Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Page 6

Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Page 6
4 NÝTT KVENNABLAÐ Frú Guðrún Pétursdóttir átti 65 ára afmæli 9. nóv. f. á. Og þó nokkuð sé umliðið siðan það var, þykir mér ekki úr vegi, að geta hennar að nokkuru hér, er um svo mikilhæfa konu er að ræða, sem frú Guðrún er og sem alla tíð hefir viljað gengi og sóma islenzku kvenþjóðarinnar í hvívetna, Jagt þar mikla krafta fram, og unnið að hverskonar þjóðþrifamálum um langt skeið. Á frú Guðrúnu sannast, að ekki endast þær síður, er ekki telja eftir sér sporin á heimilinu og til almenningsheilla, þvi jafnframt þvi að vera ágæt húsmóðir, siarfar hún í ótal félögum og alls staðar í fremstu röð, þar sem eg þelcki til, og lætur mjög til sín taka, er skjót að átta sig á málunum og greina kjarnan frá hisminu, ómyrk í máli og skorinorð, sýnt um að láta liendur standa fram úr ermum. Ekkert er liálft hjá henni, annað hvort er hún eða ekki.------- Hún hefir staðið fyrir heimilisiðnaðarnámskeið- um hér siðan 1928, og kom því þá til leiðar að tekin var upp lieimilisiðnaðarfræðsla í sauma- skap og prjóni, svo heimilin gætu hjálpað sér sem hezl sjálf i þeim efnum. Hefir mörg unga konan hagnýtt sér þá fræðslu, og það komið sér vel fyrir heimilin, að þannig var skipað málum. Einnig var það fyrir hennar tilstilli, að heimilisiðnaðarfélagið gekkst fyrir að út- vega frá norðurlöndum áhöld og fyrsta flokks litunarekta efni, til vefnaðar, er svo vefnaður- inn í landinu naut góðs af, meðan hægt var að greiða þar götuna. 1 stjórn Kvcnfélagasam- bands íslands hefir hún verið frá byrjun og víðsvegar ferðast um landið í þágu kvenfélaga og þótt þar góður gestur. — Hússtjórnarskóla- málinu vann hún mikið gagn, það er mér kunn- ugt um. — Ein var hún þeirra kvenna, er hratt þvi máli af stað, að fæðingardeild Landsspital- ans yrði stækkuð svo fljótt, sem kostur væri þar á. — Barnaskólanefndarmaður hefir hún verið siðan 1936. Oflar en einu sinni hefir frú Guðrún átt þess kost, að komast á framboðs- lista, en hafnað því hoði. Þó hygg ég, að þar sem hún hef i markað emna dýpslu sporin, sé i sjálfstæðismáli þjóðarinnar, því ég efast stórlega um að önnur kona hafi þar átt virkari þátt, því hrátt, sexn ung kona við hlið manns síns, Benedikts Sveinssonar, fyrv. alþingisfor- seta, var hún hans styrka stoð, í þeirri hörðu haráttu, er þá var háð í málinu, hélt markinu hált og lét engan bilbug á sér finna. Einnig nú stendur hún við lilið manns síns, með sama eldmóðnum og áður i málinu, og vinnur af alefli að því, að það verði farsællega til lykta leitt á tilsettum tima. Ég ætla að segja hér frá svolitlu atviki, er lýsir frú Guðrúnu nokkuð í sjálfstæðismálinu. Það var konungskomusumarið 1907 á Þingvöll- um. Á fjórum stöðum var flaggað með íslenzka fánanum (þá hláhvíti) og þar á meðal á tjaldi Guðrúnar og Benedikts, en það blasti mjög við. Mikilsmegandi mönnum þar þótli nóg um þá ráðstöfun og töldu það móðgun við konung. Einn af þeim fór fram á það við Guðrúnu, að hún tæki burt fánann, en hún þvertók fyrir það, sökum þess, að islenzki málstaðurinn var henni fyrir öllu, og svo er enn.---- Er ég átti tal um það við ritstjóra blaðsins, að mig langaði að segja nokkur oi'ð um frú Guðrúnu Pétursdóttir, varð henni að orði: „að frú Guðrún væri sannkölluð kóngamóðir“, og má það til sanns vegar færa, því allir synir lienn- ar þrir eru einskonar kóngar, hver á sínu sviði; Sveinn á sviði útvegsmála, Pétur sem sendiherra og Bjarni borgarstjóri Reykjavíkur. Dælurnar fjórar, bráðefnilegar sem bræðurnir, hafa hlot- ið ágæta menntun til munris og handa. Ein þeirra, Ragnhildur, dó tvítug að aldri; hafði þá lokið stúdentsprófi fyrir ári. Var hún lmg- ljúfi allra, er henni kynntust. — Ivristjana er gift Lárusi Blöndal bókaverði. Ólöf, gift Guð- jóni Rristinssyni, er stundar hagfræðinám i Skotlandi, og Guðrún, með foreldrum. öllum kippir þeim í kyriið og allt úllit fyrir að þær feli i fótspor foreldra sinna. í afmælisgrein í Morgunblaðinu segir frú Guðrún í viltali við V. St., að hún „hafi verið lánsöm kona, átt góðan mann, mannvænleg

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.