Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.06.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÞEGAR bandarísku bílaframleið- endurnir General Motors (GM) og Chrysler fóru fram á greiðslu- stöðvun fyrr á árinu var almennt litið svo á að þriðji stóri bílafram- leiðandinn, Ford, stæði best að vígi í samkeppninni af þessum þremur stóru framleiðendum þar í landi. Útlit er hins vegar fyrir að samkeppnisstaða Ford sé að breytast. Chrysler hefur verið forðað frá gjaldþroti og allt bendir til þess að GM sé einnig á góðri leið með að sleppa. Er talað um að fyr- irtækið verði endanlega komið fyr- ir horn innan sex vikna. Ford er því væntanlega að stefna í að verða í lakastri stöðu þessara þriggja leiðandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Skuldsetning mest hjá Ford Í frétt á fréttavef CNN- fréttastofunnar segir að styrkur Ford hafi fyrst og fremst legið í því hvað hin fyrirtækin, GM og Chrysler, stæðu illa. Hagnaður hafi ekki verið grunnurinn að betri fjárhagsstöðu Ford en hinna fyrirtækjanna, þar til fjár- málakreppan skall á í fyrra, held- ur hafi fyrirtækið getað veðsett flestar eignir sínar til að halda starfseminni gangandi. Ford hafi verið í betri stöðu en GM og Chrysler hvað þetta varðar, og því ekki þurft á beinum fjár- stuðningi stjórn- valda að halda eins og þau, að minnsta kosti ekki fram að þessu. Nú séu skuldir Ford hins vegar orðnar verulega miklar. Þá segir í frétt CNN að bæði GM og Chrysler hafi getað nýtt greiðslustöðvunina sem fyrirtækin fengu til að semja um niðurfell- ingu skulda og til að vinna að fjár- hagslegri endurskipulagningu fyr- irtækjanna. Staða Ford hafi aftur á móti breyst úr því að vera það fyrirtækjanna þriggja sem hafði úr mestum peningum að spila yfir í að vera með erfiðustu skulda- stöðuna. Heildarskuldir Ford í lok þriðja fjórðungs þessa árs námu um 32 milljörðum dollara. GM verður með um 17 milljarða dollara skuldir ef samningar fyrirtækisins við lánardrottna þess ganga eftir. Chrysler fór úr greiðslustöðvun með 11 milljarða dollara í skuldir, og með nýjan samstarfsaðila, Fiat- bílaverksmiðjurnar á Ítalíu. Stjórnendur ekki svartsýnir Auk þess sem skuldir Ford eru meiri en hinna bílaframleiðend- anna bandarísku hefur Ford ekki tekist að skera niður í framleiðsl- unni og í dreifingarkerfinu eins og GM og Chrysler. Þrátt fyrir það telja stjórnendur Ford að fyr- irtækið sé í ágætri stöðu. Það kom til að mynda fram í máli stjórn- arformannsins, Williams Clay „Bill“ Ford, yngri, sem er barna- barnabarn Henry Ford, stofnanda Ford-fyrirtækisins. Samkvæmt frétt CNN eru þó ekki allir sagðir vera sannfærðir um að bjartsýni stjórnarformanns- ins sé byggð á traustum grunni. Ford í verri stöðu en áður REUTERS Erfiðleikar Sölumaður á Ford-bílasölu í Broomfield í Colorado hjá nýjasta Mustang-bílnum frá Ford. Þessi fyrrum bílarisi er nú í afleitri stöðu. Bill Ford  Var áður talið í betri stöðu en GM og Chrysler  Skuldir hins vegar orðnar verulega miklar  Stjórnarformaðurinn er þó enn bjartsýnn Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæð- inu lækkaði um 0,7% í maí frá fyrra mánuði. Þetta er niðurstaða mæl- inga Fasteignaskrár Íslands á vísi- tölu íbúðaverðs. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 7%. Síðastliðna sex mánuði hefur vísitalan hins vegar lækkað um 10,3% og um 10,5% síðastliðna tólf mánuði. Vísitala íbúðaverðs sýnir breyt- ingar á vegnu meðaltali á nafnverði á fermetra í íbúðahúsnæði. Að teknu tilliti til verðbólgu hefur íbúðaverðið lækkað enn meira, eða um liðlega 20%, sem er þá raunverðslækkun á íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu síðastliðna tólf mánuði. Vísitala íbúðaverðs náði hámarki í árslok 2007. Síðan þá hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 13% að nafnvirði. Raun- lækkunin á sama tíma er um 28%. Makaskipti ekki með Lítil velta á fasteignamarkaði og aukinn hlutur makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptunum gerir að verkum að mælingar á vísitölu íbúðaverðs verða erfiðari en áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fast- eignaskrá Íslands hafa makaskipta- samningar hins vegar ekki verið teknir með í útreikningum á vísitölu íbúðaverðs undanfarna mánuði. Tel- ur stofnunin því að vísitalan sýni eins rétta mynd af þróun fermetra- verðs íbúðarhúsnæðis og aðstæður gefa tilefni til. Fækkun samninga á undanförnum mánuðum skapar hins vegar ákveðna óvissu í mælingum. Í ársfjórðungsriti Seðlabanka Ís- lands, Peningamálum, frá því í maí- mánuði síðastliðnum, kemur fram að bankinn spáir því að íbúðaverð hér á landi muni lækka um u.