Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 12

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 12
8 Sýnist glaður svipur á Silfrastaðafj alli. Við gamlan kunningja. Ýmsir finna að því stoð, okkar kynni sanna, að það má tvinna í þykka voð þræði minninganna. Skammdegi. Strönd við ómar bára blá, bak við ómar kvíðinn, fellur Ijómi lífs í dá, liðin blómatíðin. Dynur ós i dimmri hríð, degi ljósum hallar, visna og frjósa i vetrartið vonarrósir allar. Berjamórinn (Niðurl.) Átta ár liðu samfunda á milli, já, liðug átta ár voru síðan við skildum fyrir ofan túngarðinn. Rannveig ílengdist vestra, og Steini fór um þær mundir eitthvað í aðra sókn, en ég var heima fyrst um sinn. Fiinm seinustu árin hafði ég þó verið stýrimaður á hákarlaskipi sunnanlands, var orðinn stór og sterkur, og ólíkur að öllu vaxtarlagi hnútnum honum Eyfa á berjamónum. En þrátt fyrir það hafði ég þó ekki gleymt berjamónum á hálsinum, Hvammsbrekku eða fossinum háa niður í gljúfrinu djúpa, og þá ekki heldur leiksystkinum mínum, og verð ég að játa, að þau koma jafnan saman í huga mínum, Steinn og Rannveig, þó ólík þau væru, og ég minnist þeirra með ólíkum hug. Þetta allt lék oft og tíðum í huga mínum, þó það kæmi ekki í bága við störf mín. Ég fékk orð á mig fyrir að vera ötulasti sjómaður, og hinn hugdjarfasti ef í nauðir rak. Heim í föðurgarð hafði ég ekki komið þessi 5 ár, og er því ekki að furða, þó að ég vitjaði hans með glöðum og eftirvæntingarfullum huga. Þar var flest óumbreytt, faðir minn og móðir sýndust ekki vitund eldri en þegar ég skildi við þau, og þau horfðu undur hýrt og ánægjulega á hann Eyjólf sinn. Ég hafði aðeins dvalið einn dag heima, þegar NÝTT KVENNABLAÐ ég spurði föður minn, hvort krækiberin mundu ekki vera orðin stór núna uppi á hálsinum. „Jú, það tel ég víst, en þér mun þó ekki detta í hug að fara að ríða upp á háls núna í berjaleit,“ spurði hann. „Nei, ég ætla að ganga eins og ég var oftast nær vanur,“ sagði ég. „Ég býst við að ég hitti máski einhverja forna kunningja mína af því það er sunnudagskvöld. Heldur ekki unga fólkið áfram að fara til berja?“ „Mikil ósköp, jú. En ég vil helzt að þú ríðir. Ef þú kæmir við í Nesi og tækir hana Hallgerði með þér, þá veit ég að þú hefðir miklu meiri skemmtun af ferðinni. Hún hefur stundum ver- ið að tala um, hve hún hefði gaman af að sjá þig aftur. Ef þú ert ríðandi þá er það ekki næsta mikill krókur fyrir þig.“ „Nei! En nú er ég gangandi og til allrar ólukku langar mig ekkert til að sjá Gerðu, hún er víst ekkert fríðari en til forna.“ „Ekki veit ég, hvort hún má fríð heita, en hún er allra myndarlegasta stúlka, og búkonu- efni hið bezta að sagt er.“ „Hvar er Rannveig Erlendsdóttir nú? Hún er víst orðin falleg stúlka?" „Þú munt líklega hitta hana í dag, ef þú ferð á berjamóinn. Ég sá ekki betur en það væri hún, sem gekk með Steini Jónssyni þar uppeftir áðan. Fólk er að jafna þeim saman, heyri ég sagt.“ „Svo, er það,“ sagði ég og beit ofur hægt á vörina. ,Er Steini hér í nágrenninu?“ „Já, hann er fyrirvinna hjá föður sínum á Lundi, Jón karlinn er orðinn alveg ónýtur til alls, útslitinn og gigtveikur.“ „Svo, er það,“ sagði ég aftur, „en ég má ekki tefja, ef ég ætla að heilsa upp á gömlu berja- brekkurnar mínar og sjá, hvernig Brúarfossi líður,“ og um leið þreif ég húfuna mína og fór af stað. Ég labbaði í hægðum mínum upp götu með hendurnar fyrir aftan bak, og athugaði hvern stein í götu minni, sem ég þekkti frá fornu fari, hvern skúta kannaöi ég, já, jafnvel hvert strá, fannst mér sem ég kannaðist við. Og hérna er einstígið, sem liggur ofan í Hvammsbrekku, og hérna er fossinn sjálfur, gamli Brúsandi — köll- uðum við hann stundum. — Að sjá meitilbergið uppi yfir, hvað það er gljáandi og fágað af sól- skininu. Þar höfðu ernir og fálkar hreiður sín, og neðanundir var hamragilið, sem Brúsandi steypti sér ofan í með háum jötnasöng, alveg eins og áður.

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.