Harðjaxl réttlætis og laga - 03.09.1924, Blaðsíða 2

Harðjaxl réttlætis og laga - 03.09.1924, Blaðsíða 2
fengið það orð á sig sem þeir hafa feng- ið, ef þeir væru á sama stigi og þessir amerísku sjómenn. Ekki get eg sagt með vissu hvenær næsta blað mitt kemur út, eg býst jafn- vel við að eg fari ekki fleiri langferðir í sumar, en strax og eg hefi efni í blað þá læt eg prenta það. Reyndar get eg búist við að eg verði að fara í einhverja stutta ferð með borgarstjóra og um- boðsmanni Bandarík j astj órnarinnar, Pétri p. J. Gunnarssyni, en þó er það ekki víst. Kemur það undir því hvort borgarstjóri hefir tíma til að ferðast, eða þá hinu, að búast má við að umboðs- maður Bandaríkjastjórnarinnar verði þegar minst varir kvaddur á ráðstefnu þá sem haldin er í Lundúnum þessa dagana, og verður hann þar fyrir hönd Bandaríkjanna, til að gefa ráð viðvíkj- andi almenningshótelum eða almenn- ingseldhúsum, eg man ekki hvort held- ur er. Moggi færir fólki þær fréttir að eg sé orðinn aðstoðarmaður við „Tím- ann“. það má trúa því hver sem trúa vill, en ekki væri það óeðlilegra þó eg leigði íslenskum bændum starfskrafta mína heldur en að íslenskur þingmaður og íslenskur búnaðarráðunautur leigi útl. kaupmönnum starfskrafta sína, og efMorgunblaðsritstjórarnir vilja rök- ræða þetta við mig, þá er eg til í það. Jæja lesari sæll, eg fer nú að enda þessar línur. það er ýmislegt sem eg hefði viljað fara ítarlegar út í í þessari ferðasögu minni en ástæðurnar leyfa það ekki. Hripað upp í flýti og flaustri. Virðingarfyllst. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum. --o—— Þingvallaför Odds Sigurgeirssonar, 17. ágúst 1924. Eg lagði af stað frá vörubílastöðinni kl. 7 árd. á vörutrogi, en Jón Laxdal var 1 öðrum bíl. A leiðinni var ekki til tíðinda. Frá Miðdal liggur vegurinn um óbygt land að kalla. Landslag er þó ekki ljótt og síst ef maöur horfir lengra frá sér. Eg verð að fara fljótt yfir sögu. Við fórum fram hjá Miðdal, Sæluhús- mu og Vilborgarkeldu og komum a pingvöli. það var í fyrsta skifti sem eg steig þar fæti. þegar eg gekk af bílnum heimtaði eg' að mér væri vísað til umsj ónarmanns- ins, eg ætlaði nefnilega að fá leiðsögu um staðinn. Nú hann var þá enginn til, mér var sagt, að svo djúpar rætur ætti sparnaðurinn í þjóðinni, að búið væri að flæma Guðm. Davíðsson frá þingvöll- um. 0 jæja, við verðum þá að tjalda því sem til er hugsaði eg og lagði aí stað heim á prestssetrið og hugði að reyna að nota klerk eftir mætti, en þeg- ar þangað kom var mér sagt að hann væri ekki heima. Mér leist nú ekki á blikuna, því eg kunni allar íslendinga- sögurnar nærri utanbókar, þá gerði það lítið annað en að æsa upp í mér sult, því nú var margs að minnast, bæði ills og góðs, en frekar þó þess íyrnefnda. Eg skal straks geta þess, að mér fanst staðurinn stórfenglegur og svipmikill, en út í nákvæma landslagslýsingu fer eg ekki, bæði vegna þess að það þreytir þá lesendur sem kunnugir eru staðnum og í öðru lagi vegna þess að Harðjaxl rúmar ekki svo mikið. þegar eg var bú- inn að skoða kirkjugarðinn og lesa á legsteinana sem eru nærri sokknir í jörðu og ólæsilegir fyrir ómentaða menn þá hitti eg vinnumann frá þingvöllum, hann er tæplega miðaldra, óskólageng- inn en það mátti samt tala við hann; mér fanst hann vera vel náttúrugreind- ur maður. Eg gekk með honum að búð- artóftum Hallbjarnar