Nýtt kvennablað - 01.02.1944, Page 15
NÝTT KVENNABLAÐ
11
HiS hýra himins auga
sig hylur fjallabrún.
í dögg sig liljur lauga
og letra dularrún
kvöldskuggar gróandi grund
og grænan skógvi'ðarlund.
Ekki veit ég hvaðan þetta erindi er. Gæti ég vel
trúað, aS Karl hefði þýtt þa'S, eöa þó öllu heldur frum-
samið. Hann mátti að ýmsu heita barn náttúrunnar
°g ekki sízt skóganna í Fnjóskadal.
Fyrir ofan lagið er skrifað, á venjulegan stað, höf-
undatnafn þess Tr. Palmer (ekki þó alveg víst, hvort
fyrsti stafurinn er P. eða T.). Lagið er skrifað í F-dúr
°g raddað fyrir hljóðfæri (orgel eða píanó).
Ekki man ég til að hafa rekið tiiig á þetta lag í
prentuðum nótnabókum — enda ekki liaft mikið af
þeim undir höndum. — Gæti það, að því leyti, vel
verið eftir Ósk Gísladóttur. En þessi gamla uppskrift
yEðist draga það í nokkurn efa. í fyrsta lagi, gefur fyr-
'rsögnin í skyn, að það sé afskrift af erlendum nótuin;
í öðru lagi mun, fyrir 1890, lítið hafa verið gert að
því norðanlands, að radda lög, sérstaklega frir hljóð-
færi 0g í þriðja lagi virðist eigi með öllu, hægt að
ganga fram hjá áöurnefndu höfundarnafni.
Það væri gaman að fá vissu um hið rétta í þessu
efni. Ég vildi feginn óska, að þetta failega lag væri
satnið af íslenzkri sveitastúlku, fyrir meira en 50 ár-
um. Varla þarf að efa, að fleiri góð lög hefir hún þá
samið, sem hún á í fórum sínum, og ættu þau vissu-
^ega að komast í dagsljósið.
1. des. 1943
Kristinn Guðlaugsson.
Aths. ritstjórnar.
S.l. vetur barst blaðinu umtalað lag og var Ósk
Gísladóttir tilgreind höfundur þess. Án frekari rann-
spkna á uppruna þess var það prentað í marzheftinu
ems og að ofan er sagt.
ETú hefir þessi athugasemd frá sr. Kristni Guðlaugs-
syni á Núpi verið send okkur. Áður ltafði kona ein á
Siglufirði skrifað blaðinu svipaða athugasemd. Segir
^ún að lagið sé að finna í nótnaheftinu „Danske Melo-
dier“. Þetta hefir reynst rétt og er það þar við vísu
senr heitir „I Nattens venlige Drömme“. En vegna þess
að ekki hefir tekizt að ná í nefnt nótnasafn, er ekki
úægt hér að segja um réttan höfund þess.
, Eg hefi fært þessa missögn á höfundarnafni lagsins
1 tal við tónlistarráðunaut útvarpsins. Segir hann að
svipaður misskilningur og þetta sé ekki svo óalgeng-
Ur- Muni Ósk hafa verið eignað lagið vegna þess að
það hafi verið almenningi ókunnugt og nýtt í byggð-
urlagi hennar, en hún sungið það og kennt öðrum.
Nú er þessi misskilningur leiðréttur, en hið ljúfa,
fallega lag, er jafngott fyrir því. • Ritstj.
Úr hugleiðingum Jóhanns Sigurjónssonar:
Visnuð haustblöðin eru gulnuð ástarljóð, sem sum-
artð orti einu sinni til lífsins.
Skyldu trén ekki kvíöa því á hverjum vetri að aldrei
muni framar sumra.
Heilsufraeði fyrir húsmæður, eftir Kristínu Ólafs-
dóttur lækni. Útg. ísafoldarprentsmiðja h.f.
Með bók þessari er bætt úr mikilli og bagalegri
vöntun, því engin slík handbók íyrir heimili varð-
andi heilsufræðileg efni hefir veriö gefin út langa
lengi. Sömuleiðis hefir vantað kennslubók handa
skólum og námskeiðum, sem kenna undirstöðuatriði
hjúkrunar og meðferð ungbarna.
Bókinni er skift í eftirfarandi kafla:
Kynferðislíf kvenna, barnsburður 0g sængurlega.
Meðferð ungbarna.
Heilsusamlegir lifnaðarhættir og heilsuvernd.
Iielztu sjúkdómar, er húsmæður varða.
Heimahjúkrun.
Hjálp í viðlögum.
1 hverjum kafla er farið allítarlega inn á það efni,
er liann fjallar um og er fjöldi góðra mynda til
skýringa. Til bókarinnar hefir verið vel vandað,
bæði frá hendi höfundar og útgefenda og er þvi
ánægja að rnæla með henni sem góðri hjálp og leið-
beiningu fyrir hverja húsmóður.
Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti: 10 þulur.
Útg. ísafoldarprentsmiðja h.f.
„Ljóðþráin ljúfa
lagði um mig arm,
lyfti mér um ljósan heim,
létti mínum harm.“
Þannig fer frú Guðrún á stað með þulur sínar.
Ljúfleiki og angurværð andar frá hverju stefi. En
liún á einnig Tíka samúð, þegar hún lýsir Þrúðu
gömlu á Bala:
-----„Ekki var hún útlitsfögur,
andlitsstór og kinnamögur,
hárið eins og hrokkið kögur,
húfan stundum illa fór,
eins og hún væri alltof stór.
Á herðunum var hyrna slitin,
hún var eitt sinn hvít á litinn,
nú var hún af skarni skitin,
skart er ekki i þeirri flík,
en fátæk er ei fatarík.“
Þulan er ljóðform, sem tnörgum skáldkonum okk-
ar er tamt að grípa til. Efnið rennur úr hendi þeirra
eins og hárfínn spunaþráður, er þær vefa úr hið feg-
ursta hýjalín. Og frú Guðrún kann þá list.
M. J. K.
Saumakonur fá iðnréttindi.
Á Fðnþinginu s.l. haust sóttu saumakonur um að
þeim yrðu veitt iðnréttindi. Samþykkti þingið að
veita þeim réttindi en lagði til að iönin skiptist
i tvennt, kjóla- og barnafatasaum og kápusaum.
Nú hafa kjólasaumakonur myndað stéttarfélag með
sér, en eftir er að ákveða um námstima nema o. fl.
Fram að þssu hefir það verið svo, aö hver sem
vildi gat sett á stofn saumastofu og tekið lærlinga
án þess að nokkur trygging væri fyrir því. að kunn-
átta væri fyrir hendi enda valt á ýmsu hvað það