Harðjaxl réttlætis og laga - 03.09.1924, Blaðsíða 4

Harðjaxl réttlætis og laga - 03.09.1924, Blaðsíða 4
4 [ j,H ARJ) J AXL Hníttín svör. Einhverju sinni var í Reykholti vinnumaður sem Ólafur hét. Hann var af sumum haldinn fáráður. Ólafi var lít- ið gefið um grauta og annað þunnmeti. Einhverju sinni á túnaslætti er Ólafur við messu. þegar inn í bæ var komið segir prestur við hann: — Jæja, Ólafur minn, líklega hefir þú haft lítil not af því sem sagt var af stólnum í dag, eða manst þú nokkuð af því sem sagt var? — Skárra væri nú ef eg myndi það ekki, sem blessaður presturinn talaði um dásemdarverkið, þegar mettaðir voru 5000 menn með fiski og brauði. par vor-u nú ekki grautarnir, líklega hefði hann nú samt getað haft það graut, ef honum hefði þótt það nokkuð betra. Einu sinni var Eyjólfur, sem stund- um var nefndur ljóstollur, á gangi niður í Rvík. pá var hann, eins og oft vildi bera við, dálítið við skál. Nú hittir hann landshöfðingja niður á Lækjargötu og fer Eyjólfur að rabba við hann. þetta sér lögregluþjónn og vill ekki láta Eyfa gamla tefja landshöfð- ingja og segir: — þú ættir nú Eyjólfur minn að koma þér í rúmið, því þú ert nú orðinn svo fullur, að þér sést yfir sjálfsagðar kurteisisskyldur, þar sem þú þúar yfir- vald Islands. Eyjólfur svarar: — það er mín regla, hvort eg er full- ur eða ófullur, að þúa guð og góða menn, en aftur á móti gleymi eg aldrei þeirri sjálfsögðu kurteisi að þéra yður og andskotann. ----o---- Að dvelia. í gamla daga var sögnin að dvelja einkum notuð um smælingja. Til dæmis var kallað, að koma umkomulitlum börnum í dvöl. Nú hefir Morgunblaðið snúið þessu við í hendi og notar nú sögnina að dvelja eingöngu um fínt fólk, og helst ríkisbubba, t. d. má löngum sjá í dálk- um þess, að þessi eða hinn burgeis hafi farið til sumardvalar eða dvelji erlend- is, dvelji á Akureyri, dvelji hér í bænum um þessar mundir, dvelji á Englandi, dvelji í þýskalandi. Einnig dvöl og dval- arstaður er í Mbl. aðeins notað um fína menn og ríka. Eg er að vísu ekki ríkur, en þar sem eg er orðinn rithöfundur og ritstjóri, vil eg mælast til þess, að þeg- ar Morgunblaðið getur um ferðir mínar út um landið, þá sé það orðað þannig: Rithöfundurinn Oddur Sigurgeirsson af Skaganum, formannssonur og skálds, dvelur nú á, (t. d.) á Siglufirði, dvelur á þingvöllum o. s. frv. þetta getur þó vitanlega því að eins komið til mála hjá Mbl., að Fenger leyfi, en ef Fenger ekki vill, þá má altaf síma til Berlims. En ef Rerlimur heldur ekki vill, þá verður vitanlega sjálfhætt, að geta um ferðir mínar í Morgunblaðinu. ---o-- Fening-arnir. þrátt fyrir það, að eg hefi allmjög látið til mín taka í stjórnmálum nú á síðari árum, hefi eg ekki tekið að mér að gagnrýna gengi íslenskrar krónu. það eru nú ekki í rauninni nema sex ár síðan að við gátum farið að tala um íslenska krónu. þangað til voru það í rauninni danskar krónur, þótt nokkrir heimskingjar kölluðu þær „baunversk- ar“ eða „berlimskar“. En burgeisarnir sáu sér hag í því að lækka gengi á íslensku krónunni eftir að þeir voru búnir að fá lánað nógu mikið af þessum íslensku krónum hjá Islandsbanka. það gerði ekki mikið til í þeirra augum þó verkamenn og sjó- menn fengju að borga mismuninn. En alþýðan er búin að átta sig á þessu, enda hefi eg ekki látið mitt eftir liggja, að koma fólki í skilning um þetta mál, á milli þess sem eg hefi ver- ið að skamma moðhausana hjá Mogga. Duldir hæfileikar. Oft og alvarlega hefi eg skorað á borgarstjóra, að veita mér atvinnu, og ætti það ekki að vera neitt vandaverk, svo mörgum starfshæfileikum er eg gæddur, atgerfi mitt er alkunnugt, þó eg sé víðfrægastur fyrir sjómensku og ritstörf. þar skara eg líka fram úr að allra dómi, og víst mætti Tryggvi gæta sín, ef eg væri í þjónustu Morgunblaðs- ins, en mútur þygg eg ekki, því lýsi eg yfir. Nú vil eg enn einu sinni benda borg- arstjóra á, að miklu gæti eg afkastað ef mér væri falið eitthvert starf við mitt