Oddur - 01.03.1927, Page 4

Oddur - 01.03.1927, Page 4
4 O D D U R menn, ekki samt guðfræðingar, halda því fram að botnlanginn hafi staðið í sambandi við róuna og sé nú orðinn óþarfur. Þess vegna láta nú margir taka hann úr sér. Sumir láta taka tennur og fá sér gulltennur í staðinn. Eg er ekki í þeim flokki sem lætur aftaka, heldur viðbæta, og því hef eg nú fengið mér horn og er eg fram- vegis með horni. Það hefir einn maður áður fengið sér. Það var brautryðjandi gömlu Harðjaxl- stefnunnar, hann Mósi, en hann hafði tvö horn. Mér finst óþarft að hafa nema eitt, enda voru í gamla dagana einhyrningar hættu- legir bæði burgeisum og hægfara jafnaðarmönnum og öðrum hé- gómagjörnum heldri mönnum, eins og Alþýðublaðið segir. Hornið mitt er líka einstakt í sinni röð. Eg hef eins og allir vita, haft nokkuð daufa heyrn síðan eg barði niður 23 fransmenn á Zimsens- bryggju í gamla daginn. En þetta horn bætir nú úr því margfald- lega, því nú heyri eg miklu bet- ur en aðrir menn og heyri hvað menn tala sainan í 10 kílómetra fjarlægð, hvort sem þeir eru úti eða inni. Eg meira að segja heyri hvað sagt hefur verið fyrir mörg- um árum, mánuðum og öldum. Og eg heyri hvað menn ætla að segja í nánustu framtíð. Eg heyri hvað menn hafa hugsað þó þeir hafi aldrei sagt það sem þeir hugsuðu, og eg heyri hvað menn hugsa og munu hugsa framvegis; en þessi áhrif ná aðeins til hé- gómagjarnra heldri manna. Fram- vegis mun eg setja í nafna þá vitneskju sern eg fæ f gegnum hornið mitt. Ólafur læknir Þor- steinsson gaf mér þetta undra horn. Hann er góður karl og þarf- ur í þjóðfélaginu, eins og flestir læknar eru. Eg er með þeim, nema honum Kjerúlf á ísafirði, hann selur svo mikið sprutt, og Jónasi Kr., hann er svo mikill hringlandi. Ólafur læknir Þor- Fundur verður haldinn í þvf í júní. Á dagskrá verður, meðal annars, að hækka laun Jóns Er- lendssonar, sem þar er umsjónar- maður úti við. Það er skömm fyr- ir félagið að maður, sem hefur jafn ábyrgðarmikla stöðu að gegna, skuli þurfa að vera í kolavinnu hjá öðrum til að geta dregið fram lífið. Ritarinn. steinsson á mörg tæki til að bæta heyrn svona alment, en þetta horn, sem hann gaf mér hefir hann sjálfur fundið upp bara handa mér, og önnur eins fær enginn maður í víðri veröld. Eg þakka Ólafi mjög vel fyrir hornið með öllum þess gögnum og gæðum. Oddur Si gurgeirsson, með horn. Ræða haldin af Oddi Sigurgeirs- syni við afhjúpun Negra. Þjóðin er á móti kolakrananum. Hann tekur matinn frá verkalýðn- um. Verkalýðurinn er ekki eins vel settur og við Knútur, sem er- um fastir starfsmenn hjá bænum — á föstum launum. — Heyrið mál mitt, bæjarbúar! Rífið þenna krana niður, eins og þið rifuð níður refa- girðingarnar hans Ólafs og eg skal byggja annan krana aftur á þrem dögum, en það skal vera krani réttlætis og laga. Heyrið mál mitt, bæjarbúar! Lítið allir á þetta hrófatildur — þessa negra- beinagrind! Er nokkur ykkar svo grunnhygginn að trúa því, að hann færi birtu til þessa bæjar — nei, ekki frekar en einhver kjafta- maskína — t. d. frú Ólsen — eykur frið hér í bæ. Niður með kranann, burtu með beinagrindina hans Hjalta. — Áheyrendur kalla: Niður með hann! Lengi lifi Odd- ur! Húrra! Húrra! Húrra!) Oddur S i g u r g e i r s s o n, Bergþórugötu 18. Sitthvað. Vigfús Einarsson er orðinn skrif- stofustjóri í stjórnarráðinu. Sama sagan sögð úr Keflavík, landburð- ur af þorski. (Eftir Morgunblaðinu). Jón Baldvinsson var í Negra- veizlunni til að sjá um að bann- lögin væru haldin þar. (Eftir Templar). í Kolakranaveizlunni voru ekki aðrir en hégómagjarnir heldri menn. (Eftir Alþýðublaðinu). Hið stórmerkilega fyrirbrigði með manninn í róunni er nú und- ir rannsókn hjá oss spíritistum. (Eftir Morgunn, sem kemur bráðum). Nú er búið að lækka kaupið við vinnu við gufuskipafélögin. Hvað hefir uppskipunargjaldið lækkað f Ekki hef eg orðið var við þessa lækkun á þeim vörum sem eg hef keypt síðan, og ekki hefur Alþýðublaðið hreyft því máli enn svo eg viti. Það er nú kannske af því að Gvendur úr Grindavíkinni er svo önnum kaf- inn að yrkja sálma sem á að syngja á Bíóinu, þegar hann er búinn að fá helgiskapinn þar á. (Eftir Alþýðubláðinu). Ábjjrgðarm.: S. Sigurþórsson Prentsmiðjan Acta — 1927

x

Oddur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Oddur
https://timarit.is/publication/765

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.