Nýtt kvennablað - 01.12.1944, Side 14
10
NYTT KVENNABLAÐ
um nærgætni við ókunnug götubörn, og þau
gcta ekki tekið ábyrgð á framkoniu lijúa sinna
og' gesla við þau. Á up])eldisheimilum aúti liins-
vegar að vera liægt að miða allt fyrirkomulag
við þarfir telpnanna og velferð.
Var ekki ui;peldisheimilið hugsað eins og skóli,
sem gæti undirbúið telpuriar un.ílir fullorðins-
árin, jafnframt því að þær væru fjarlægðar
hættulegu umhverfi?
Jú það var að sjálfsögöu hugmynclin. \ etrar-
mánuðina var þar bæði bóklcg og verkleg
kennsla, en um vorið fór þetla því miður út um
þúfur, vegna skorts á starfsfólki. Eg tel engum
vafa bundið að svona heimili ætti að vera sem
allra likast kvennaskóla, og yrði það reist við
aftur, þyrfti það nauðsynlega að komast inn í
skólakerfi landsins.
Mér skilst að þitt starf hafi nær eingöngu verið
í sambandi við hið svonefnda „ástand“. Held-
urðu ekki aö þó hermennirnir færu af landi
burt, þá yrði ærið verkefni fyrir ungmennaeftir.
lit í eins stórum bæ og Reykjavík er?
Jú, það liggur í augum uppi. Hcr hefði verið
þörf fyrir ungmennavernd löngu fyrir hernám,
])ví eðlilega var ýmislegt að, alveg eins og ann-
arstaðar í veröldinni. ()g þörfin yrði áreiðanlega
margföld eftirá, því bá myndu koma i ljós ýmsir
fylgikvillar, sem nú ber lítið á vegna peninga-
fíóðsins.
Það er rétt, að ungmennaeftirlitið hefir aðai-
lega snúist um telpur, sem lent hafa á glapstig
með hermönnum. Það stafar af því að þau vancl-
ræðamál hafa verið langmest áberandi, en vinnu-
gela eftirlitsins takmörkuð. En auk þess var
undir öllum kringumstæðum sjálfsagl að ung-
mennaeflirlitið legði höfuðáherzlu á að koma
í veg fyrir hermannaféiagsskapinn, því þar er,
til viðbólar við venjulega spillingu( um að ræða
slórkostlega þjóðernislega hættu, og það varðar
sóma þjóðarinnar út á við að vörnum sé haldið
uppi gegn henni.
M. J. K.
ATI-IS.
Eftir að ofanritað viðtal átti sér stað hringdi Jó-
hanna Knudsén til mín og óskaði eftir að eitthvert
dagblaðanna fengi það til birtingar. Taldi ég engin
tormerki á því frá minni hálfu. Talaði ég svo við Val-
tý Stefánsson ritstj. Morgunhlaðsins, sömul. eftir
beiðni J. K., en.eftir því sem ég gat skilið, áleit hann
bezt fara á að Mgbl. sendi sjálft sinn tíðindamann til
J. K. Lét ég þá setja viðtalið fyrir Nýtt Kvbl., að
vísu nokkuð stytt, en síðan hefir það komið í Mgbl.
næstum orðrétt.
I’ví niiður er ekki hægt nú, rúmsins vegna, að fara
nánar út i það mál, er viÖtalið fjallar um. Skoðanir
og afstaða almennings til starfsemi ungmennaeftirlits-
ins og ungmennadóms hafa verið mjög á tvo vegu.
Virðist oft hafa gætt meira íilfinningasemi en rólegr-
ar yfirvegunar og dómgreindar. Hvorttveggja var al-
gjört nýmæli og því ekki undarlegt j)ótt eitthvað hefði
mátt öðruvísi fara. En það liggur i augum uppi, að
án eftirlits er öll harnavernd kák og með j)vi að leggja
niður upptökuheimili og uppelclisheimili eru að veru-
legu leyti eyðilagðir möguleikar barnaverndarnefnd-
ar til að starfá á skynsamlegan hátt eins og Jóhanna
Knudsen kemst að orði. Ráðstafanir fyrrv. dóms-
málaráðherra virðást j)ví vægast sagt, afar van-
hugsaðar og jafnvel kennir j)ar ábyrgðarleysis. Hitt
er annað mál, að gleggri markalínur en verið hafa,
])urfa að vera milli starfs eftirlitsins og barnavernd-
arnefndar, og þar liggur ef til vill orsök allra mis-
taka, sem orðið hafa.
M. J. K.
Sumarkveðja
\
til sambands sunnlenzkra kvenna.
Þið konur, sem uð kveikið Ijós
við kvöð og önn, sem lýsa skært,
þið eigið þjóður þökk og hrós,
— uð þcikka skyldi öllum kært.
Hver líiil tómstund gefur gull
hins g ó ð a og f a g r a þeirri hönd,
sem ver sinn garð og vinnur ull
og vefur gróðri lieimálönd.
()g blessuð sé hver hagleikshönd,
hver hugur, sem að umbót kýs.
IJm Islands dali, íslands strönd
sé iðnin hvers manns heilladís
þá verða býlin holl og hlý,
hver lmgur unir frjáls við sitt.
Þó yfir líði skúr og ský
i skjóli starfs er er öllum fritt.
Svo lýsi upp hvern lítinn bæ
þau Ijós, er kveikir ykkar þrá
til fegra Ufs '■— og leggi fræ
í lófa barns er slcal hví sá.
Ég sé i huga sæla þjóð,
er sinnir störfum, gleðst við önn,
sem vaxlar ykkar vonasjóð
og ver sín mæti, trú og sönn.
Hulda.