Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Page 8

Nýtt kvennablað - 01.03.1944, Page 8
6 NÝTT KVENNABLAÐ lega áliuga- og áhrifaleysi íslenzkra kvenna af J»ví hve lítið þær starfa við hin arðbæru störf, eða eru afkomendur Auðar djúpúðgu, Þorgerð- ar Egilsdóttur og Auðar Yésteinsdóttur sofnað- ar svefni Þyrnirósu? Ungu íslenzku konur, látið ekki lengur telja ykkur trú um að þið getið .ekki þetta eða hitt og það sé ekki til neins að vera að brjótast i þvi af þvi að þið giflið ykkur. Þið lialdið sem sé áfram að lifa þrátt fyrir 511 hjónabönd. Ég ætla ekkert að fara að halda því að ykkur, að þið eigið allar að vinna utan heimilisins. Bændakonan heldur áfram við búskapinn með manni sinum og kaupstaðarkonan getur víðast hvar ennþá fundið nægilegt starfssvið innan heimilisins, ef áhugi hennar beinist í þá átt, en ég vil aðeins minna ykkur á, að ef þið eigið einhver áhugamál, skuluð þið ekki vera liræddar við að láta þau í Ijós vegna piparhættunnar. Og ef unnustar ykkar fara eilthvað að derra sig, skul- uð þið bara segja við þá: „Ertu með karl- mennskukomplex, góði minn? Það er leiðinleg- ur sjúkdómur, sem stafar af þvi að þið karl- mennirnir cruð að missa einræðið í þjóðfélag- inu. En ég skal vera ósköp góð og blið við þig og þá Iæknast þetta bráðlega.“ Þið sem kjósið ykkur heimilisstörfin verðið að viðurkenna í verki að þið viljið vinna þau og búa ykkur undir starfið. Það er ekki til nein> að viðurkenna með vörunum að óskabarn ykkar sé heimilið, en láta sér svo alveg á sama standa hvert stefnir þar sem annarsslaðar. Ef þið vilj- ið hafa ábrif á fyrirlcomulag híbýla t. d., eða dreifingu matvæla, verðið þið að kynna ykkur málin og mynda síðan sarnlök um framkvæmd þeirra. Það er ekki hægt að skilja heimilið og þjóðfélagið eins og gert er og ætla sínu kyninu hvort verksviðið, eða það er að minnsta kosti mjög hættuleg stefna. Jafnvel þó að þið konurnar viljið hclga ykk- ur heimilið sem aðalsíarfssvið ykkar verðið þið að reyna að liafa áhrif á þj óðfélagsmálin að minnsta kosti sem heimilin varða. Ung stúlka lýsli þvi yfir i amerísku hlaði að sinn mesti framadraumur væri að giftast Amer- íkumanni. Margar konur liafa bneykslast gifur- lega af ummælum þessum. En ég spyr ykkur foreldrar: Er nokkuð einkennilegt þó að þið missið dæturnar í „ástandið“ og slíkar yfirlýs- ingar komi á prent. Þið alið livort sem er dætur ykkar ennþá upp í umhverfi fullu af kynferðis- órum og kreddum um konuna. Unga stúlkan Ein af húsfreyjum 19. aldar. InfyL&i&hfy t/\^a.^ú.scLötLbi 95 áxa. I lún var smátelpa og lék á palli, þegar skáld- sagan Piltur og stúlka birtist og Jón Sigurðs- son hóf sókn til islenzks sjálfstæðis með þjóð- fundarorðunum: „Vér mótmælum allix-“. Ó- fæddir voru þá Stephan G. Stephansson og Þorsteinn Erlingsson, ófædd hin athafnaríka kynslóð, sem skilaði ævistarfinu næst á undan okkur nútíðarfólki. Ingibjörg elst sem sé upp, meðan þjóðin er enn að velta því fýrir sér, hvort Fjölnismcnn séu varhugaverðir skýja- glópar eða hvort Trampi greifi með byssu- stingjadátana, sendur á þjóðfund af Fiáðrilci sjöunda af guðs náð etc., frelsisgjafanum, sé ekki framsýnni og betra yfirvald en Jón Sigurðs- son væri. Andleg viðhorf þessa tíma eru enn eins nálæg glöggri 95 ára konu og þau væru nýleg. Af kynnum við gamalt fólk skynjar hið unga án frásagna, lxvernig 19. öldin, viðreisnar- skcið okkar, liefur verið. Ingibjörg fæddist 22. jan. 1849 í Gai-ði í Kelduliverfi, þar sem faðir hennar var prestur. Hún var í bernsku, þegar faðir hennar fór að- flulti aðeins vestur yfir hafið það sem hún hafði lært i móðurkjöltu og við föðurkné, sem sé að hinn mildi og eini frami konunnar væri að gift- ast og að persónuleiki hennar yrði metinn eftir mannvalinu og engan veginn eflir eigin hæfni hennar né afköstum.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.