Morgunblaðið - 22.06.2009, Side 16

Morgunblaðið - 22.06.2009, Side 16
16 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2009 ✝ Elfa Thoroddsenfæddist í Kvígind- isdal í Rauðasands- hreppi 3. nóvember 1936. Hún lést á Land- spítalanum 11. júní sl. Hún var dóttir hjónanna Snæbjarnar Thoroddsen, bónda og sparisjóðsstjóra í Kvígindisdal, f. 15. nóv. 1891, d. 29. jan. 1987 og Þórdísar Magnúsdóttur, f. 9. maí 1905, d. 23. maí 1987. Systkini Elfu eru Jón, f. 8. janúar 1924, d. 10. jan- úar sama ár, tvíburarnir Jón og Sig- urlína, f. 10. febrúar 1925, Jón lifði í 10 daga og Sigurlína í 14 daga, Atli, f. 14. apríl 1926, d. 29. janúar 2004, Alda, f. 14. apríl 1927, Sigurlína Jóna, f. 3. apríl 1929, Valur, f. 5. febrúar 1934 og Frúgit, f. 29. sept- ember 1938. Elfa ólst upp hjá foreldrum sínum í Kvígindisdal. Hún var í Héraðsskólanum að Skógum tvo vetur og eftir það settist hún að í Reykjavík. Hún hóf þá störf í Sam- vinnubankanum og var þar í nokkur ár en síðan allan sinn starfsaldur í Lands- banka Íslands. Elfa giftist 1. júlí 1979, Þorsteini Bjarn- ar, f. 28. febrúar 1924, d. 4. febrúar 2005. Foreldrar hans voru Þorlákur Vilhjálmsson Bjarnar bóndi á Rauðará, f. 10. des- ember 1881, d. 6. maí 1932, og kona hans Sigrún Sigurðardóttir Bjarn- ar, f. 15. júní 1896, d. 10. ágúst 1979. Elfa verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju í dag, 22.júní, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Elfa. Nú er þjáningum þínum lokið og ég trúi að nú sértu komin til ást- vinanna sem fóru á undan og biðu þín. Æðruleysið sem þú sýndir í öll- um veikindum þínum var alveg einstakt. Vonandi höfum við öll sem eftir erum hér, lært eitthvað af því. Mig langar svo að þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín öll. Þú komst alltaf fyr- ir jólin í Kópavog og föndraðir með þeim. Mörg þeirra tókstu með þér og kenndir þeim að þekkja fegurð íslenskrar náttúru. Minning þín lifir alltaf hjá okkur öllum. Þakkir fyrir allt. Nú Guð ég von’að gefi af gæsku sinni frið, að sársaukann hann sefi af sálu allri bið. Og þó að sárt sé saknað og sól sé bakvið ský. Þá vonir geti vaknað og vermt okkur á ný. Þá ljósið oss mun leiða með ljúfum minningum og götur okkar greiða, með góðum hugsunum. (I. T.) Þín systir Frúgit. Fyrstu minningar mínar um Elfu eru frá því hún kom í heim- sókn vestur í sveitina en þangað kom hún á hverju sumri. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systkinunum þegar von var á Elfu, hún kom alltaf færandi hendi. Með sínu rólega fasi og jafnaðargeði hafði hún einstakt lag á að koma fram við alla sem sína jafningja. Hún lék sér gjarnan við okkur, fór með okkur í gönguferð- ir og svo voru það sunnudagsbílt- úrarnir, það var útbúið nesti og svo var farið í bíltúr á tveimur bíl- Elfa Thoroddsen ✝ Sigurveig Valdi-marsdóttir fædd- ist á Þórshamri í Sandgerði 26. febrúar 1935. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 15. júní 2009. