Morgunblaðið - 22.06.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 22.06.2009, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ítillögum ríkis-stjórnarinnarum lækkun ríkisútgjalda fljóta með ýmsar löngu tímabærar breyt- ingar, sem snúa að lækkun kostnaðar hjá æðstu stjórn rík- isins, hátt settum embættis- mönnum og í utanríkisþjónust- unni. Jóhanna Sigurðardóttir varð einna fyrst til að vekja athygli á því vitlausa fyrirkomulagi að handhafar forsetavalds skipta með sér launum forseta þann tíma sem forsetinn er í útlönd- um. Hún benti á það árið 2000 þegar þessar greiðslur til hand- hafanna hækkuðu um helming á einu bretti, vegna þess að skatt- frelsi forsetans hafði verið af- numið og laun hans hækkuð á móti. Undanfarin ár hefur forsetinn oft verið hátt í þriðjung ársins erlendis og á meðan hafa skatt- greiðendur borgað tvöföld for- setalaun. Greiðslur til handhaf- anna hafa numið átta til ellefu milljónum króna á ári. Hver þeirra um sig, forseti Alþingis, forseti Hæstaréttar og forsætis- ráðherra, hefur því fengið allt að þrjár og hálfa milljón í launa- uppbót árlega fyrir að gera mest lítið. Það var löngu tímabært að afnema þessar greiðslur og stóð Jóhönnu Sigurðardóttur einna næst að ganga í það verk. Nú hefur sömuleiðis verið til- kynnt að sendiskrifstofum Ís- lands erlendis verði fækkað frekar, sendiherrabústaðir í ýmsum borgum verði seldir og sendiherrum fækkað. Þegar rætt er um niðurskurð ríkisútgjalda er oft spurt hvort ekki sé nær að skera niður í ut- anríkisþjónustunni en að lækka t.d. útgjöld til velferðarmála. Þá gleyma menn því kannski að út- gjöld til utanríkisþjónustunnar eru ekki nema rétt rúmlega 1% af ríkisútgjöldunum. Þar næst ekki nema mjög takmarkaður ár- angur. Við kom- umst heldur ekki af án utanríkisþjón- ustu í alþjóðavædd- um heimi. En þar er hægt að spara eins og annars staðar og það er ekki sízt mikilvægt af því að þar finnst almenningi oft vera snobb og íburður. Þess vegna er sjálfsagt að selja ríkmannlega sendiherrabústaði. Sendiherrar ríkis, sem á í jafnmiklum erf- iðleikum og Ísland, geta látið sér hóflegra húsnæði lynda og leigt sali fyrir móttökur. Fækkun sendiherra er sömu- leiðis sjálfsögð. Það er vitað mál að þeir voru of margir, ekki sízt af því að þurft hefur að útvega gömlum flokkshestum störf á undanförnum árum. Það er ekki nema eðlilegt að fjöldi sendi- herra endurspegli þau verkefni, sem utanríkisþjónustan fæst við. Fleira hefur verið ákveðið til að lækka kostnað í æðstu stjórn ríkisins; til dæmis hefur verið skorið niður í ferðakostnaði Al- þingis, dagpeningar lækkaðir hjá ráðherrum og embætt- ismönnum og störf aðstoð- armanna þingmanna aflögð. Ekkert af þessu hefur úr- slitaþýðingu fyrir sparnaðinn í ríkisrekstrinum, þótt auðvitað safnist upphæðirnar saman. Það er hins vegar nauðsynlegt fyrir ráðherra, þingmenn og embætt- ismenn að ganga á undan með góðu fordæmi. Þá eru aðrir lík- legri til að sætta sig við nið- urskurð, sem bitnar með einum eða öðrum hætti á þeirra skinni. Og ekki mun þessi niður- skurður heldur koma í veg fyrir lækkun útgjalda til heilbrigð- ismála, velferðarmála og menntamála, sem eru stóru póstarnir í útgjöldum ríkisins. Þar verður að ná fram hinum raunverulega sparnaði, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Handhafalaun og sendiherrabústaðir máttu missa sig} Tiltekt á toppnum Kristín Ingólfs-dóttir, rektor Háskóla Íslands, fjallaði um þann niðurskurð, sem stendur fyrir dyr- um í menntakerfinu eins og annars staðar, þegar hún ávarpaði kandídata við braut- skráningu síðastliðinn laug- ardag. „Við sem eigum mest undir fjárveitingu frá ríkinu verðum að tryggja að eins vel sé farið með fjármuni og kostur er. Í endurskoðun mennta- og