Morgunblaðið - 05.06.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.06.2009, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 2009 4 Bílar Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 BDP 50/2000RS Bónvél SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Heildarlína í þrifum ...fyrir allar gerðir af gólfefnum Puzzi 8/1 C Teppahreinsivél BR 60/95 RS kefli BD 60/95 RS diskur Gólfþvottavélar BR 45/40 C kefli BD 45/40 C diskur Teppahreinsivélar AB 84 Þurrkblásari Nýtt Gólfþvottavéll l Mbl.is/Bílar: Spurt og svarað nr. 141 Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Hnökrar í rafknúnum rúðuvindum Hliðarrúður renna í lóðréttu flókaklæddu falsi. Flókafölsin gegna hlutverki stýringar og þéttingar og eru þeirrar náttúru að þrútna ekki við að blotna. Hins vegar geta þau safnað í sig ryki þar til rúðan fer að stinga við eða stöðvast í falsinu, oft- ast á leið upp. Stöm rúðuföls má liðka á auðveldan hátt þannig að rúðuvindur vinni eins og nýjar. Rúð- unni er rennt alla leið niður. Grönn- um sívölum bursta (eða hálfri þvottaklemmu) er rennt upp og nið- ur fölsin um leið og þau eru ryksug- uð eða blásin. Á bensínstöðvum fæst sílikon á úðabrúsum (sama efni og notað er á stirða rennilása á tjöld- um). Sílikon-efninu er úðað í fölsin og niður með rúðunni sem brátt rennur liðlega upp og niður á ný. Peruskipti og ökuljós Oft er erfitt að komast að til að losa og endurnýja perur í ökuljósum, sérstaklega þeim megin sem raf- geymirinn er. Stundum má sjá starfsmenn bensínstöðva glíma við þetta lítt öfundsverða verkefni. Margur bíleigandinn hefur bölvað hressilega við þessar tilraunir enda munu vera brögð að því að perur sitji ekki rétt í ljósunum. Öll ljósker eru hönnuð þannig nú til dags að stilling ökuljósa breytist ekki þótt ljóskerið sé losað og fest aftur. Oft er mun auðveldara og öruggara að endurnýja framljósaperur með því að losa ljóskerið og færa það framar. Algengt er að ljóskeri sé fest með þremur 6 mm boltum (10 mm lykill). Gæta skal þess að taka ekki á gleri perunnar heldur á perustykkinu. Perurnar hitna mikið og fita í fingra- fari getur eyðilagt þær. Ískrandi þurrkublöð Þótt ískri í þurrkublöðum og þau þurrki illa er ekki þar með sagt að þau séu ónýt. Ástæðan getur verið tjara á vör blaðanna, tjara sem bind- ur í sér fín sandkorn og önnur óhreinindi. Auðvelt er að þrífa þurrkublöð. Svissað er af þegar þurrkuarmarnir eru í uppréttri stöðu. Armarnir eru spenntir upp og blöðin þrifin með tusku vættri með kveikjarabensíni eða ísvara (spritti); vör blaðanna núin þar til tjaran er uppleyst. Þá er borið yngingarefni á blöðin (Son of Gun, ArmorAll eða sambærilegt efni). Stundum getur ískrið verið vegna tjöru á rúðunni sem þá er meðhöndluð á sama hátt eða með sérstöku hreinsiefni fyrir bílrúður. Truflaðir mælar í Ford Focus Spurt: Ford Focus Ambient 2003 er að stríða mér. Snúnings- og hraðamælir detta stundum úr sam- bandi í mislangan tíma, saman eða hvor fyrir sig. Stundum er hitamælirinn sem dauður. Vélarljós í mælaborði á það til að lýsa ekki þegar svissað er á. Stundum er allt mælaborðið óvirkt. Þessar truflanir hafa engin áhrif á gang vélarinnar. Svo geta liðið mánuðir og allt er með felldu. Þegar spurst er fyrir hjá verkstæði umboðsins segjast þeir ekki vita hvað þetta geti verið! Svar: Af lýsingunni að dæma er or- sökin viðnám í aðaltengi mæla- borðsins eða snertitengjum prent- rása. Stundum er mælaborðið ónýtt og þarfnast endurnýjunar. Stund- um má laga þetta með hreinsun tengja og snertiflata prentrásanna aftan á mælaborðinu. Auðvelt er að taka mælaborðið úr. Aftan á því er enginn hraðamælisbarki