þ.b. 32% að nafnverði og 46% að raunvirði frá árslokum 2007 og fram til ársins 2011. Því er ljóst að Seðlabankinn spáir áframhaldandi lækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu Greining Íslandsbanka gerir eins og Seðlabankinn ráð fyrir því að íbúðaverðið muni halda áfram að lækka. Spáir deildin því að lækkun á nafnvirði verði um 20% á þessu ári og um 10% til viðbótar á næsta ári. Er það svipuð þróun og spá Seðla- bankans gerir ráð fyrir. Gangi spár bankanna tveggja eftir mun íbúðaverð í árslok 2010 hafa lækkað um helming að raunvirði frá því það var hæst í lok árs 2007. Íbúðaverð lækkar áfram  Seðlabankinn og Greining Íslandsbanka spá því að íbúðaverð muni lækka áfram á næstunni  20 prósent lækkun á höfuðborgarsvæðinu síðastliðna tólf mánuði Morgunblaðið/Heiddi Hrun á fasteignamarkaði Mörg íbúðahúsnæði eins og þessi standa auð á höfuðborgarsvæðinu. Gangi spár eftir mun íbúðaverð í árslok 2010 hafa lækkað um helming að raunvirði frá því það var hæst í lok árs 2007.                                                     ● STJÓRNVÖLD í þeim ríkjum sem hafa verið hvað stórtækust í lántökum á umliðnum mánuðum, í þeim tilgangi að örva efnahagslífið heima fyrir, ættu að nema staðar í þeim efnum og stöðva skuldasöfnunina. Þetta voru skilaboð Jean-Claude Trichets, bankastjóra evrópska seðlabankans, í viðtali við frönsku útvarpsstöðina Europe-1 í gær. Sagði Trichet að þær aðgerðir, sem stjórnvöld í ríkjum Evrópu hefðu gripið til, ættu almennt að vera nægjanlegar. „Sú stund rennur upp að stjórnvöld geti almennt ekki safnað meiri skuldum. Og sú stund er nú runnin upp,“ sagði hann. Þá kom fram í máli Trichets að frekari skuldasöfnun myndi óhjákvæmilega hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir skuldsettustu ríkin. Trichet sagði að efnahagslífið í heim- inum ætti að ná ákveðnu jafnvægi síð- ar á þessu ári og að lítilsháttar hag- vöxtur ætti jafnframt að sjást á næsta ári. gretar@mbl.is Ekki meiri skuldasöfnun ● TALIÐ er líklegt að almenn neysla í Bandaríkjunum hafi aukist í maí- mánuði síðastliðnum frá fyrra mánuði, í fyrsta skipti í þrjá mánuði. Þá er jafn- framt gert ráð fyrir að sala á íbúðar- húsnæði hafi aukist milli mánaða. Telja sérfræðingar að þetta sé til vitnis um að neytendur séu bjartsýnir um að hremmingunum í efnahagslífinu muni ljúka á þessu ári, eins og almennt er spáð. Í frétt Bloomberg-fréttastofunnar er haft eftir Chris Rupkey, aðalhagfræð- ingi Tokyo-Mitsubishi bankans í New York, að aukin bjartsýni meðal almenn- ings hafi skýrt komið fram að und- anförnu. Segir hann ljóst að neyslan sé að aukast. gretar@mbl.is Aukin bjartsýni ● JÓN F. Thoroddsen, fyrrum verð- bréfamiðlari og höfundur bókarinnar Íslenska efnahagsundrið – flugelda- hagfræði fyrir byrjendur, heldur á morgun fyrirlestur um meginnið- urstöður sínar um einkenni viðskipti á íslenska verðbréfamarkaðnum. Rakin verða tengsl stærstu bankanna við skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði og fjallað um innherjaviðskipti, lánveit- ingar til starfsmanna fyrirtækja og birt- ingu og framsetningu verðmyndandi upplýsinga. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, og hefst klukk- an tólf. Er fyrirlesturinn öllum opinn en að honum standa hagfræðideild Há- skóla Íslands og stofnun stjórnsýslu- fræða við skólann. Um einkenni íslenska verðbréfamarkaðarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.