vís- indakerfis sem nú stendur yfir er brýnt að við sem þjóð höfum þrek til að velta við öllum stein- um og sækja fram af dirfsku. Við verðum að hafa vit til þess að hlúa að því sem best er gert og því sem skapar okkur sér- stöðu og áþreifanlegan árang- ur,“ sagði rektor. „Ef við náum þann- ig að styrkja menntakerfið, og nýta það sem lið í að varða leiðina úr þrengingunum, komum við vel undirbúin til leiks þegar þessu samdráttarskeiði lýkur. Til þess verðum við að hugsa stórt, hafa heildarhagsmuni í huga og þor til að taka erfiðar ákvarð- anir. Ef menntakerfið fellur hinsvegar í far meðalmennsku verðum við lengi að ná okkur á strik aftur. “ Þetta er rétt hjá Kristínu Ingólfsdóttur. Við núverandi aðstæður má meðalmennskan ekki verða ofan á, hvorki í menntakerfinu né annars stað- ar. En það er spurning um hug- arfar, miklu frekar en peninga. Spurning um hugarfar frekar en peninga} Forðumst meðalmennskuna Þ að er notalegt að sofna við fugla- sönginn í Fljótstungu. Og þegar söngurinn þagnar er algjör kyrrð. Þangað til dóttirin hvíslar úr svefnpokanum: „Ég finn blóma- lykt af höndunum mínum.“ Hún tíndi blóm- vendi handa öllum sem urðu á vegi hennar þennan sumardag ásamt spánnýrri vinkonu sinni, þær völdu saman hvönn, súru og brenni- sóley – röðuðu þeim nosturslega í vatnsglas. „Vá, ég fæ að taka það heim með mér,“ sagði þakklát kona sem fyrir stuttu var stelpa líka. „Ég skila bara glasinu á morgun.“ Þennan dag rýndi stelpan líka í steinana í náttúrunni, einn var sem andlit, annar fjall að nóttu, þriðji hjarta og fjórði fjall að degi. Það býr margt í grjótinu sem maður hnýtur um. „Ég datt ofan í holu,“ sagði hún svo hlæj- andi. Pabbanum varð hugsað til húskarlsins sem fannst í Skeggjaholu í landi Fljótstungu. Skeggi var svo óhepp- inn að komast í sögubækurnar fyrir að vera höggvinn af Gretti, svo öxin stóð í heila. Síðar fundust beinin í hol- unni, eða svo segja heimamenn, enda hauskúpan klofin. Og jarðneskar leifar þessa sögufræga manns voru flutt- ar í Reykholtskirkjugarð. Svo sem ekkert verið að gera veður út af því í sveit- inni. Og kannski hafðist útilegumaður við í hraunhellinum Víðgelmi en þar fundust fyrir rúmum áratug eldstæði og aska, bein sem brotin höfðu verið til mergjar, skinn- skjóða og sex sörvisperlur, auk málmhrings og brota af jaspissteinum sem notaðir hafa verið til að tendra eld. Allt þetta á syllu hátt í hellinum, svo góður felustaður að það uppgötvaðist ekki fyrr en 900 árum síðar. Víðgelmir er 1.460 metrar langur og eftir klifur yfir skriður og stórgrýti, innan um ís og dropsteina, blasir við kúadella í hellisbotn- inum. Auðvitað er það við hæfi, nú þegar Handbók um hugarfar kúa er komin út og mannfólkið sækir visku sína þangað sem það fær mjólkina. Upp í hugann komu vísur til fertugs afmælisbarns í Fljótstungu, sem veit að vísdóminn er að finna í náttúrunni: Ein er skepnan ósköp skýr alveg laus við kífið; ef við hugsum eins og kýr einfaldar það lífið. Þér mun aldrei lífið leitt ef lallar frjáls í haga og bítur stráið eitt og eitt oní stóran maga. Svo þú getur lagst í laut er lifnar ástarþráin og lokkað til þín nálægt naut að naga saman stráin. Er brátt liðin ævin hálf. Ó, hve þá er gaman að eiga litla kvígu og kálf úr klaufum sletta saman. Um hugarfarið handbók færð helgra Frónsins kúa og eftir það munt endurnærð úti í fjósi búa. Pétur Blöndal Pistill Af Víðgelmi, kúm og hugarfari FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S tíft er fundað í utanrík- ismálanefnd þessa dagana um ályktunartillögurnar tvær um aðildarumsókn að ESB. Tillögu rík- isstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB og tillögu framsóknar- og sjálf- stæðismanna um undirbúning mögu- legrar umsóknar um aðild