Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Side 14

Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Side 14
10 NÝTT IÍVENNABLAÐ Frúin, ásamt syni sínum og Frans-munkinum, er i salnum, þegar Alexandro kemur aö heilsa. Hanu gengur hratt og frjálslega og ber höfuöiö hátt. Svipurinn, hreyfingarnar, hver vaxtarlína, vitnat um heilbrigöan þrótt hins drengilega karlmennis. Kveðjurnar eru alúðlegar. Frúin metur dugnaö hans og þjónustu. Svo er tekið til starfa. Þrjár vikur dvelja Indíánarnir í höllinni, svipað- an tíma og undanfarin ár. — Vor eftir vor, þegar hækkandi sól hefur kallað hverja frumu til vaknawdi lifs, og öll náttúran ómar af ást, hafa þau Rarnóna og Alexandró kynnzt, á tímamótum, þegar barniö var að víkja fyrir viökvæmum, sálrænum draumum ungmeyjarinnar, þá hefur Alexandró birzt Rarnónu, sem irnynd mannlegrar fullkomnunar. Allt árið hefur snúizt um þennan stutta vortíma. Vakandi og sof- andi hefur ímyndunarafl hennar og tilfinningar ofiö sál hans geislahjúp göfgi og gæöa. — Og nú er enn þá vor og Alexandró dvelur í höllinni. Rarnóna elskar Philip innilega sem góðan bróður, og henni dettur ekki í hug að augljós aðdáun hennar á öðrum sé honum kvöl. — Dvalartiminn líður í orðvana unaði daglegra samvista og þögulum kvíða skiln- aðarins. Milli Ramónu og Alexandró hafa aldrei farið ástarorð né atlot, aðeins hlýjar blómkveðjur og þagnarmál hreinnar ástar. En þegar þau hittast af hendingu í garðinum, daginn sem hann ætlar að íara, er þögnin rofin, og snati, tryggi hundurinn hennar Ramónu, er vitni að trúlofunarkossinum, sem er get'inn og þeginn af einlægri ást. En vitnin eru fleiri. Nístingsköld skipunarrödd frúarinnar rýfur ástarsæluna. Alexandro er skipaö að hypja sig úr landareigninni fyrir kvöldið, en Ramónu að skammast til herbergja sinna. Og þegar frúin tekur í liandlegg Rarnónu og leiðir hana með sér til hallarinnar, stendur Alexandró í ráðþrota örvæntingu. — Hvað getur hann gert — hann er aðeins Indíáni? — Frúin fer með Ramónu inn, hún útmálar fyrir- litningu sína á Indíánum með sterkum orðum, og segist fyrr loka Ramónu í klaustri, en leyfa henni að giítast sliku afhraki mannkynsins. — Svo tekur hún skrín úr skáp og hellir glóandi gimsteinahrúgu á borðið. Þessa dýrgripi segir hún að faðir Ramónu hafi beðið sig fyrir, og ef hún giftist eftir vilja sínum, þá fái hún þá alla í heimanmund, annars verði þeir gefnir klaustrinu. Gimsteinarnir glitra og gljóa í lokkandi litbrigða- ljóma, en Ramóna kýs heldur ást sína og ham- ingju, segir að klaustrið megi fá gimsteinana. — En með tár í augum særir hún frúna að segja sér frá foreldrum sínum, frá móður sinni, sem hún hafi ekki einu sinni fengið að þekkja af frásögn. Og í æsingu augnabliksins sleppir frúin leyndar- málinu, sem hún hefur þagað yfir öll vaxtarár Ramónu, að faðir hennar hafi verið ættgöfugur spánskur aðalsmaður, en móðir hennar auðvirðileg Indíánastúlka. Fyrirlitningin í rödd frúarinnar gefur til kynna álit hennar á ættgöfginni, en áhrifin, sem það hefur á Ramónu, eru önnur. Geislandi af gleði snýr hún sér að fóstru sinni og segir: „Þú hefur ætíð verið mér köld og vond, en nú hefur þú þó fengið mér lykilinn að gæfu minni; þvi að fyrst að ég er Indíáni eins og Alexandro, þá getur þú ekki bannað mér að eiga hann.“ Og fyrr en frúin áttar sig, hefur Ramóna þotið út að glugganum og hrópað út til Alexandró að bíða, því að hún ætli með hon- um. Svo þýtur hún út úr salnum og beint í fangið á Mördu gömlu. „Ég er Indíáni eins og þú, og ég ætla að giftast Alexandro“, hrópar hún um leið og hún skýzt framhjá. Næst mætir hún Philip og hrópar sömu fréttirnar i eyru hans, og í æsingunni tekur hún alls ekki eftir áhrifum orða sinna, en flýtir sér upp á herbergi sitt, og bindur í snatri nauðsynleg- asta dót i böggul. — En þegar hún ætlar út, er dyrunum læst að utan — hún er fangi. — Árang- urslaust rykkir hún i hurðina, svo hnígur hún niður á gólfábreiðuna og grætur heitum tárum. —• Þá er lyklinum snúið, Philip stendur í dyrunum og býður hjálp sína, leiðin sé opin, og hann skuli sjá um að, hennar verði ekki saknað fyrst um sinn, né veitt eftirför. — Tíminn er naumur. Ramóna leggur hendur um háls hans og kveður „bezta og ástrikasta bróðurinn“ heitum skilnaðarkossi. Svo hverfur hún, með böggulinn í hendi og hundinn við hlið, en Philip hallast upp að dyrastaínum og skelfur af sárri kvöl. Á l^ádegi æfinnar hefur lifssól lians gengið undir. Ramóna er farin, helsár söknuðurinn fyllir autt sæti hennar, cn hennar hamingju skal borgið. Philip fer með gítarinn inn til móður sinnar og býðst til að syngja fyrir hana. Sorg hans og ást gefa tónunum fyllri fegurð, og frúin situr meö hendur í skauti og horfir hugfangin á eftirlætið sitt. — Gleymdir atburðir æsku hennar rifjast ósjalf- rátt upp, og hún hvíslar í hrifni: „Aldrei liefur þú sungið svona vel, drengurinn minn.“ — En yfir sléttuna flýja þau, Alexandró og Ramóna á vængj- um ástarinnar og komast heil í höfn. Nokkru síðar krjúpa þau fyrir Frans-munkinum, sem leggur sam- an hendur þeirra og lýsir þau hjón fyrir guði og mönnum. (Framh.) Lítil athugasemd. Nýlega sá ég, í marzhefti Nýja kvennablaðsins þ. á., sönglag: „Ég hélt ég hlegið gæti“. Er þess getið í blaðinu, að það hafi víða verið sungið á Norðurlandi, en höfundurinn veriö óþekktur, en nú sé það kunnugt orðið, að lagið sé eftir Ósk Gisla- dóttur, áður húsfreyju að Eyvindarstöðum i Blöndu- dal en nú til heimilis á Sauðárkróki. llafi hún samið lagíö, þegar hún var stúlka uni tvítugt. Það mun rétt vera, að þetta lag hefir verið sungið á Norðurlandi, því skömrnu fyrir 1890 lærði ég það norður í Fnjóskadal. Fékk ég það þá skrifað —- að mig minnir — frá Karli Jónassyni að Belgsá. Hann var maður sönghneigður, lék á orgel og hafði ágæta rithönd á nótur sem annað. Þetta nótnablað á ég enn. Þar er fyrirsögn lagsins:: „I Nattens venlige Drömme“, en undir nóturnar er skrifað þetta erindi.:

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.