, aS þaö óski aS spija næsta vor. f’aS ]>arf engan aS undra þetta, ]jví aS íþróttin er hvorttveggja í senn : h o 11 og s k e m t i 1 e g, og svo geta allir, ungir og gamlir, konur jafnt sem karlar, spilað tennis. í. R. hefir nú vakiS upp tennisíþróttina aö nýju, og má gera sjer bestu vonir um framtíö hennar hjeSan af. í. R. mun gera sitt til aö tennisiþróttin fái framvegis ]>aö sæti meSal íþrótta, sem hún á skiliö. Kappleikarnir. Eins og auglýst er á öörum stað hjer í blaSinu, fara fram kappleikir í frjálsum íþróttum fyrir fjelagsmenn laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. þ. m. öllum fje- lögum í. R. er heimil þátttaka. Kept veröur í tveim aldursflokkum. Yngri fjelagarnir hafa þjálfaö meS miklum áhuga undanfariS og notiö leiSbeiningar Jóns Kaldal og Ólafs Sveinssonar. Er þvi víst um aö árangurinn verði góSur í öllum iþróttunum. Meöal þeirra yngri eru mörg ágæt efni, sem meS góöri þjálfun geta oröiö af- buröa íþróttamenn. En til þess aö geta oröiS þaö, þarf mikinn vilja og stööuga þjálfun. Fimleikar á vetrum og frjálsar íþróttir á sumrin, er rjetta leiöin. Fyrir eldri fjelaga er mót þetta meistaramót. Er ]>aö fyrsta meistaramót hjer á landi. Þeir sem vinna sigur á þessum kappleikjum hafa meistaratign, (inn- anfjelags), til næsta hausts. Flestir af þeim sem, keptu fyrir í. R. á Allsherjarmóti í. S. I. taka þátt í þessum leikjum. Nægir aö nefna hjer GarSar, Obba, Svein- björn og Sörensen. Hugsanlegt er aS sett veröi ein- liver ný met, sjerstaklega í 400 m hlaupi (Sveinbjörn). Fyrir meistaramótiö verSa veitt ein verölaun i hverri íþrótt, en yngri fjelagar fá þrenn. Skýrsla um mótiö kemur í næsta UlaSi. Áríöandi er, aö sem flestir taki þátt í leikjunum. Fjelagslíf. Fjelagslíf I. R. hefir altaf verið gott, en oítast nær ágætt, enda hlýtur svo aS vera í svona fjölmennu fje- lagi, sem hefir gert eins mikiö á undanförnum árum eins og í. R. hefir gert. ÞaS er ekkert smáræSis starfr sem eftir fjelagiö liggur, l)æöi út á viö og inn á viö. Brautryðjandi hefir fjelagiö veriö á mörgum sviö- um íþróttanna og víöar. Meö hverju árinu sem ííöur vex fjelaginu fiskur um hrygg. Árlega hefir fjelagafjölgunin veriö mikiþ en aldrei eins og í súma'r. Má ])akka þaö tennisdeild- inni og áhugasömum fjelögum, sem gert hafa sitt til þess, aö fá unga pilta og stúlkur t.il aö ganga í fjelagið. ÞaS er vitanlegt, aö því fleiri sem fjelagarnir eru, því betri aöstöSu hefir fjelagiö til aS gera meira fyrir

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.