Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 23.04.1931, Page 4

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur - 23.04.1931, Page 4
4 FÉLAGSBLAÐ ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAYÍKUR Ávalt til sölu íþróttabúningar. Fimleikaföt, Hlaupabuxur og bolir. — Sundföt o. m. fl. ann; þá glæðist sálarlífið. Göfugt líf þróast að- eins í frjóum, vel unnum jarðvegi. Það eru jafn- vel sjaldnast mestu afi'ekin, sem setja hinn glæsi- legasta svip á íþróttamennina í augum smekk- vísra og heilbrigðra manna, heldur eitthvað í fari þeirra, sem ekki er svo auðvelt að koma orðum að. Snyrtilegur íþróttamaður, sem ávalt gætir ])ess, að skapa sér sjálfum aldrei bætta aðstöðu á kostnað keppinauts síns, hefir svipuð áhrif á at- hugula áhorfendur eins og sannmenntaður mað- ur á þá, sem hann umgengst. Aðeins víðsýnn mað ur getur orðið góður kennari, hann þarf helzt að vera afburðamaður í íþróttum. IJann þarf að geta hrifið nemendur sína með eigin afrekum, glöggskyggni og skýrum leiðbeiningum. Ungum íþróttakennara ber að sýna allt, sem hann ætlar að kenna öðrum. Með aldrinum tapast líkamlegi hæfileikinn, en með reynslunni þroskast skynj unin fyrir lagni og réttu formi. Fullorðinn kenn- ari beitir áhrifum sínum nokkuð á annan hátt en ungur kennari, en sé svipað um mennina að ö 'vc leyti, en aldurinn, er ekki gott að fullyrða, hvor veiti traustara uppeldi. Þetta, hvort íþróttirnar verka göfgandi á fólk eða ala upp mont og hrottaskap, er alvara þessa máls. Að velja sér íþróttafélag og þar með íþróttakennara, er mik- ill vandi. Á þeim stöðum, þar sem íþróttafélög eru fleiri en eitt, getur hver valið eftir vild. Ann- að mál er um skólana, þar sem nemendur eru skyldir að læra, hvernig sem kennaraliðið er. Nú er ]>að vitanlegt, að fjölmargt svokallað íþrótta- fólk kann lítil skil á sannri íþrótt og látalæti. Þetta hefir meira að segja hent margan íþrótta- kennarann, og gerir enn í dag. Góður leiðtogi veitir holl ráð. Þroskaður félags- maður er meira virði en svo, að hann verði met- inn að verðleikum. 1 skjóli samstarfsins er þroska von. — Eg vona, að íþróttirnir auki vöxt ykkar, kæru félagar. Þetta er mín sumarósk til ykkar allra. Framh. Bjarni Bjarnason. Kaupið happdrættismiða í. R. Seldir á göt- unum í dag. All-Bran á erindi á hvert heimili. Kaupið einn pakka strax í dag. Fæst í öllum lyfja- búðum og verslunum landsins. I RELIEVES CONSTIPATION ALLBRAN ready to eat 1ldp

x

Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsblað íþróttafélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/760

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.