Harðjaxl réttlætis og laga - 03.09.1924, Blaðsíða 3

Harðjaxl réttlætis og laga - 03.09.1924, Blaðsíða 3
HARÐJAXL 3 Þjóðfélagið. Já, hvað er þjóðfélagið? það er „hlut- ur“, sem ekki þykist vera til fyrir mig, gamlan og sterkan sjómanninn, en krefst þess, að eg, sem er nú þektur rithöfundur, sé til fyrir þjóðfélagið. í mörg ár þrælaði eg á skútum og opnum bátum; þá vildi enginn líta við mér nema Sigurður frændi minn, þegar hann skaut yfir mig skjólshúsi á lands- ins kostnað. Nú er öldin önnur, nú ferð- ast eg um borg og bý og höfðingjarnir taka ofan fyrir mér. — Já, margt er manna bölið og misjafnt drukkið ölið. Sumir þamba „spírann“ með merki fjór- ir þumlungar, en aðrir „glussa“, með merki skelfing. En eg, formannssonur- inn, berst á móti andatrú og burgeisum. Frú Sigríður, Árni og Ástvaldur elska mig, en ekki á eg upp á háborðið hjá Sigurjóni á Álafossi og bróðir Mika. Sumir spyrja mig, hvort eg vilji ekki heldur standa í þessu en slást við skítuga Flandrara. því er þar til að svara, að ekki hefir því verið haldið fram til þessa, að bróðir Mika hafi ver- ið of hreinlegur. — 1 norðurförinni reyndi eg margt, sem sjá má á öðrum stað í blaðinu, en verst var þó á Siglu- firði, þar sem ýmsir reyndu að svelta mig í hel. Héldu víst ýmsir minniháttar legátar, að eg gæti lifað á loftinu, eins og hún Solveig sálaða frá Miklabæ. En Oddur gamli er ekki ennþá í Haraldar- sveitinni, sem svífur um, syngjandi sálma og saltaríum, sem rekur sára- bindi út úr endaþarminum, rétt eins og þegar Eyþór slátrari rekur garnir úr geldri rollu. — Einar heitinn Hjörleifs- son var á ferðinni norður þar skömmu áður; stafaði víst frá honum trúin. Hann sat stórstúkuþing. Enginn skyldi trúa því, að Einar heitinn sé svo bæn- heitur, sem raun er á orðin, því að víst var það hann, sem með aðstoð bróður Mika læknaði vantrúna í Grímsey, svo að nú gengur Jón Magnússon þar ljós- um logum, en er samt bráðlifandi suður í Reykjavík. — Meira mætti um þessi dularfullu atriði skrifa, en slept verður því að sinni. 1 næsta númeri mun birt- ast þýðing á grein um mig, sem birtist í ensku stórblaði síðastliðið vor. --o---- Mikill aíli. Undanfarið hefir aflast meiri fiskur en dæmi eru til undanfarna áratugi. Má svo heita, að fiski hafi verið mokað hér á land í öllum fiskistöðvum, en þó mest í Reykjavík, en þó er ástandið svo, að hér er ekki hægt að fá fisk til matar. Til mín kom maður, gamall bæjar- maður, sem á tólf börn, og kvaðst ekki geta neinstaðar fengið fisk í soðið, hann hafði leitað með öllum fjörum, á öllum torgum hjá öllum fiskkaupmönnum, en hvergi var fisk að fá. Er stór vanvirða slíkt framferði, að senda allan fisk út úr landinu, svo börn fiskimanna og verkamanna verða að svelta vegna fiskleysis. það er ekki nóg þó að Kjartansen og annað Moggarusl rífi út sinn áður full- kílda kvið með lundakofu og lamba- kjöti á 6 kr. kg. Svei! Svei! o Vanvirða og óþægindi. Merkilegt þykir mér, ef enginn hefir veitt því eftirtekt, hve fáir eru hér pissukrókar. þeir eru aðeins tveir og báðir fyrir neðan læk. þetta ber vott um sóðaskap, en síður um fátækt, því að naumast getur það kostað stórt „kapítal“ að koma upp