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Sig- urðsson sjómaður, f. 26. sept. 1902, d. 20. apríl 1985 og seinni kona hans Árný Svein- björg Þorgilsdóttir húsfreyja, f. 17. okt. 1906, d. 6. febr. 1997. Valdimar og Árný Sveinbjörg bjuggu í Reykjavík, fyrst á Freyju- götu 10a, svo á Grundarstíg 5b og loks á Leifsgötu 24 frá 1947 til ævi- loka. Systir Sigurveigar er Unnur Ósk handavinnukennari í Sand- gerði, f. 30. maí 1931, ekkja eftir Bjarna P. Sigurðsson bifreið- arstjóra, f. 5. nóv. 1928, d. 6. júní 1981. Hálfsystir Sigurveigar er Vil- helmína Guðrún Valdimarsdóttir, lengi húsfreyja í Seljatungu í Gaul- verjabæ, f. 30. júlí 1927, gift Gunnari Sigurðssyni bónda, f. 16. júlí 1924. Hinn 4. janúar 1958 giftist Sig- urveig Friðriki Andréssyni múr- arameistara, f. 9. mars 1934, d. 17. febr. 2005. Friðrik var formaður Múr- arameistarafélags Reykjavíkur 1985- 2004. Foreldrar hans voru Andrés Guðbjörn Magnússon sjómaður á Drangsnesi en síðast í Sandgerði, f. 8. sept. 1906, d. 12. des. 1979 og kona hans Guð- mundína Arndís Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 20. sept. 1911, d. 28. sept. 1978. Í upphafi búskapar síns byggðu Friðrik og Sigurveig eina hæð ofan á húsið á Leifsgötu 24. Frá 1998 var heimili þeirra á Kirkjusandi 1. Sigurveig var öll sumur á barns- og unglingsárum hjá föðurafa sínum og ömmu, þeim Sig- urði Magnússyni smið og konu hans Sólveigu Helgadóttur sem bjuggu á Sjónarhóli á Stokkseyri. Hún var einn vetur við nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Sigurveig vann í áratugi við afgreiðslu í Tösku- og hanskabúðinni á Skóla- vörðustíg 7. Útför Sigurveigar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 22. júní og hefst athöfnin kl. 11. Sigurveig, ekkja Friðriks bróður okkar, er látin eftir stutt veikindi. Hún greindist með krabbamein 1. maí síðastliðinn og lést 15. júní. Sigurveig var afar vönduð kona til orðs og æðis, hún hallmælti aldrei nokkrum manni og kom alltaf fram til góðs. Það er mannbætandi að kynnast slíkri konu. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en þau voru mjög samrýnd alla tíð og gerðu alla hluti saman. Þau stunduðu golf saman og unnu öllum sundum að því að rækta upp sumarbústaðarland- ið sitt í Öndverðarnesi og þar var oft gestkvæmt. Þau hjónin voru sérlega gestrisin, hjá þeim var alltaf glatt á hjalla, mikið spjallað og hlegið. Við systkinin og okkar fólk fórum ófáar ferðirnar í sumarbústaðinn til þeirra hjóna og áttum ánægjulegar stundir með þeim. Sérstaklega þótti börnum gam- an að koma til þeirra, þau hjónin voru óþreytandi við að stjana við þau. Frið- rik og Sigurveig höfðu alltaf tíma fyr- ir sitt fólk. Að leiðarlokum viljum við þakka Sissu samfylgdina og votta systrum hennar og fjölskyldum Sigurveig Valdimarsdóttir Í MORGUN- BLAÐINU 19. júní sl. gantast Guðmundur G. Gunnarsson með erfiða fjárhagsstöðu á Álftanesi. Hann kenn- ir stjórnleysi núver- andi meirihluta Á-lista um og gerir sem minnst úr afleiðingum efnahagshrunsins. Hann veit þó betur, hann veit að stærstu vandamálin tengjast efnahagshruninu, og að mesta ábyrgð á því ber Sjálfstæð- isflokkurinn. Af þeirri ástæðu hef- ur hann líka lagt til að Sjálfstæð- isfélagið á Álftanesi bjóði ekki fram næsta vor undir merkjum D- listans, heldur opni listann fyrir fólki sem hafnar aðild að flokkn- um! Skuldir D-lista voru um 1500 milljónir Guðmundur segir í greininni að Á-listi beri ábyrgð á miklum skuld- um Álftnesinga. Skoðum þetta nánar. Í uppgjöri endurskoðanda þann 1. júní 2006, þegar ný bæj- arstjórn tók við, voru skuldir bæj- arsjóðs 1198 milljónir. Rúmum mánuði eftir að ný bæjarstjórn tók við rekstrinum samþykkir bæj- arráð að fela þáverandi skrifstofu- og fjármálastjóra að sækja um 450 milljón króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaganna. Orðrétt segir fyrrverandi skrifstofustjóri um þessa lántöku í minnisblaði til bæj- arráðs: „Hér er verið að fjármagna áður samþykktar framkvæmdir sem eru að stærstum hluta stækk- un íþróttahúss og skóla.