sterka, að skötu- tjöm og að Flosagjá, þar eru miklir pen- ingar í botninum, þar stóðu nokkrir bur- geisar, störðu í botn og voru mjög út- eygir. þaðan hélt eg skjótt á braut ásamt fylgdarmanni minum. Fórum við um Lögberg og skoðuðum Lögréttu hina elstu. þaðan að búðatóftum Guð- mundar ríka og Einars þveræings; það- an héldum við á veginn og yfir öxará á brúxmi fyrir neðan Drekkingarhyl; hann hefir verið mikið aflagaður þegar vegurinn var lagður, rutt í hann miklu grjóti, svo naumast er unt að sjá hans upphaflegu lögun eða hvernig hann var þegar þær sátu hjá honum dætur Guð- mundar gríss. Nú komum við í Al- mannagjá, þar er fjöldi af búðatóptum en flestar ógreinilegar. p ar var Vest- firðingabúð, annars er mjög ilt að segja um það hvar hver búð hefir verið, þó mundi eg treysta mér til að grufla dá- lítið út í það, fengi eg styrk, en líklega fer eg ekki fram á það, því mér flökrar við klíkunni,en eins og menn hafa heyrt er mjög hæpið að nokkur fái bitbein, sem ekki hefir áður smeygt sér inn í klíkuna. 1 Almannagjá settumst við niður, þar drukkum við kaffi, eg lét brýr síga og komst í djúpar hugsanir og fylgdarmaður minn sagði mér seinna að hópur af mönnum hefði komið að okkur og skelt á mig myndavélum, en eg var að hugsa um fornmennina sterku og vígfimu: Hallmund, Gretti, Skarp- héðinn, Kára, Steinþór o. s. frv. Svo var eg líka að hugsa um það hversu lítið fyrirkomulagið hefir nú breyst í þessi nær 1000 ár. pá var það eins og nú, að þeir sem voru frændflestir, auðugastir, ágjarnastir og verstir, þeir kúguðu hina, eyðilögðu og drápu, brendu og banníærðu. pið, sem sögurnar hafið lesið, hljótið að viðurkenna þetta, það er reyndar úr móð að höggva hausa af bol, en það hygg eg stafa af því, að seinni tíma burgeisar eru meiri hag- fræðingar. þeir geta betur notfært sér líf og limi hinna minni máttar á enn arðvænlegri hátt með öðrum hætti. pegar við stóðum upp frá kaffinu, þá gengum við gjána til baka og niður eldri vegixm; hann hefir legið niður af eystri gjárbakkanum, þar sem hann er lægstur. Vegurinn er greinilegur, enda er hann nú ekki svo mjög gamall. Við komum niður að Öxará gegnt hólman- um eða réttara sagt hólmunum, því áin hefir nagað hann í sundur. 1 Öxarár- hólma var Lögrétta á fjórða hundrað ár. Suður með ánni, undir eystri gjár- hamrinum er mesti sægur af tóptar- brotum. par var Njálsbúð, Möðruvell- ingabúð. Gizzur hvíti og Geir goði höfðu og sínar búðir þarna. Annars er ekki svo gott að grynna í þessum búðatóft- um, því þær eru svo ógreinilegar. Á þessum stað féllu þeir Ljótur Síðuhalls- son og Eyjólfur Bölverksson. Ekki er eg vel glöggur á því hvar Valhöll hans Snorra Sturlusonar hefir staðið, en eft- ir því, sem eg kemst næst mun það vera þar sem svo nefnt konungshús er nú, en Grýta er fyrir utan ána, rétt hjá búð þorgeirs Ljósvetningagoða, síðar var þar Lögrétta í langan tíma, nærri 800 ár. það sem mér fanst vanta einna sár- ast var fróður og liðlegur leiðsögu- maður, hann ætti að vera á þingvöllum alt sumarið; eg veit reyndar ekki nema að það væri betra, að gefið væri út greinilegt sögukort af staðnum. það ætti að vera svo glöggt sem framast væri unt, með öllum áreiðanlegum sögu- legum skýringum, sem mögulegt væri að fá. Slík útgáfa mundi margborga sig, mér hefir dottið í hug að eg ætti að reyna að útbúa slíkan leiðarvísi en samt fyndist mér