einu eða tveimur slíkum mannvirkjum, en á því er brýn þörf. I þurki má oft sjá stóra læki renna yfir fjölförnustu gangstéttir borgarinnar. „Sívilíseraðir" menn, sem vilja ekki trampa í slíku, verða að krækja fyrir þetta út á hrossagötuna. það virðist vera óþarfi að baka gjald- endum kaupstaðarins slíka annæðu, enda ekki hættulaust; eg var einmitt að hoppa yfir slíkt vatnsfall, þegar eg varð undir bifreiðinni í fyrra. í lögreglusamþykt Reykjavíkur er lögð refsing við að hneyksla menn inn- an lögsagnarumdæmisins. En hvað á að gera? það er ekki gott fyrir ókunnuga að leita uppi þessa tvo staði, sem eg áður nefndi, að eg nú ekki nefni kven- fólk, sem ferðast hingað. Fyrir það er ekkert afdrep frá því opinbera; eg veit til þess, að það hefir stundum komist í slík vandræði, að það hefir hlaupið inn í alókunnug hús í slíkum nauðum. En karlmenn hlaupa oft inn í port og alls- konar króka, og verða þeir þá að láta ráðast, hvort þeir verða fyrir fjárútlát- um eða ekki. Slíkt er hvorki skemtilegt fyrir hlutaðeigendur né heldur áhorf- endur. — Síðustu mánuðina hefir mik- ið verið skrifað í blöðin um Berlimi, en eg mun vera sá fyrsti, sem tek málið frá þesari hlið. --o-- Bæjarbragur Odds Sigurgeirssonar, sjómanns. Lag: Hann Árni er látinn í Leiru. Fjörugt er líf þar í landi, og loftið svo fádæma gott. Fagur og frjálslegur andi, flest ber þess ágætis vott. — Dásöm er dýrðin í bænum, og dæmalaust ununar-rík; nautn þar að sveima hjá sænum, með siöferðisdrósum úr Vík. / þar eru Bíó og „böllin“, og „bílar“ um staðarins torg. — Mikið um skemtan og skröllin og skrautið í þessari borg. Og óminniselfur þar glitra, þó aðflutningsbannið sé traust, því mörg er þar myrkranna kytra og mjöðin seld takmarkalaust. þai' „smygla“ þeir „spóla“ og „brugga“, og spai'ka svo lögunum á. — Dóms þótt að dynji’ á þeim skrugga þeir drekka’ aldrei meira en þá. Alt er til andlegra þrifa, já, ekki’ er þar hugsunin sýkt. þar er þó lystugt að lifa, og lífið svo viðburðaríkt. Og drósir um götur þar ganga, með glóandi fagurrautt hár. Að aftni þeim oft fer að langa í amorsins spenvolga tár. Já, margur er maðurinn kátur og meyjanna ginnandi hold. Á landi, þó brotni’ í tvent bátur, það ber tíðum við hér á fold. En Oddur hinn stóri og sterki, hann stingur á meinanna kýl. Með Svipunni vel er að verki, og' venur hér bæjarins skríl. En best stýrir borginni’ hann Knútur, og bendir á velferðai’mál. þótt oft fái’ hann ámælis-hnútur, þá er hann þó bæjarins — sál. Hann vill ekki’ að börnin sín bresti, né bregðist nein atvinnugrein; og hatar djúpt heimskunnar lesti, því lund hans er göfug og hrein. -----o---- Xj am"b a.d.ráp Föstudaginn 15. ágúst þ. á. skrifar einhver P. P. grein í Vísi. Minnist hann þar á þá misþyrmingu sem á sér stað á framleiðslunni, þegar lömbin eru tek- in og drepin rétt þegar þau eru nýbúin að læra átið. En höfundurinn hefir tekið þetta frá dálítið annari hlið en þeirri sem mér þykir helst snúa að okkur. þessi höf- undur er auðsæilega dýravinur og telur það illa meðferð að taka unglömbin og eta þau. En það má sá góði mann vita, að til þess er fénaðurinn alinn upp, að hann verði etinn, og það að flytja