“ Hér sést að ný stjórnvöld eru að fjármagna verk fyrri bæjarstjórnar, leikskóla og stækkað íþróttahúsið, en bygg- ingarnar voru vígðar vorið og sum- arið 2006. Eldri skuldir og lántaka vegna framkvæmda D-lista voru því um 1500 milljónir þegar Á-listi kemur að stjórnsýslu á Álftanesi. Nýjar lántökur vegna skóla og íþróttamála Eina lántaka Á-lista árið 2006, vegna stefnumála nýrrar bæj- arstjórnar, var lán upp á u.þ.b. 100 milljónir vegna endurgreiðslu lóðar til Eirar, sem féll frá áformum um framkvæmdir. Sú lóð hefur nú verið seld fyrir þrefalda inn- lausnarfjárhæð og þætti það víða góð fjármálastjórn. Engin lán voru tekin árið 2007, heldur lækkuðu lán milli áranna um 100 milljónir. Árið 2008 voru tekin lán að upphæð um 215 millj- ónir vegna Vallarhúss, – sem í dag er nýtt sem skólahúsnæði, og undirbúningsframkvæmda við skóla og íþróttasvæði. Í lok síðasta árs voru skuldir sveitarfélagsins um 2.393 milljónir og höfðu þá hækkað um 632 milljónir í banka- hruninu og óðaverðbólgunni sem fylgdi í kjölfarið. Skuldir á Álfta- nesi í lok ársins 2008 voru því að mestu lán fyrri bæjarstjórnar, eða lán tekin til að greiða fjárfestingar hennar 2005-2006, auk hækkunar lána vegna hrunsins sem skrifa verður á frjálshyggjureikning Sjálfstæðisflokksins. Árásir Guð- mundar á bæjarfulltrúa Á-lista fyrir skuldasöfnun eru því eins og „búmmerang“ sem hittir hann sjálfan fyrir! Rangtúlkar reikninga, valdahroki Guðmundur ónotast út í nýja sundlaug, sem hann segir að sé „svolítið 2007“. Þetta glæsilega mannvirki sem samþykkt var að byggja, í desember 2006 með at- kvæðum bæjarfulltrúa Á- og D- lista, varðar veginn fyrir uppbygg- ingu í „grænum miðbæ“. Þó sú uppbygging muni nú gerast hægar en ráðgert var 2006 mun ný sund- laug auðvelda þau áform og styrkja búsetu á Álftanesi. Guð- mundur rangtúlkar líka ársreikn- ing 2008 þar sem hann leggur saman skuldir og núvirtar leigu- skuldbindingar til 30 ára, sem eru utan efnahags í bókhaldi. Hér er vísvitandi farið rangt með. Ef ætti að setja þessar leiguskuldbind- ingar með skuldum inn í efnahag þyrfti samsvarandi færslu á móti eignamegin. Guðmundur gagnrýnir áform um byggingu þjónustuhúss fyrir eldri borgara, þó ljóst sé að um mikið framfaramál er að ræða og einnig þó að fyrir liggi skýrsla um að framkvæmdin muni styrkja bæj- arsjóð og opna á frekari fram- kvæmdir. Samningaumleitanir sveitarfélagsins við eiganda Bess- ans eru einnig gerðar tor- tryggilegar, en þar eru bæjaryf- irvöld að leysa úr gömlu deilumáli frá stjórnartíð Guðmundar G. Gunnarssonar þegar hann seldi verslunarlóð Bessans á miðsvæð- inu til annarra aðila og hugðist þannig með vafasamri stjórnsýslu fara fram með valdahroka gegn eigendum Bessans. Í greininni vænir hann fulltrúa Á-lista um sið- blindu og spillingu við lausn þessa deilumáls og vísa ég alfarið á bug þeim ógeðfelldu ásökunum hans og ítreka að málið tókum við í arf frá stjórnartíð Guðmundar. Leitum úrræða með jákvæðu hugarfari Guðmundur gerir sig að minni manni með því að reyna að skjóta sér undan ábyrgð þó um sinn syrti í álinn á Álftanesi eins og víða annars staðar í landinu. Nær væri honum að koma að verkefnum bæjarstjórnar með úrræðum og já- kvæðu hugarfari. Íbúar á Álftanesi kunna ekki að meta endalausa nið- urrifsstarfsemi Guðmundar, sem staðið hefur óslitið frá því að Álft- nesingar höfnuðu forystu hans vor- ið 2006. Þeir kunna ekki heldur að meta það að hann álíti þá slíka