Morgunblaðið - 29.05.2009, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
2 Bílar
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
H
in þekkta
kappakstursbraut
Nürburgring Nor-
dschleife er eins kon-
ar mekka fólks með
bíladellu og það kemur fjöldi fólks á
hverju ári langa leið til að upplifa
Nordschleife.
Brautin er almennt talin viðsjár-
verð enda afar löng og flókin og get-
ur það tekið drjúgan tíma og fé að
aka nógu marga hringi til þess að
hægt sé að aka brautina af miklu ör-
yggi og auka ferðina jafnhliða hverj-
um hring.
Það er hins vegar hægt að kynnast
brautinni á skynsamlegan máta og
það er með því að leigja ódýran
brautarbíl hjá fyrirtækinu 75 Ex-
perience en eins og nafnið gefur til
kynna þá leigir fyrirtækið út Alfa
Romeo 75 bíla en með nokkrum
ódýrum breytingum henta þeir bílar
afar vel til þess að læra braut-
arakstur.
Ánægðir viðskiptavinir
Dale Lomas er sölu- og markaðs-
stjóri fyrirtækisins og á hann að baki
skrautlegan en yfirgripsmikinn feril í
bílageiranum. Dale Lomas hefur gert
garðinn frægan sem bílablaðamaður
og mótorhjólablaðamaður og sem
slíkur ók hann öflugustu bílum og
mótorhjólum heims oft og títt á stöð-
um eins og Nordschleife. Dale hefur
meira að segja gerst svo frægur að
vera bannaður á slaufunni, eins og
Nordschleife er iðulega kölluð hér á
landi, fyrir að taka fram úr bíl á
hliðarskriði. Það var í fyrra en í ár
virtist þýsku eftirlitsmönnunum hafa
runnið reiðin því Dale var aftur far-
inn að kenna ökumönnum að keyra
slaufuna. Dale þekkir slaufuna sér-
lega vel og á meðan hann skrifaði fyr-
ir tímaritið Performance Bikes Ma-
gazine þá náði hann tímanum 7:35
sekúndur frá því sem kallað er
Bridge to Gantry (BTG), en þá er
langi beini kaflinn á brautinni undan-
skilinn þar sem hann er háður hraða-
takmörkunum, á Suzuki GSX-R1000
mótorhjóli. Talið er að sá kafli sem
vantar upp á taki að meðaltali um 22
sekúndur, ef einhver vill bera tímann
saman við bestu tímana á sportbílum.
Ekkert múður – bara gaman
75 Experience er rekið af fyrir-
tækinu RSR Nürburg sem er í eigu
Ron Simons en hann hefur starfað í
og við slaufuna í um 10 ár, framan af
sem kappakstursökumaður.
Upprunalega hófst reksturinn
þannig að styrktaraðilar Ron Simons
höfðu áhuga á því að fá að keyra á
slaufunni líka. Þannig hófst það að
Ron, sem keppti á Alfa Romeo Al-
fetta GTB, byrjaði á að leiða
styrktaraðila sína um brautina á
gömlum Alfa Romeo bílum. Stans-
laust bættust við fleiri viðskiptavinir
og um árið 2000 vildu orðið fleiri fá að
keyra leigubílana en styrkja hann til
kappaksturs þannig að hann tók
skrefið yfir í bílaleiguna að fullu.
Ron fór því af stað með 75 Experi-
ence og hefur því verið þannig háttað
að menn skrá sig á námskeið hjá
RSR Nürburg og þar sitja þeir
nokkra tíma þar sem þeim er kennt
að aka bíl upp á nýtt við krefjandi að-
stæður. Margir vita lítið um bílana og
gera sér til dæmis ekki grein fyrir
því að gamlir bílar eins og Alfa Ro-
meo 75 eru til að mynda ekki með
ABS bremsur. Það kemur því fyrir
að fólk snarlæsir dekkjunum úti á
braut sem eyðileggur dekkin, minnk-
ar öryggið og eykur rekstrarkostn-
aðinn.