lömb- in á bifreið, það þykir mér alls ekki ómannúðleg meðferð, heldur þvert á móti. það er sú „praktiska“ hlið máls- ins sem þarf að ræðast og ættu menn að skilja það, að skaði er það fyrir þjóð- ina, að tekin skulu fráfærulömb og slátrað; þá glás eta heldur ekki aðrir en hrafnar og bui'geisar, en þeir þyrftu að fá eitthvað annað til að japla á í júnímánuði, til dæmis knallhettur eða kransaugu. Eg læt nú hrafna greyin vera, en það er alt verra með burgeis- ana og sparnaðarhugsjón þeirra. Og eðlilegt er að Vísir vilji sem minst um það tala. --o- Heilræði. Fyrir allmörgum árum síðan vai' maður að nafni Páll Stefánsson vika- piltur við eina af stæri'i verslunum þessa bæjar; í hjáverkum hafði hann tekið sér fyrir hendur að semja ritgerð um sauðfjárrækt og hunda, var slíkt af svo mikilli fáfræði samansett, sem af slíkum manni mátti vænta, hefði senni- lega ekki verið minni skynsemi í því, þó hundarnir hefðu tekið sér fyrir að rita um Pál. En skamt er öfganna á milli; nú hefur Páll Stefánsson frá þvei'á, — en það mun sennilega vera sami maðui’inn, — gerst eyðufyllir í dálkum danska Mogga, og hrúgað þar saman fúkyrðum og svívirðingum um menn og málefni, sem hann ekki ber minsta skyn á; er fólskan og illyrðin á svo háu stigi, að undi'un sætir, að nokkurt blað skuli leggja sig niður við að birta slíkar ritsmíðai'. Nú ætla eg að leggja honum heilræði, sem er það, að hann noti næstu frístundir sínar til þess, að reikna út og meta til verðs, velgefnar heimasætur, til athugunar fyrir efnalega velstæða fyrvei'andi samherja sína (þ. e. pipai'sveina), sem verið hafa óheppnir í kvennamálum, ef vei’a kynni, að þeir gætu bætt sér upp einstæðingsskapinn, með því að pen- ingar væru í boði. --o--- StökuLi? tileinkaðar Oddi Sigurgeirssynl sjóm., með tilhlýðilegri virðingu/ Nú er hetja víst að verki, veistu þjóð að Oddur sterki er þitt mesta undra barn. Honum áttu helst að launa „Hnútasvipu“ og reyna’ að bauna andatrúnni út á hjarn. Vinnur hetja’ á láð og legi, lipur bæði’ á nótt sem degi, iðjusamur alla stund. þorskhausa hann mýldi mai’ga, Moggadóti vill nú fai'ga; lítur danskan lepp sem hund. Áfram! því með báli’ og brandi berstu andatrúar-fjandi, láttu’ ei Halla hafa frið. Kristnaðu betur fjólu-froskinn, festu öngli’ í danska þorskinn. Glímdu þverár gradda við. Gamall bæjantiaður. ----o---- Kœra. þegar eg var nýkominn af Siglufirði, var eg áreittur og út af því máli hefir þessi kæra risið. I gærkveldi um. kl. 91/2 var eg stadd- ur ofantil við Steinbryggjuna, réðst þá að mér maður nokkur, Hjörtur Daní- elsson Hjaltalín að nafni, með illyrðum og ofbeldi. Var hann sýnilega drukkinn, enda hampaði hann flösku framan í mig og er hann hafði sopið úr henni, fleygði hann henni í mig. Meiddi hann mig á fingri, svo úr blæddi. Sýndi eg áverkann þeim Hendi’ik J. S. Ottossyni, Vestui’- götu 29 og Erlendi Erlendssyni Lauga- veg 16. Ýmsir heldri borgarar stjökuðu við mér og reyndu að æsa okkur saman. Leyfi eg mér hérmeð að kæra Hjört þenna cg krefjast þess, að honum sé gert að greiða mér bætur fyrir ávarkann og sársauka og að hann sé dæmdur í sekt fyrir drykkjulæti og óspektir. Sem vitni leyfi