Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 11
NÝTT KVENNABLAÐ
fagvinnu hafa þær innt af hendi ómissandi
þátt í sigri hinna sameinuðu þjóða. Þær hafa
unnið sér nýja stöðu í mannfélaginu.
Framlag þeirra var nauðsynlegt í hernaði.
Það er engu síður nauðsynlegt á friðartímum.
Konur, sem tóku þátt i öllum þrengingum ófrið-
arins hafa rétt og skyldu til að taka þátt í ráð-
stefnum þjóðanna og krefjast hlutdeildar í
sköpun friðarins og nýbyggingu heimsins með
alþjóða samstarfi.
Það ástand verður ekki lengur liðið, að millj-
ónir manna víðs vegar í heiminum lifi i léleg-
um hreysum, að konur vinni í verksmiðjum og
útivinnu við smánarkjör, að börn fæðist og al-
ist upp í umhverfi, sem ekki er hæft mann-
legum verum. Jafnvel í löndum, sem konur eiga
við lýöfrelsi að búa hafa þær enn ekki nærri
náð fullu jafnrétti í atvinnu- og þjóðfélags-
málum.
Karlar jafnt sem konur vinna við það, að
konurnar taki sinn fulla þátt í nýsköpun fram-
tiðarinnar; til þess starfs þarf ýtrustu krafta
beggja.
Til að framkvæma alla þessa miklu mögu-
leika, krefjast konur og munu berjast fyrir:
Sem mœður: rétti til að ala börn í heim, sem
er frjáls af ótta við skort og stríð; fyrirsjá
stjórnarvalda hvers lands um sæmilegt heil-
brigðiseftirlit og hús, sem eru hæf til að lifa í.
Sem verkamenn: rétti til að stunda hvaða
atvinnu sem er, rétti til að fá sömu laun fyrir
sömu vinnu, sömu möguleika og karlar til
menntunar og til að gegna ábyrgðarmiklum
embættum; afnámi á nýtingu kvenna sem ó-
dýrs vinnuafls og fyrir bættum vinnuskilyrðum.
Sem þjóðfélagsborgarar: jafnrétti við karla
og fullu lýðræði, rétti til að sitja i ráðum, dóm-
um og opinberum nefndum, hvort heldur inn-
anlands eða milliríkja.
Alþjóðakvennadagurinn hrópar á sameiningu.
Aðeins með því að sameinast getum við unnið
framtíðina. Á þessum degi kalla konur allra
þjóða til kynsystra sinna hvar sem er í heim-
inum.
Á þessum degi heitum við því að beina kröft-
um okkar til að byggja upp varanlegan frið og
heim, þar sem hamingja og öryggi getur orðið
hlutskipti hvers manns.“,
í styrjöld þeirri, sem nú hefur senn geysað
i 6 ár, hafa konur tekið virkan þátt. Þær hafa
unnið að hergagnaframleiðslu, og tekið þátt
7
Skagfirzk skáldkona
sextug
Ólína Jónasdóttir frá Fremrikotum átti sex-
tugsafmæli 8. april s. 1. Hún er efalítiö einhver
liprasti hagyrðingur, sem nú er í Skagafirði
og þótt viðar sé leitað. Hún er fædd á Silfra-
stöðum í Skagafiröi 8. apríl 1885, en ólst upp
á Fremrikotum í Norðurárdal fram um tvítugs-
aldur hjá foreldrum sínum, Jónasi Hallgríms-
syni og Þóreyju Magnúsdóttur. í ætt Ólínu er
óvenjurík hagmælska, einkum í móðurkyni, og
er hún löngu kunn fyrir vísur sínar.
Á sextugsafmæli hennar færði sýslunefnd
Skagafjarðar henni 1000 kr. sem heiðursgjöf og
nokkrir Skagfirðingar, búsettir í Reykjavík,
sendu henni 3000 kr. í viðurkenningarskyni.
Hér birtast fáeinar visur eftir Ólínu:
Vorvlsa.
Lindir snjóa leifum frá
létt til sjóar streyma.
Vorið nægar nægtir á,
nú fer að gróa heima
Haust.
Blómum dauðinn gaf ei grið,
grundir auðar standa.
Fölnað hauður vel á við
vonar snauðan anda.
Kveðið við hispursmey.
Þig hefir tál og tízka villt
til að mála kinnar,
en gættu að prjálið geti ei spillt
göfgi sálar þinnar.
Ort á leið til œskustöðva.
Lækjaraðir fjöllum frá
fram sér hraða af stalli.
í sjálfu striðinu á landi, i lofti og á sjó. Þær
hafa þolað hvers konar hörmungar og pynt-
ingar og í löndum þeim, sem verið hafa stríðs-
vettvangur hafa þær staðið eins og hetjur í bar-
áttunni fyrir frelsi þjóðar sinnar. Þegar stríðinu
er lokið heimta þær rétt til að taka þátt í upp-
byggingu friðarins.