Þegar ökumenn eru klárir til að
fara út á brautina þá er farið í hópum
og er þess gætt að halda talstöðvar-
sambandi á milli bíla. Dale eða Ron
aka svo á undan og hópurinn fylgir á
eftir. Þetta er yfirleitt gert á lok-
uðum dögum sem þýðir að ekki er
fjöldinn allur af öðrum ökumönnum í
brautinni.
Af hverju Alfa Romeo?
Á Íslandi hefur sá orðrómur lengi
verið á kreiki að ítalskir bílar séu óá-
reiðanlegir. Staðreyndin er hins veg-
Ónýtur Öllum geta orðið á mistök, líka reyndum ökumönnum eins og í þetta skiptið en ökumaður þessa bíls var kappakstur
reynslu af kappakstri. Það var þó ekki nóg enda er slaufan talin viðsjárverð braut, löng og flókin og það getur tekið tíma o
Ódýr leið til að k
ast brautarakstr
Fyrir fólk illa haldið af bíladellu
hafa svokallaðar vegamyndir alltaf
mikið aðdráttarafl en flestar skarta
þær bílum og eltingarleikjum. Það á
þó ekki við um frumkvöðlamyndina
Easy Rider sem var frumsýnd árið
1969 og er því fertug á árinu.
Í leit að frelsi
Easy Rider fjallar um tvo félaga,
Kaftein Ameríku, en svo var hann
kallaður þar sem mótorhjólið hans
og hjálmur voru skreytt í fánalit-
unum, og Billy sem eru leiknir af
Peter Fonda og Dennis Hopper en
saman skrifuðu félagarnir handritið
ásamt Terry Southern. Dennis Hop-
per leikstýrði og fékk reyndar verð-
laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes
fyrir frumraun sína sem leikstjóri
fyrir myndina. Félagarnir tveir aka
um Bandaríkin í leit að frelsi því
sem Bandaríkin eru sögð vera
þekkt fyrir. Það er skemmst frá því
að segja að frelsið fundu þeir ekki,
né Bandaríkin sem þeir voru að
leita að.
Kvikmyndin hefur allar götur síð-
an verið afar áhrifamikil því hún var
í senn mikil töffaramynd sem og
þjóðfélagsádeila á tíma þar sem
mikil þjóðfélagsleg átök áttu sér
stað í bandarísku þjóðfélagi. Hippa-
tímabilið átti undir högg að sækja
eftir skrautleg ár með frjálsum ást-
um, eiturlyfjum og frumlegri rokk-
tónlist og Víetnamstríðið var í al-
gleymingi.
Mótorhjólin í myndinni voru Har-
ley Davidson en sérsmíðuð eftir
Chopper-hefðinni og var notast við
Hydraglide hjól frá 1949 til 1952.
Það voru smíðuð tvö eins hjól af
hvoru ef svo skyldi fara að hjólin
biluðu meðan á myndatökum stæði.
Hjól Peter Fonda var svo sprengt í
loft upp en hinum þremur var stolið
áður en tökum myndarinnar var
lokið. Í dag fást óteljandi eftirlík-
ingar af þessum þekktu hjólum og
kosta þær venjulega skildinginn.
Á enn erindi
Megininntak kvikmyndarinnar er
hins vegar frelsið og sú hræsni sem
felst í því að halda frelsinu á lofti í
orði en hræðast svo hvern þann sem
nýtir sér frelsið á borði en þeir fé-
lagarnir voru einmitt nógu miklir
utangarðsmenn til að ögra rauð-
hnökkunum sem urðu á vegi þeirra.
Þema kvikmyndarinnar virðist því
eiga vel við í dag og ekki spillir fyrir
góð myndataka, fínasti leikur og
söguþráður og að sjálfsögðu mótor-
hjólin sem hafa verið eftiröpuð alla
tíð síðan.
ingvarorn@mbl.is
Sígild mynd Þó Easy Rider sé orðin 40 ára gömul þá nýtur hún enn mikilla
vinsælda og er fyrir löngu orðin sígild enda áhrifamikil mynd.
Hin áhrifamikla
Easy Rider 40 ára
Vonbrigði Wyatt og Billy hétu fé-
lagarnir í myndinni og er þar vísað
í Wyatt Earp og Billy the Kid.
UPPLÝSINGAR O
is
ng Mjódd
Nýtt námskeið hefst 5. júní