kjána að þeir átti sig ekki á stöð- unni. Íbúar á Álftanesi hafa marg- ir hverjir orðið fyrir miklu tjóni vegna efnahagshrunsins eins og aðrir Íslendingar og vita vel hvar ábyrgðin liggur. Guðmundur, sem Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, kallaði „hvalreka“ þegar hann réð hann til sín, er fremur kvalræði fyrir okkur Álftnesinga nú, þegar kallað er eftir samstöðu frekar en sundrungu og deilum. Ábyrgðarleysi Guðmundar G. Gunnarssonar Eftir Sigurð Magn- ússon » Árásir Guðmundar á bæjarfulltrúa Á- lista fyrir skuldasöfnun eru því eins og „búm- merang“ sem hittir hann sjálfan fyrir! Sigurður Magnússon Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi. ÞAÐ var í ágúst 2004 eða fyrir réttum fimm árum síðan sem Kaupþing steig fram og bauð frjáls íbúðalán með 4,15% vöxtum í samkeppni við Íbúða- lánasjóð. Í kjölfarið sigldu aðrar banka- stofnanir með svipuð kjör. Í sumum tilvikum var fimm ára endur- skoðunarákvæði í lánasamningnum sem gerði lánveitanda kleift að breyta vöxtunum að fimm árum liðn- um. Eðlilega eru lántakendur nokkuð uggandi um sinn hag og velta þeim möguleika fyrir sér hvort bankarnir eða sparisjóðirnir muni nýta sér ákvæðið og hækka vextina í haust. Nú er svo komið að stóru bankarnir þrír eru komnir í eigu ríkisins og Íbúðalánasjóður hefur tekið yfir húsnæðislán sumra sparisjóða og greiðsluflæði íbúðalána annarra sparisjóða. Þannig eru langflest hús- næðislán landsmanna komin með einum eða öðrum hætti til ríkisins. Þrýstingur er þannig að aukast á stjórnmálamenn að hlutast til um að fjármálastofnanir hækki ekki vext- ina að svo komnu máli. Mín skoðun er sú að það væri forkastanleg ákvörðun hjá við- skiptabönkunum eða sparisjóðunum að hækka vexti á lántak- endur við þær að- stæður sem nú eru í okkar þjóðfélagi. Íbúðalánasjóður lækk- aði nýlega vexti af lán- um sínum og væri því nær fyrir fjár- málastofnanirnar að lækka vexti frekar en að nýta sér ákvæðið til hækkunar. Efast ég hreinlega um að nokkur muni hækka vexti, enda myndi slíkt einungis auka vanskil og sverta ímynd við- komandi lánastofnunar í huga við- skiptavina. Fulltrúar í viðskiptanefnd Alþing- is munu á næstunni fylgjast náið með því hvað fjármálafyrirtækin munu gera í þessu sambandi og get- ur nefndin eða einstaka þingmenn mælst til ákveðinna aðgerða, en lengra nær hönd Alþingis ekki. Al- þingismenn eiga ekki að hlutast til um hvað bankarnir gera, því þá er- um við að opna á fyrirgreiðslupólitík eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Væri slíkt óráð við þá stöðu sem nú er uppi þegar okkar fjármála- eða at- vinnufyrirtæki eru mörg hver komin undir stjórn ríkisins. Sú viðleitni að koma stjórnmál- unum sem allra lengst í burt frá at- vinnulífinu litar reyndar öll þau lagafrumvörp sem nú eru í með- förum Alþingis og taka á eignarhaldi á bönkunum eða öðrum fyr- irtækjum. Það á að vera markmið á endurreistu Íslandi að halda stjórn- málunum sem allra lengst frá stórum sem smáum ákvörðunum bankanna og fyrirtækjanna. Þess í stað á Alþingi að veita starfsemi þeirra nauðsynlegt aðhald og tryggja í gegnum lagasetningu gagnsæi, samkeppni og jafnræði. Hækka þeir vextina? Eftir Magnús Orra Schram » Sú viðleitni að koma stjórnmálunum í burt frá atvinnulífinu litar þau lagafrumvörp sem nú eru í meðförum Alþingis og taka á eign- arhaldi á bönkunum. Magnús Orri Schram Höfundur er þingmaður og varafor- maður viðskiptanefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.