viðkunnanlegra að Forn- leifafélagið eða Sögufélagið gerði það. Umhverfi þingvalla sýndist mér fag- urt en hrjóstrugt er það og harðbala- legt, enda strjálbygt, en menn munu samt ekki búa þar ver en annarsstaðar. Ljótar þóttu mér gjárnar og það er eg viss um, að mai'gri skepnu hafa þær orð- ið að bana eins og kerin sem eru víða þama í sveitinni, í sumum þeirra fund- ust stundum undir 20 beinagrindur af sauðfé í gamla daga. En Jónas heitinn í Hrauntúni hamraði það í gegn, að ker- in væru löguð þannig, að kindurnar sem leituðu þangað á sumrin, undan hita og flugu, gætu gengið upp úr þessum stöð- um. þetta var eitt af því sem sá mæti maður kom í gegn í sveit sinni. Jónas var bæði góður drengur, skynsamui', duglegur og hagsýnn. Til dæmis má geta þess, að fyrst þegar það kom til tals á Alþingi, að landið tæki að sér alla kolaverslun, þá var Jónas í Hraun- túni ákafur fylgismaður þess. En eitt var það sem mislukkaðist hjá Jónasi, það var uppeldið á honum Halldóri. pað má segja, að það hafi farið alveg út um þúfur, því Halldór hefir fallið svo djúpt, að gerast kosningasmali fyrir Jón porláksson. það er sorglegt, þegar svona fer, eg hugsaði þó lengi vel að Halldór væri mannsefni, þó er ekki vonlaust um að Halldór Jónasson frá Hrauntúni rísi einhverntíma úr öskustónni. o »Af aur verða svínín feitust«. Aður fyr var öiglufjörður fremur óþverralegur „staður“. þaðan var stunduö hákarlaveiði mikii, og þóttu Siglfirðingar vei íengsæiir. Lifrina keypti Grána gamla fyrir hæfiiega lít- ið og iét bræða á staðnum; geröi það þef mikinn. Svo voru hákarla- skrokkar allir heygðir á staðnum, tii þess að þeir tækju að rotna, og er þeir höiöu uidnað nóg, voru þeir moldu sviftir og upp hengdir í hjalla ram- gjörfa, þótti þá sumum þefurinn aukast nokkuð. Svo komu Norðmenn og Svíar með skólíur og rekur, þeir veiddu síld og iögðu á land á Sigluíiröi til kviðslita og söltunar, vai'ö þá gott til vinnu, er menn sem unnu aö kviðslitum, höföu þreföld laun við þá sem íramleiddu kýrfóður bænda. Mikið barst þá að, svo ekki varð öll síldin nógu fljótt á hol rifin, tók hún þá aö úldna mjög, þá var henni mokað í hrúgur hér og þar, einnig fengu kvið- ir allir og innýfli að rotna í friði og ró. Úr þessu rann feiti mikil og brák, sem ílaut um s t a ð i n n, allan neðan- verðan, enda mátti þar oft sjá íeitan fót í þá tíð. Af þessu öllu gerði daun svo illan að ferðamenn þeir er til Siglufjarðar komu, og ekki gufuðu straks upp, hurfu algerlega ofan í sjálfa sig. Kaupmaður einn átti sér púka sem honum hafði gefinn verið. Púkinn vai' ódæll mjög, latur og þreifst illa. Sökum þess, hve ófús hann var til allra verka, var hann Öfús neíndur. Kaupmaðui' þessi, sem var mesti sómamaöur, haíði einhverra hagsmuna að gæta á Siglu- firði. Leggur upp með nesti og nýja skó og tekur Öíús með sér. pegar til Siglu- fjarðar kemur, bregður svo við, að púk- inn lifnar allur og verðui' fús til ails nema vinnu. pegar kaupmaður hafði staðið við í nokkra daga og lokið erindi sínu, kem- ur hann að máli við púkann og segir: Eg sé það Öfús mixm, að hér munir þú þrífast vel, og mun það stafa af and- rúmsloítinu, sem mun eiga svo vei við þig. pessvegna hefi eg ákveðið að setja hér upp útibú frá verslun minni, og vil eg íela þér umsjón alla, ef þú ert til þess fús. Til þessa kveður Ófús sig fús- ari vera, og tók hann nú að tútna nokk- uð