Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Blaðsíða 5
nýtt kvennablað
3
ar þau Böðvar komu í hellinn, hafði Vigdís
verið (i klukkustundir ein í hellinum undir
þessum kringumstæðum. Tveim stundum sið-
ar kom Jón með ljósmóðurina og tók liún
^ylgjuna, og tókst það svo vel, að konunni varð
eklcert um, og heilsaðist vel.
Vigdís var tvílug að aídri, þegar þetta gerð-
ist. Fjögur ár bjuggu þau Jón og Vigdís í hell-
inuin og fæddust þeim 3 börn á þeim tírna, en
þá fluttu þau að Vallahjáleigu i Flóa. En siðar
fhittu þau að Meðalholtum. Þau liafa eignast
7 börn og eru 3 enn í æsku. En stúlkan, sem
fæddist í hellinum þessa eftirminnilegu nótt,
er Ragnheiður, kona Erlings Dagssonar verzl-
unarmanns við Kaupfélag Hallgeirseyjar.
Þau Jón og Vigdís eru vinsæl og vel metin
iijón i sinni sveit; lijálpsemi þeirra og greiða-
semi er viðhrugðið. Vigdís er rósöm kona, við-
mótsþýð, broshýr og skiptir ekki skapi.
Síðasla spurningin, sem ég lagði fyrir Vigdísi,
var það, hvernig henni hafi verið innanbrjósts
þegar liún var orðin ein og Jón var að sækja
Ijósmóðurina. — Mér leið vel þá og alltaf í
l'ellimnn, svaraði Vigdis, — ég trúði því og
treysti að ég væri ekki ein og að einhver Iiulin
hönd héldi vernd sinni yfir mér og litln stúlk-
l'nni minni. — Ég leit á Vigdisi, þessa grann-
vöxnu, unglegu konu og skildi þá, hvaðan henni
liafði komið það þrek og kjarkur scm liún sýndi,
þegar hún ól sitt fyrsta barn með slikum at-
Þurðum. En vist er um það, að ekki hefði ég
viljað vera í hennar sporum þá, og svo mun
vcra um fleiri konur.
Eg spurði Jón mann Vigdísár einliverju sinni,
hvernig Iionum hafi verið innanhrjósts, þegar
Þann varð að yfirgefa konu sína forðum. Eg var
• urðu rólegur, svaraði Jón, cn hafi ég nokkurn-
•inia beðið til guðs, gerði ég það þá, og ég treysti
•svo guði að hann léli þetta allt fara vel. Og
Þann leit hlýlega til konu sinnar. Á ástir þeirra
Þafði ald rei fallið skuggi í gegn um allt, öll
þessi ár, scm þau höfðu saman verið.
jllellirinn á Laugavatnsvöllum er í miðri al-
faraleið, Jjcgar farin er Lyngdalsheiði milli Þing-
vallasveitar og Laugardals. Mun vcra um 2ja
tínia gangur fná Gjábakka í Þingvallasveit að
bellinum, og jafnlangt þaðan að Laugarvatni.
Er þarna fjölfarið, einkum á sumrin. Oft var
gestkvæmt hjá Vigdísi og Jóni, og komu þar
margir kunnir menn, svo sem Sveinn Björns-
son rikisstjóri, og sumarið 1921, ])egar Kristján
konungur líundi var liér á ferð, kom hann við
í hellinum, þáði skyr og rjóma lijá Vigdísi og
gaf henni 30 kr. að skilnaði.
Margir sem þarna fara um gera sér það tii
gamans að krota nafn sitt eða annað á hið
mjúka berg liellisins og er hann allur útkrot-
aður. En nöfn þeirra sem þar bjuggu munu
livergi standa þar, eða barna þeirra, en þau eru
auk Ragnheiðar, sem áður getur, Magnús bif-
reiðarstj. í Reykjavík, hann fæddist ekki í hellin-
um, Vigdís fór að heiman lil að eiga hann.
Hrafnliildur Ásta er fædd í hellinum, hún er
húsett í Reykjavík, unnusta Árna Einarssonar
klæðskera. öll eru þessu systkin sérlega efnilegt
fólk, og hafa almenningsorð fyrir prúðmennsku
og myndarskap.
Þeim fækkar nú óðum, scm trúa á landið og
móðurmoldina og heyja harða lífsbaráttu í
þeirri trú. Hellirinn á Laugarvatnsvöllum ber
engin merki ])ess lengur að hafa verið manna-
bústaður. En saga þeirra, sem þar háðu sina
baráttu, er vel þess virði að liún lifi, sem eitt
af þúsundum dæma um kjarlc og æðruleysi is-
lenzku alþýðunnar, þegar í nauðir rekur.
Fjársöfnun handa börnum styrjaldarlandanna.
Samband íslenzkra barnakennara hefir, fyrir hönd
íslenzkra skólabarna, hafiö fjársöfnun til styrktar
börnum hinna nauöulega stöddu styrjaldarþjóöa.
Um nauSsyn slíkrar hjálpar var ritaö nokkuö s.l.
haust, m. a. i Nýju kvennablaöi. Er nú máliö komið
í hinar allra beztu hendur, hendur barnanna sjálfra,
scm hjálpa vilja öörum börnum, sem mörg eiga nú
svo óumræöilega bágt. Hungur, kuldi, klæðleysi,
einstæöingsskapur og heimilisleysi, slíkt cr híut-
skipti þúsunda barna víösvegar um heim. Þótt sú
fjárhæð, sem hér safnast, gæti aldrei oröiö nema
dropi i hafinu í baráttu gegn því hyldýpi skorts
og eymdar, sem víöa ríkir, þá getur hún samt
orðiö til að létta hlut margra barna. Þess vegna
eigum við, fullorðna fólkið, að gera okkar bezta
til aö fjársöfnun barnanna veröi sem stærst. Ekki
er vonlaust um, að fjárstyrk til norskra barna og
danskra flóttabarna, sé hægt að koma áleiðis nú
þegar, og komi því að notum strax.
Bandalag kvenna í Reykjavík
liélt aðalfund sinn 3. marz s.l. I Bandalaginu eru
nú 8 félög, og meðlimatala þeirra samlagt er rúm
2000. Frú Ragnhildur Pétursdóttir, sem verið hefir
formaður þess nærfellt frá upphafi, baðst eindregið
undan endurkosningu. Hina nýju stjórn skipa: frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir formaöur og meðstjórn-
endur frú Svanfríöur Hjartardóttir og frk. Guðlaug
Bergsdóttir.