að ESB. Fundað verður nánast dag hvern í þessari viku en að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns nefnd- arinnar, er ljóst að nefndin mun þó ekki ljúka umfjöllun um tillögurnar fyrr en eftir mánaðamótin. Nokkrir tugir gesta hafa komið fyrir nefndina, rætt hefur verið við fulltrúa hagsmunasamtaka, stofnana og ráðuneyta. Í seinustu viku rann út frestur til að skila inn umsögnum við tillögurnar. Liggja fyrir samtals 108 erindi, sem nefndarmenn fara yfir en í mörgum tilvikum er um samhljóða umsagnir að ræða við tillögurnar tvær. Má því ætla að raunverulegur fjöldi umsagna sem borist hafa sé um 60. Að sögn Árna Þórs hefur nefndin tekið á móti gestum alla síðustu viku. „Við erum því ekki byrjuð að vinna í tillögunum sjálfum heldur höfum að- allega verið að leita eftir viðhorfum og ábendingum.“ Árni Þór segir nefndarmenn reyna að átta sig á hvort ná megi samstöðu um máls- meðferðina burtséð frá afstöðu manna til aðildar að ESB. Spurður hvort reynt væri að tvinna tillögurnar saman í eina, eins og lagt er til að gert verði í mörgum umsögnum, sagði hann að unnið væri í því. Margar umsagnir hafa þegar verið birtar á vef þingsins og kemur fátt þar á óvart. Þar endurspeglast ágreiningurinn í þjóðfélaginu um hvort sækja eigi um aðild. ASÍ og flest aðildarsamtök þess hvetja ein- dregið til aðildarumsóknar. Í umsögn Starfsgreinasambandsins segir að á vettvangi þess hafi komið fram mik- ilvægi þess að aðildarviðræður einar muni leiða fram raunverulega kosti og galla beinnar aðildar. Því sé mik- ilvægt að hefja aðildarferilinn sem fyrst. MATVÍS tekur í sama streng og hvetur til aðildarumsóknar en gagnrýnir að tillaga stjórnarandstöðu virðist sett fram til þess eins að tefja aðildarumsókn ,,og halda okkur enn lengur í fjötrum gagnslítils gjaldmið- ils [...]“. BSRB slær nokkuð annan tón en félagarnir í ASÍ. Bandalagið hefur enn ekki tekið afstöðu til að- ildar að ESB en lýsir sig sammála mati á grundvallarhagsmunum lands- ins sem fram kemur í tillögu rík- isstjórnarinnar. Komi sér saman um eina tillögu Samtök atvinnulífsins eru klofin í afstöðu sinni til ESB-aðildar. Í um- sögn SA segir að skiptar skoðanir séu innan samtakanna um aðild Íslands að ESB og að SA muni gæta hags- muna allra aðildarfélaga á grundvelli þess. LÍÚ er andvígt aðildarumsókn en Samtök iðnaðarins eru á öndverð- um meiði og vilja aðild. Samtök ferða- þjónustunnar skora á þingmenn að koma sér saman um eina tillögu í stað tveggja. Landssamband kúabænda leggur til að þingið hafni báðum til- lögunum. Morgunblaðið/Eggert Annir Þingfundir víkja fyrir nefndastörfum flesta daga í þessari viku. Flóð umsagna og mikill gestagangur Í yfir sextíu umsögnum við ESB- tillögurnar kristallast ágreining- inn um Evrópusambandsmálið í þjóðfélaginu. Ljóst er að utanrík- ismálanefnd lýkur ekki umfjöllun sinni fyrr en í júlí. INNIHALD aðildarumsóknar að ESB ,,getur verið mjög ein- falt og ekki vísað til neinna efnislegra atriða sem verða muni andlag samninga í þeim samningaviðræðum sem fram- undan væru,“ segir í umsögn utanríkisráðuneytisins þar sem lýst er ferlinu þegar sótt er um aðild að ESB. Bent er á að sum ríki hafi hins vegar kosið flóknari um- sókn með lýsingu á tilteknum atriðum sem semja þurfi sér- staklega um. Þar segir einnig að ekki þurfi að velkjast í vafa um að Ísland uppfylli öll skilyrði að- ildar að ESB. Löggjöf ESB er skipt upp í 35 kafla og síðan er samið um þá hvern og einn skref fyrir skref. Framkvæmdastjórn ESB leggur fyrir aðildarríkin til- lögur um samningsafstöðu í hverjum kafla en endanleg ákvörðun er í höndum hvers aðildarríkis, bæði um að hefja viðræður og að ljúka þeim. BÆÐI EIN- FALDAR OG FLÓKNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.