Nýtt kvennablað - 01.12.1944, Blaðsíða 19

Nýtt kvennablað - 01.12.1944, Blaðsíða 19
NÝTT KVENNABLAT) 15 .,Ég er kominn lil að fá svarið, Jórunn.“ Én í staðinn fyrir að svara, flýtti Jórunn sér út og faldi sig, og Jóel fékk ekkert svar, en kvaddi foreldra Jórunnai- og sté á bak Skjón'a. Foreldrunum þólti Jóel reynast vel, að ætla sér Jórunni eins eftir að þetta hafði lient liana, cg þau liéídu hans taum meir en áður. Þegar Jóel þeysli heim þetla kveld, hét hann því að byggja íbúðarhúsið í sumar. Og ef Jórmin liafnaði því lika, ja, þá að fá sér aðra konu. léii liann hafði nú einu sinni bugsað sér hana Jórunni. Og Jóel efndi heit sitt. IJann hyggði um sumarið. En gaf sér alltaf tíma ti! að söðla Skjóna á laugardagskvöldum og heim- sækja Jónmni. Það komst upi> í vana, og Jór- unn fór að eiga von á honum. Og ekki var hug- ur hennar hjá öðruni. Og ]jví skvldi hún þá liafna nýja húsinu? — Þaí'i getur veriö hættulegt aö hafa rétt fyrir sér i því, sein mikilsháttar nienn liafa rangt fyrir sér í. — Héimskingjar dást að öllu, seni frægir rithöf- undar láta eftir sig sjá. Reglusemi og snyrting. Bandalag kvenna í Reykjavík. hélt aðalfund sinn 5. desember síðastl. í því eru nú 1 1 félög og er meðlimatala þeirra samtals rúmlega 2500. Formaður Bandalagsins er frú Aðalhjörg Sigurð- ardóttir; var hún endurkosin, en meðstjórnendur eru frk, Guðlaug, Bergsdóttir, sem einnig var fyrir i stjórninni, og frú Guðrún Pétursdóttir, sem kemur í stað'frú Svanfríðar Hjartardóttur, er átti að ganga úr stjórninni og baðst undan endurkosningu. Fundurinn var vel sóttur og hinn merkilegasti um margt. Félögin ákváðu að heita sér fyrir fjársöfnun til styrktar byggingu Kvennaheimilisins Hallveigarstaða, og á fundinnm kom fram almennur áhugi fyrir því að heimilið risi upp .sem allra fyrst. Samþykkt var áskorun á bæjarstjórn Reykjavíkur um að veita fé til stuttra námskeiða í matreiðslu fyr- ir ungar stúlkur, setn Húsmæðrafélag Reykjavík- ur og Starfsstúlknafélagið Sókn hafa í hyggju að koma á fót. Skorað var á skólastjóra við barnaskóla Reykja- víkur að taka upp það nýmæli, að verja sérstökum kennslustundum lil þess að kenna börnunum hátt- visi og prúða framkomu. Fundurinn kaus nefnd til þess a'Ö gera ýmsar til- lögur til heilbrigðisstjórnar bæjarins um aukið hrein- læti í bænum og annaÖ, sem mætti verða til að prýða útlit hans, og aö lokum voru samþykkt mjög ákveðin mótmæli gegn þeirri ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að leggja niður kvenlögregluembætti það, sem stofnað var fyrir 3 árum. Bandalagið áformar að efna til sýnikennslu í mat- reiðslu, og sömuleiðis verða fluttir á vegum þess, sið- ar í vetur, fyrirlestrar um mataræði. Merkileg bókasýning. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík gekkst fyr- ir sýningu á bókmenntum eftir íslenzkar konur snemma í desember. Munu þar hafa verið rúmlega 400 bindi, og þó taldi Finnur Sigmundsson, landsbókavörður, sem hafði lánað flestar bækurnar frá Landsbókasafninu, að eitthvað mundi vanta. h'vrsta bókin, rituð af konu hér á landi, er prent- uð í Leirárgörðum árið 1800. Er ]>að matfeiðslubók eftir Rögnu Stephensen, konu Stefáns amtmanns á Hvítárvöllum. Kverið kallar hún: ..Lítið matreiðslu- kver fyrir heldri manna húsfreyjur í Reykjavík“. Fyrsta ljóðahókin er „Stúlkan“ eftir Júliönu Jóns- dóttur. Ef tekið er tillit til þess„ að enn eru ekki liðin full 150 ár síðan fyrsta hókin kemur út, þá er ekki hægt að segja annað en að konur hafi lagt merkilega drjúgan skerf til bókmennta þjóðarinnar, og ]>að því fremur sem aðstaða þeirra til ritstarfa er oftast miklu erfiðari heldur en karlmanna. Heimilisstörf og barna- umsjón gefa fáar friðsamar stundir, og eru verr til þess fallin en mörg þau störf, sem karlmenn stunda, að láta hugann dvelja við önnur viðfangsefni. Af þeim konum, sem fást við ritstörf um og íyrst eftir aklamót, ber mest á Torfhildi Hólm og Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, en á síðari árum eru þær stór-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.