Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Bílar 3 ar sú að þó slíkt geti átt við um ein- staka gerðir þá eru til bílar inn á milli, eins og Alfa Romeo 75, sem eru með því áreiðanlegasta sem fyrir- finnast. Dale segir það einmitt vera ástæðuna fyrir því að 75 Experience notast við Alfa Romeo 75 en að auki hafi bíllinn góða þyngdardreifingu, afturhjóladrif og skotheldar vélar auk þess sem hann er léttur, býr yfir mátulega miklu afli fyrir byrjendur og er jafnframt ódýr. Ekki er heldur verra að nóg er til af slíkum bílum. Á tæplega tíu ára ferli fyrirtæk- isins hefur aldrei bilað vél í Alfa Ro- meo 75 bíl og telst það vera nokkuð gott þar sem mest notaði bíll fyrir- tækisins er ekinn 226 þúsund kíló- metra og þar af 120 þúsund bara á slaufunni en þar jafnast hver kíló- metri á við marga kílómetra á venju- legum vegum. Sá bíll hefur verið í stanslausri notkun síðan 2001. Öryggisins vegna eru bílarnir endurbyggðir og fá þeir við þá með- ferð veltibúr, stálofnar bremsu- leiðslur, körfustóla og fjögurra punkta öryggisbelti, sérhönnuð stýri, betri bremsur, keppnisdekk og sér- stillta fjöðrun svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan er sú að bílar sem venju- lega kosta tvö til þrjú þúsund evrur kosta þegar upp er staðið um fimm til sex þúsund evrur en þá eru þeir líka klárir til útleigu. Göngutúrinn mikilvægastur Stóra spurningin er hins vegar sú hvað kostar að leigja bílana. Fyrir 1800 evrur fæst tveggja daga nám- skeið með sérkennslu þar sem allt er innifalið. Það er líka algengt að ganga um brautina, sú þjónusta kostar 49 evrur en hver sem er getur reyndar tekið þátt í því. Dale segir að göngu- túrinn um brautina sé eitt það mik- ilvægasta sem hægt er að gera því í göngutúrnum falli öll púslin í þessari flóknu braut á sinn stað. Það ætti að vera nokkuð góður möguleiki að ná í það minnsta 20 hringjum á slaufunni þessa tvo daga og til samanburðar má geta þess að 25 hringir á svoköll- uðu Touristfahren, en þar er hægt að kaupa einn hring í einu á 22 evrur, kosta 390 evrur. Þá má ekki gleyma því að 20 hringir eru 440 kílómetrar og bensín og allur annar kostnaður er innifalinn. Það má vera ljóst að við svona akstur eyðir bíll einhvers stað- ar í kringum 20 lítrum á hundraðið eða meira og því er augljóst að það fæst nokkuð mikið fyrir peninginn hjá 75 Experience. Þá er vissulega hægt að leigja bíla áfram eftir svona viðkynningu. Hver dagur kostar að sögn Dale 299 evrur á Alfa Romeo 75 en einnig er hægt að leigja dýrari bíla eins og Renault Clio 197, Renault Megane R26.R, BMW M3 CSL og Porsche 911 GT3 af 996 gerð. Fyrir Porsche kostar dagurinn 1749 evrur en Renault Megane bíll- inn, sem er hraðskreiðasti framhjóla- drifsbíllinn á slaufunni, kostar 699 evrur. Túr í druslunni Dale var svo vænn að fara með blaðamann í bíltúr á slaufunni í elsta leigubílnum. Fyrst fékk blaðamaður hjálm og svo er fundinn bíll sem ekki er frátekinn. Frá aðstöðu fyrirtæk- isins eru ekki nema nokkur hundruð metrar að inngangi brautarinnar og svo er bara ekið að næsta hliði og inn á brautina. Dale byrjar á því að hita dekkin upp með því að beygja rösklega til hægri og vinstri. Svo er allt gefið í botn og druslan fær að finna fyrir átökunum. Dale er vanur maður og á þessum eldgamla útjaskaða bíl, er hann mun sneggri í brautinni en margir miklu dýrari bílar með óreyndari ökumönnum innanborðs. Fórnarlömbin eru tínd upp í hverri beygjunni á fætur annarri, Porsche 911 bílar, BMW M3 og M5 og nánast hvað svo sem verður á vegi hans er létt bráð. Grip bílsins er mikið enda er hann á hálfsléttum dekkjum (semi slick) og með fjöðrun sem er sér- staklega sett upp fyrir slaufuna. Á beinasta kafla brautarinnar nær þessi gamli bíll 200 km/klst, nokkuð sem blaðamaður hefði alls ekki búist við að hann gæti fyrir það fyrsta. Allan tímann sat blaðamaður í mestu rólegheitum í öruggum körfu- stólnum, vel reyrður ofan í sætið og fullur trausts á hæfni Dale. Frómt frá sagt, þá er þetta reynsla sem allt bílaáhugafólk ætti að upplifa og því best að byrja að spara sem fyrst fyrir næsta sumri, nú eða þar- næsta, því þetta hlýtur að vera ein besta leiðin til að kynnast slaufunni nánar og er þetta skynsamlegt skref til að stíga áður en ákveðið er hvort farið er út í eigin rekstur á brautar- bíl. Morgunblaðið/Ingvar Örn rskennari frá Bandaríkjunum með mikla g fé að aka brautina af öryggi. kynn- ri Morgunblaðið/Ingvar Örn Snöggur ökumaður Dale Lomas í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Hann þekk- ir Nordschleife eins og lófann á sér og er afar snöggur ökumaður. TENGLAR .............................................. http://www.rsrnurburg.com/ Hrátt rými Innanrýmið í brautarbíl er heldur hrátt en lausir vírar tíðkast þó ekki venjulega. Við þetta tækifæri var verið að vinna í bílnum. Græjur Á versktæði RSR Nürburg er mikið af merkilegum og áhugaverð- um bílum. Þarna getur að líta forvera Ultima bílsins sem er hannaður af snillingnum Lee Noble en í dag framleiðir Noble bíla undir eigin nafni. Maður með dellu fyrir mótorhjólum og minjagripum vildi ólmur eignast skírteini yfir keppnisréttindi banda- ríska leikarans Steves McQueens á mótorhjólum, sem var falt á uppboði í Kaliforníu á dögunum. Hann var ekki einn um hituna, því fjölmarga aðra langaði líka í skír- teinið. Því var tekist á um það og stöðugt hækkuðu tilboðin. Þegar spurningum uppboðshaldara um frekari boð var ekki svarað er 42.700 dollara boð lá fyrir sló hann hamrinum í borðið. Dellukarlinn varð því að reiða fram sem svarar 5,3 milljónum ís- lenskra króna fyrir réttindaskírteini McQueens. Það var gefið út árið 1964 og hefur að geyma mynd af leikaranum fræga og undirskrift hans. Skírteinið var meðal gripa á mótorhjólauppboði á vegum Bon- hams & Butterfields-uppboðshaldar- anna í Kaliforníu fyrr í maí. Dýrt gaman Mótorhjólakeppnisleyfi Steve McQueen seldist dýrum dómum á uppboði í Kaliforníu nýlega eða á um 5,3 milljónir íslenskra króna. Keypti skírteini McQueens fyrir stórfé Frægur Steve McQueen var vel þekktur hér áður fyrr. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.