hæfi, t. d. aðstoðar-borgarstjóra- staða, aðstoðar-áfengisvörður eða ein- hver virðuleg aðstoðarstaða. Og víst er um það, að víða vantar aðstoð og eg er reiðubúinn til aðstoðar á öllum sviðum,! þar sem eg get látið mína margvíslegul hæfileika njóta sín. ---o---- Glóðaraugu. Yfirlýsing. Eg lýsi því hér með yfir að eg er sá mesti og populerasti rithöf- undur, sem alt til þessa heíir risið upp á íákaganum. Bankinn í tírindavík. Já Kjarvaþ'ef að þú værir oröinn bankastjóri í Grinda- vík, þá væri meiri ástæða til að dintasí utan í höfðingjum, háleitur á götunni og líta ekki við sjómönnum né verka- mönnum. pú varst þó einu sinni sjómað- ur eins og eg, þó að þú værir aldrei sterkur eins og eg. Nú erum við báðir rithöfundar og ert þú þó síst populer- ari en eg, svo ekki þarftu þessvegna að skammast þín fyrir að taka ofan fyrir mér á götu. Flugleið. Vísir skýrði frá því að ítölsku flugmennirnir hefðu t komið sömu leið og þeir amerísku: Rétt fyrir austan Ingólfsstræti. Hluthaíaskráin. Herra Jón Kjartans- son! Munduð þið eftir því að biðja Fritz Nathan Abrahamsson um að skila til Berléme, að eg krefðist þess að fá að sjá hluthaíaskrána. Flugmenn, ferðamenn og fatnaður. Fyrir skömmu komu hingað til landsins amerískir flugmenn, í tveim flugvélum, og er það stórviðburður í sögu lands- ins, því áður hafa menn ekki flogið hingað til lands. þá komu hingað mörg herskip, með fjölda hermanna, bæði yf- irmenn og óbreytta hermenn. I sömu viku seldi Haraldur óvenju mikið af silkinærfatnaði. Tappar, templarar og tómagóss. óár- an er nú mikil hjá áfengissölum Reyk- javíkur. Fyrst og fremst of margir um atvinnuna og svo er ógnar hallæri hvað viðvíkur töppunum og tómu flöskunum. Mun það mest stafa af því, að Jón por- láksson veitir ekki nógu ríkulegar und- anþágur frá innflutningsbanni á er- lendu öli. Samt urðu þeir fyrir happ- drætti í surflar einu sinni, það var mánu- daginn eftir að templarar héldu hátíð- ina upp hjá Lækjarbotnum. þá sendj samband íslenskra vökvasala flutnings- bifreið á skemtistaðinn og flutti hún ógrynni af tómum (límonaði?) flöskum niður í borgina. Fákur, f járhætta og fáráðlingar. Veð- reiðar voru háðar á skeiðvellinum sunnudaginn sem eg fór til þingvalla (17. ágúst). Kapphlaup hestanna byrj- uðu skömmu eftir ákveðinn tíma, en fjárhættuspilið nokkru áður og fjöldi fáráðlinga lét trekkja sig þar upp. Á öllum sviðum eru framfarir. 1 áttina. Meðal annara umbóta sem eg stakk upp á í „Hnútasvipu” minni var að leggja mætti niður sendiherra- embættið (það var áður en alþingi fjall- aði um málið). Einnig vakti eg athygli manna á því, hversu mikið ólag væri á ístöku hér í bænum. Hvorutveggja þetta hefir verið tekið til greiná. Sveinn kominn aftur í sína sveit og bæjar- stjórnin farin að undirbúa ístökumálið. Stórnaglasen. Eitt sinn vai- Einar með fullar hjólbörur af fiski á leið upp Laugaveg. En á móts við lyfjabúðina bilaði ásinn úr börunum. þá kallar Ein- ar til manns sem var nærstaddur: Nú væri gott að ía stórnagla-s e n. Ný tekjugrein. Eftir því sem Vísir segir 22. þ. m., þá er Gvendarbrunna- vatnið að ryðja sér til rúms í Skotlandi. „þess skal getið sem gert er“. þórður Sveinsson læknir á Kleppi hefir lagt fram mikið og óeigingjarnt starf til út- rýmingar sullaveikinni á Islandi. Hann hefir barist fyrir því að tuttugu, einu heilbrigðu hundarnir á íslandi, yrðu drepnir. s I Maður kom nýlega inn í húsgagna- verslunina Áfram og bað um einn fýr- tommunagla. Einhver kunnáttumaður- inn sem þar var staddur sagði að svo stóra nagla hefðu þeir ekki til. „Fyr- irgefið“, sagði maðurinn, „naglaversl- unin er víst flutt“. Ossarar. Ólafur hét maður og var kallaður Gossari, og olli því ákveðinn tilverknaður. Nú hefir vissum mönnum þótt mikið til þessa nafns koma, en ekki þorað að taka það upp óbreytt og hafa því slept fyrsta stafnum framan af, og tekið upp viðurnefnið Ossari. Verður hið sameiginlega heiti þeirra Ossarar. Hættii'. þessir menn eru hættir, að minsta kosti í bili: