Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Blaðsíða 7
NÝIT KVENNABLAÐ 5 Starf og staða konunnar. Fl'h Konan er venjulega minni að líkamlegu afli en karlmaðurinn. Þó er munurinn á einstakling- um innan sama kyns oft meiri en á tveim ein- staklingum af gagnstæðu kyni. Rannsóknir sýna, að iiið eina sem má ganga út frá sem nokkurn veginn vísu um likamlegt atgerfi karls og konu er, að karlmaðurinn er venjulega sterk- ari og því liæfari til erfiðari starfa. Ivonan er aftur á móti oft liandlagnari og þvi hæfari, þar sem á lipurð þarf að lialda. Um liið andlega atgervi karls og konu liefir ekki enn neitt verið sannað sem bendi til þess að konan standi þar að baki. Gáfnakvótinn virð- ist svipaður, en í einstökum þáttum gáfnafarsins virðist liggja ofurlítill mismunur. Stúlkurnar eru fljóta ri að læra að lala og drengirnir virð- ast heldur fljótari að tileinka sér tæknilega fræðslu. Skýringanna á hinni ríkjandi verkaskiptingu verðum við þvi öllu fremur að leita í ýmsum gömlum venjum en eðlinu sjálfu. Innan hinnar íslenzku bændafjölskyldu, ríkti t. d. verlcaskipt- ing, sem að nokkru leyti var miðuð við eðli eða starfsorku einstaklinganna. Karlmennirnir slógu með orfi og ljá, en konurnar rökuðu liey- ið. Til slátlar þarf að öllu jöfnu meiri krafta en til raksturs. En svo kom sláttuvélin og sneri við erfiðishlutföllum heyvinnunnar — án þess þó, að það væri dregið i efa að slátturinn ætti áfram að teljast karlmannsverk. Slíkt hið sama hefir skeð á mörgum sviðum iðnaðarins. Verkaskipting sú sem nú er ríkjandi, og slag- orðið, að hin einu réttu slörf konunnar séu heim- ilisstörfin, á því engan rélt á sér, hvorki l’rá hæfni einstaklinganna né sögulegum staðreynd- um séð. Aftur á móti eru ýmsir erfiðleikar á því að sameina starf og heimilislíf sitt til að viðhalda hinni gömlu verkaskiptingu. Ef full- komið jafnrétti milli kynjanna á að ríkja um starfsval, verður konan að hafa möguleika á því að eignast mann, börn og heimili, án þess þó að kasta frá sér atvinnu sem hún hefir ánægju af að stunda, verða fjárhagslega ósjálfstæð og hengja allt sitt líf upp á þenna cina sterka snaga börn og séð mai-ga drauma sina rætast.“----- Ekki einungis maður hennar og börn munu telja sig lánsöm að eiga Guðrúnu Pétursdóttir, lieldur hefir þjóðin góða ástæðu til að taka þar undir. Soffía M. Ólafsdóttir. sem þó all oft bilar. Dæmin eru allt of mörg um það, að móðir stendur ein uppi með mörg börn, en hefir enga menntun, sem veitt geti lienni aðgang að sæmilega ai'ðbæru starfi, svo að liún geti séð börnum sínum farborða. Iljónaskiln- aðir eru líka svo algengir nú á dögum að það verður að teljast mjög hæpið fyrir konuna að miða allt líf sitt við starf, sem er svo algjörlega undir tilviljun og endingu tilfinninganna komið. I nútima þjóðfélagi verðum við raunverulega að lelja þrjá hópá starfandi kvenna og einn iðjulausra. Fyrsti hópurinn eru hinar starfandi liúsmæður. í öðru lagi koma svo hinar fátækari konur, sem af nauðsyn þess að sjá f jölskyldunni farborða hafa dregizt út í atvinnulífið, án þess kannske að óska þess, og í þriðja lagi má telja stóran hóp kvenna, sem hafi löngun til þess að sinna öðrum störfum en heimilisstörfunum, telja bann við því skerðing á einslaklingsfrelsi sínu og neita því að binda konuna einungis við grautarpotta og bleyjuþvott, eða gera hana að iðjulausa leikfangi, mannsins. Að síðustu er svo iðjulausa konan, sem einungis héfir valið sér það hlutverk að vera naulnameðal manns- ins og harnaframleiðandi, en oftast bregzt hún einnig hinu siðarnefnda þegar iðjuleysið er komið á nógu liátt stig og hið fyrra snýst upp í það, að hún verður skaðvænn lunguspillir, sem eiginmaðurinn fyrir alla muni vill losna við. Allar hinar starfandi konur þjóðfélagsins eiga ýms vandamál við að stríða, en eitt þcirra er og verður ef til vill i framtíðinni stærst allra. Það cr að fá jafnan rétt karlmannsins til þess að njóta starfs síns og vinnugleði og þeirrar þjóðfélagsaðslöðu sem hcnni ber, án þess þó að fara á mis við það að verða eiginkona og móðir. 1 siðasta fyrirlestri liínum minntist ég á til- raunir þær sem konur víðsvegar í heiminum hefðu gert og væru að gera, til }>ess að sameina þetta tvennt. En hér á landi virðast flestar ung- ar stúlkur sammála um það, að starf utan heim- ilisins og hjónaband með börnum sé ógjörning- ur að sameina. Það er einkennilegt, en stundum fær maður þann grun af viðræðum manna að hjónaband hljóti í raun og veru að vera sama og persónlegur og andlegur dauðdagi konunn- ar og er illt til þess að vita. Ég minntist á að sumir héldu þvi fram að vegur og virðing kvenna stæði i réttu hlutfalli við þann skerf, sem þær legðu til atvinnulífs og félagsmála þjóðarinnar. Stafar hið einkenni-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.