eg mér að tilnefna þá Hendrik Ottósson, Ársæl Sigurðsson cand. phil. Nýlendugötu 13, Jón Bryn- jólfsson blaðamann við Alþýðublaðið, Kristján Gestsson verslunarmann hjá Haraldi Ái-nasyni, Júlíus Borgfjörð Bergstaðastíg 36. Reykjavík 7. ágúst 1924. Oddur Sigui-geirsson, sjóm., Spítalastíg 7. Til lögreglustjói’ans í Reykjavík. Lögreglustjóri hefir ekki viljað sinna kæru þessari — sem svívirðilegt er. ---0-- Landsbankinn. það gengur margt öfugt með þjóð vorri, eins og t. d. það, að Kjarval mál- ar Gi'indvíkinga í Landsbankann í Rvík eins og það sé ekki nóg af duglegum, gömlum og skeggjuðum sjómönnum hér í höfuðborginni. Eg er á móti Kjarval í þessu. Nei hann ætti að skreppa austur í Brúnavík æskustöðvar sínar og taka þar stórlán til að stofna banka í Grindavík, þá stæði það svei mér betur af sér, að sjá Gi’ind- víkingana vaða uppi í bankanum þar. þá væi-i Kjarval frjáls að því að gefa sínum Grindvísku tilhneigingum lausan tauminn. Eg er ákveðinn andstæðingur Kjai'- vals í þessu máli. það er allhart þegar maður er kominn svo hátt í sjómanns- tigninni, að búið er að skíi’a mótorbát í höfuðið á mér, og útlendir og inn- lendir keppast um að taka af manni myndir: Danir, Englendingar, Norð- menn, Svíar og Færeyingar,að ógleymd- um Ríkarði Jónssyni og Lofti Guð- mundssyni, sem báðir hafa lagt fram snild sína í því að gera myndir af mér. En svo hefir Kjai*val hvorki smekk né vit á að velja slíkar fyrirmyndir í Landsbankann. Svei bara! Læknirinn á Siglufirði tók mér ágæt- lega, gaf mér kaffi hjá frúnni inni í sinni fínu stofu og keypti Hnútasvip- una og Ferðablaðið, enda má hann eiga það, að hann er náfrændi ólafs Frið- rikssonar, en mágur Ólafs Thors og heitir Guðmundur. ----o---- Vottorð. Mjer er ljúft að votta hr. Sæmundi Gíslasyni lögregluþj. að hann fari með rétt mál í Alþ.bl. 15. ágúst. Eg var mjög hart leikinn af ungviði Reykja- víkur á þessum stað, sem um getur. En að eg hafi kallað á hjálp, það hlýtur held eg að vera misskilningur, en það var rétt komið að því að eg hlypi upp, því mér þykir ilt að geta ekki talað við menn 1 friði. Auðvitað er ekki hægt að amast við því þó oft verði um mig þröng, þegar eg tala, því Reykvíkingum þykir gott að hlusta á gáfaða menn. Og meðan stemning almennings er þann veg farið, þá er vel. En gott þykir mér að hafa lögregluna nærri mér þegar eg tala. Og hafi Sæmundur þökk fyrir greinina. Oddur Sigurgeirsson, sjómaður. ---0--- Fyrirspurn. Viljið þér ekki herra ritstjóri skýra mér og öðrum frá því, hvers vegna Jón Kjartansen er ritstjói’i en ekki fjósa- maður austur í Skaftafellssýslu, sem mörgum myndi þykja hæfilegra starf fyrir hann? Forvitinn. Svar. Háttvirtum f yrirspyr j anda hefði verið nær að snúa sér til Morgun- blaðsins með þessa fyrirspurn. En rit- stjóri þessa blaðs skal koma með þá lausn, sem honum þykir sennilegust, að þeir, sem hirði skepnur í sveit, þurfi að hafa fullkomið skepnuvit. En þess þurfum 0 s s ekki ritstjórarnir.

x

Harðjaxl réttlætis og laga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harðjaxl réttlætis og laga
https://timarit.is/publication/763

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.