Símon, Ásgeir, Bjarni og Hagalín? að ónefndum Lúð- vík, sem er steinhættur. Og hugsa sér Símon, sem er búinn að drekka í mörg herrans ár eins og eg, breiður eins og eg, sterkur eins og eg og hávaðamaður eins og eg. Hættur eins og eg. En Mangi er óhættur enn. ■ Eg respektera þá menn sem hætta eins og eg, því það er aflraun stíf. Bara þeim gangi nú eins vel að halda bind- indið eins og þeim gamla sterka af Skaganum. Jónas frá Hriflu, sem nú er í Noregi, fór þangað til að hafa tal af bændum. Heyrst hefir hér í bænum, að hann ætli að slá Norðmenn um peninga til að gefa Tímann út. Ef það misheppnast skal eg, Oddur Sigurgeirsson, sjómaður, rithöfundur, formannssonur, skáldsson- ur af Skaganum, Spítalastíg 7, lána hon- um kjallarann í blaði mínu fyrir grein- ar um búskap og bankamál, skáldskap og æfisögur. Herra Snarkjaftur. Grein þína um gjálífi ungdómsins get eg ekki tekið, því mér finst þú vera of æstur. öðru máli er samt að gegna ef þú vilt setja undir hana fult skýrnar- og föðurnafn, ásamt götu- og húsnúmeri. Ritstjóri þessa blaðs óskar eftir að ritstjórar og útgefendur annara blaða vildu senda sér blöð í skiftum fyrir Harðj axl. Samt ætlast hann ekki til þess að neinir hafi svo mikið fyrir þessu, að þeir fari að síma eða skrifa til Dan- merkur til þess að fá leyfi, og síst af öllu ef viðkomendur framleiða næga hringavitleysu sjálfir. Litaskifti. Vinaminni var áður rautt, en er nú orðið gráleitt, líkt og hulið teleplasma. Sennilega verður skift um nafn á því eftir þessu. Moggi segir að flugmennirnir hafi borðað kl. 3 um nóttina áður en þeir lögðu upp í Grænlandsflugið. Hvað borð- uðu þeir? það hefir víst ekki verið moð- haus með fjólum í eftirmat? Vegna þrengsla verður margt að bíða næsta blaðs, þar á meðal bréfkafli úr Ámessýslu og viðtal við Jósefínu. Spuming. Hver er munurinn á Boc- caccio og Sigurði svarta? S v a r: Ritverk Boccaecios munu geymast um aldur og æfi en klámi Sigga teturs keppast allir við að gleyma. Eineygður himbrimi. Graetz olíugasvélar svíkja engan. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. ALLSKONAR gull- og silfursmíði fljótt og vel af hendi leyst hjá Guðmundi þorsteinssyni, Bankastræti 12. Eggert Brandsson fisksali er á Berg- staðastræti 2. Talið við hann, ef ykkur vantar í soðið. Fyrir hvað er Hannes Jónsson fræg-astur ? G-óðar vörur ogódýra sykurinn Góð mjólk. Gott kaffi. Gott brauð. LITL A KAFFIHÚSIÐ, Bergstaðastræti 2. Leírvörur, glervörur og húsáhöld, hlægilega ódýrt. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. TAPAÐ. Bauk hefir tapað maður með tréstút og skrúfuðum tappa í neðri enda. Ritstj. vísar á eiganda. AUGLÝSING. Ibúð óskast til leigu, handa barna- fólki. Skrifleg tilboð sendist ritstjóra merkt 44. I tilboðinu skal tekið fram, ef um fúna og saggaða kjallaraholu er að ræða, hve margir cm. eru undir loft, og svo ef gluggi er nokkur og snýr ekki í norður, hve mikið skal borgast fyrir sólskin og hve mörg ár borgist fyrir- fram. Nokkur stykki eru enn óseld af „Hnútasvipu“ minni. Einnig hefi eg enn nokkur eintök af æfisögu minni. Oddur Sigurgeirsson, Spítalastíg 7. Heima kl. 7—8. Öfund. Aumingja Moggi. Nú er hann farinn að finna nekt sína. Hann öfundar Tímann af því að fá greinar frá Oddi Sigurgeirssyni. þetta er ofur eðlilegt, því Oddur fer ætíð rétt með einfaldar beygingar í íslenskri málfræði. En eng- inn vill hjálpa danska Mogga. Gamall bæjarmaður. ----o---- Síðustu fregnir. Morgunblaðið skýrir frá því s. I. sunnudag, að lítflutningur vara í júlímánuði þ. á. hafí numið 18 milj. og 600 þús. króna. Hve mikið skyldi íslenska krónan falla við þetta? Ritstjóri, eigandi og ábyrgðarmaður: Oddur Sigurgeirsson, rithöfundur af Skaganum. Afgr. Spítalastíg 7. Opin kl. 7—8 alla daga. Sími 1477. Prentsmiðjan Acta.

x

Harðjaxl réttlætis og laga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harðjaxl réttlætis og laga
https://timarit.is/publication/763

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.