heldur borðatengi sem auðvelt er að losa. Öll sjáanleg útfelling er þrifin með Contact Cleaner (efni á úðabrúsa sem fæst á næstu bensínstöð). Til varnar gegn útfellingu eru snerti- tengi smurð með sílikonfeiti, eftir hreinsun, (Dielectric Compound) sem fæst hjá N1, Stillingu, Poulsen og víðar. Áður en mælaborðið er sett aftur í er ráðlegt að leita uppi jarðsambönd (svartar leiðslur), losa, þrífa og smyrja þau með sílikonfeiti. Athugið að bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com Stirðar hliðarrúður, ískrandi þurrkur og fleira Morgunblaðið/Kristinn Ískrandi þurrkublöð Þótt ískri í þurrkublöðum og þau þurrki illa er ekki þar með sagt að þau séu ónýt. Höfundur er vélatæknifræðingur Stjörnuleikmaðurinn Andrey Arshavin hjá Arsenal á ekki beinlínis upp á pallborðið hjá konum þessa dag- ana. Þvert á allar staðreyndir um hið gagnstæða segir hann konur ómögulega ökumenn. Aðdróttanir hans og vantrú á kvenbílstjórum birtust í viðtali við enska blaðið Daily Mail nýverið. „Ég myndi aldrei taka konur í ökutíma. Það þarf að byggja sérstaka vegi fyrir þær. Hvers vegna? Jú, mað- ur getur aldrei reiknað út hvers sé að vænta af konu í umferðinni. Sjáirðu einkennilega bílhegðun, beygjandi til og frá og gerandi furðulega hluti, þá veistu það áður en þú sérð ökumanninn, að þar er kona á ferð. Það er alltaf kona,“ segir hann. Arshavin kallaði yfir sig gremju og reiði með um- mælunum. Talsmaður síðunnar Eve Cars, sem helguð er kvenökumönnum, sakaði hann um þekkingarleysi. „Við leggjum til að Andrey kanni málin ögn áður en hann gefur svo stóryrtar yfirlýsingar. Tölulega séð er drengilegra kynið miklu betri og öruggari ökumenn en karlar. Konur eru ekki með jafn- stórt sjálf og karlar, það fara engar sögur af þeim að klessa splunkunýja ofurbíla er þær freista þess að ganga í augu annarra,“ sagði hún. Arshavin hefur verið sagður eiga pólitíska framtíð fyrir sér í heimalandinu þegar fótboltaferli hans lýkur. Miðað við samtalið og fyrri atvik þykir hann þó myndu hafa gott af að taka námskeið í diplómatískri fram- komu. Í einum af bókum sínum skrifar hann nefnilega: „Ef ég fengi tækifæri til að leggja bann við því að kon- ur aki bílum og afturkalla ökuréttindi þeirra, þá myndi ég ekki hugsa mig um tvisvar.“ agas@mbl.is Vill sérstaka vegi fyrir konur Morgunblaðið/Kristinn Vanþekking Ekki eru allir á því að kvenmenn eigi að keyra þó kannanir sýni að konur séu öruggari bílstjórar. SAMKEPPNIN milli BMW og Mercedes Benz hefur lengi verið hörð og virðist ekki ætla að verða lát þar á. BMW kynnti fyrir skömmu til sög- unnar nýja reiðhjólalínu og eru þau farartæki lík- lega þau grænustu sem bíla- framleið- endur geta boðið upp á. Þeir hjá Mercedes Benz verða auðvitað að svara fyrir sig og því hefur stjörnufram- leiðandinn kynnt nýja reiðhjólalínu sömuleiðis þó nálgunin sé aðeins öðruvísi. Á meðan BMW bauð upp á öflug og hátæknileg fjallahjól býður Mercedes Benz upp á keppnis- hjól með sí- gildu hrúta- stýri. Gripur- inn er afar fal- legur að sjá, fágað útlitið og léttbyggt hjólið er smíðað úr bestu fáan- legu efnum enda kostar það enga smápen- inga, hvorki meira né minna en fimm þúsund evrur. Hjólið er að- eins 6,9 kíló að þyngd og verða aðeins framleidd hundrað eintök. Stór hluti reiðhjólsins er úr koltrefjaefni og býr það yfir tuttugu gírum. Restin af vörulínunni inniheldur fjallahjól, líkamsræktarhjól og barnahjól en jafnframt er hægt að fá tilheyrandi fatnað fyrir þá sem það vilja. Græn samkeppni Létt Reiðhjólið frá Mercedes Benz nýtir hátæknileg efni og er aðeins 6,9 kílóa á þyngd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.