að púka sið. Síðan hefir púkinn tútn- að svo, að nú má heita að hann standi á blístri. Ekki vil eg skifta mér mikið af púka þessum, enda mun skaði hverju mál- efni að hann komi nærri. En af því að Ófús fýsti að físa að fi’iðsömum ferðamanni, fanst mér rétt að minnast helstu æfiatriða púkans. Enginn hefir enn lagt svo ilt til Oddi Sigurgeirssyni, að hann hafi ekki þegið laun nokkur, og mun eg hér eftir sem undanfarið reyna að sneiða hjá ólykt- inni. --o- C3-lettin.gu.r. Á Siglufirði er gefinn út blaðsnepill með þessu nafni. Blað þetta er sorpblað í orðsins fylstu merkingu. Ábyrgðar- maður kveðst Sophus Árnason vera. Ritstjóri mun vera lítið merkilegri mannpersóna, þó heíir hann samt svo mikla sómatilfinningu, að hann vill ekki láta þrykkja nafn sitt á blaðið. pað sem blaðið aðallega íjallar um, eru mykjuhaugar og ýldupollar, og svo er klámi dreift um blaðsíðurnar til og frá til smekkbætis. Eg kom til Siglu- fjarðar í sumar einu sinni, þá þótti út- gefendunum bera vel í veiði og hugðu að gæða lesendum sínum á nýnæmi. Svo er mér nefnilega farið, að Guði almáttugum hefir þóknast að gefa mér ekki jafn fullkomið málfæri sem flest- um mönnum öðrum, og er eg linmæltur og get ekki borið rétt fram stafina s og r. parna sáu ritstjórar Glettings sér leik á borði og hnoðuðu saman klausu sem þeir þóttust hafa eftir mér. Auð- vitað hefi eg aldrei talað þau orð sem þar eru tilfærð, svo þessi klausa er til- búin lygi, og er það sá eini frumiegi skáldskapur, sem eg hefi séð blað þetta flytja, því klámið og alt annað sem í blaðinu er, hafa útgefendumir snýkt og snapað hér og þar. Af þessu getur almenningur séð hve miklir andans grósserar standa að Gletting. Eg skal viðurkenna, að eg er gaman- samur, bæði við sjálfan mig og aðra. En þennan leik, sem Glettingur hefir hafið við mig, get eg ekki tekið sem grín. pað verður ætíð tilfinningamál, þegar mönnum er núið því um nasir, sem þeim er ekki sjálfrátt. Ef eg lifi lengi þá skal Glettingur komast að því, að eg get bæði skrifað s og r, þótt eg eigi erfitt með að bera þessa stafi fram. --o- Séra Tryggvi og eg. Eftir að grein mín birtist í Tímanum fóru nokkrir auðvaldsdintlar að hafa orð á því við mig, að eg ætti að taka að mér að verða fjósamaður í Laufási hjá séra Tryggva. En það get eg sagt öllum góð- um mönnum, að eg myndi ekki skamm- ast mín fyrir slíkt starf, því minn hugs- anagangur er annar en sá, sem fægði skríllinn hefir. Eg ber engan kinnroða fyrir það þótt eg hafi verið, sé og verði til uppbyggingar í þjóðfélaginu, þó það þyki ekki fínt nú orðið, og eg sé ekki móðins. En hvað Tryggva viðvíkur, þá álít eg hann góðan dreng, og það var hann sem hjálpaði mér þegar gengið var næst lífi mínu fyrir norðan. Og ef honum liggur á hjáip við búverkin, hvort held- ur í fjósinu eða annarsstaðar, þá er eg fús til að rétta honum hönd. En til eru þau vik, sem eg ekki vildi leysa af hendi, og illa væri eg staddur ef eg léði mig til þess að standa í skítkasti og blekaustri fyrir baunverska braskara til þess að blinda íslensku þjóðina, blinda hana til þess að hún sjái ekki þegar kræklóttar auðvaldsklærnar eru að draga frá henni bjargræðið.

x

Harðjaxl réttlætis og laga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harðjaxl réttlætis og laga
https://timarit.is/publication/763

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.