Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Qupperneq 14
10
NÝTT KVENNABLAÐ
Sníkf udýr
(Útvarpserindi eftir Ófeig J. Ófeigsson lækni. Síð-
a'sta erindi af fjórum: Um sýkla og sníkjudýr).
Sníkjudýr eru þau dýr kölluð, sem lifa á eða í öðrum
dýrum. Sníkjudýr, sem lifa á eða í mönnum, eru æði
mörg. Sem betur fer eru fæst þeirra hér á landi og þó
allt of mörg, þegar þess er gætt, að sæmilega auðvelt
er að útrýma þeim öllum, ef allir eru samtaka um það.
Hér verður aðeins minnst á sníkjudýr mannsins og
einungis þau, sem eru algengust hér á landi. Reynt
verður að lýsa hvar á eða í líkamanum þau séu, hvernig
þau berist á þessa staði, hvernig þau tímgist, þ. e., hvernig
þeim fjölgi, og þá um leið, hvernig hægt sé að útrýma
þeim.
Pyrst skal fræga telja, lúsina, sem því miður er flest-
um okkar alltof kunn.
Af henni eru 3 tegundir, sem bundnar eru við mennina
og nærast á blóði þeirra. Þær eru allar utan á mann-
inum og er því tiltölulega auðvelt að losna við þær.
Þær eru líka svo stórar, að allir geta gengið úr skugga
um, hvort þeir séu lúsugir eða ekki.
Hö/uðlúsin er algengust. Hún er eins og nafnið bendir
til, aðallega bundin við höfuð manna og þá hárið. Annars
getur hún villst út á kroppinn hvar sem vera skal, eða
jafnvel trítlað niður jakkakragann utanverðan eða eftir
kjólbakinu og klæöispeysunni, og finnst þá sumum þetta
óviðkunnanlegt. Höfuðlúsin verpir eggjum sínum niður
við hársvörðinn og festir þau þar á hárið. Eggin kallast
nit, eins og allir vita. Þau klekjast út á 3—8 dögum, en
nitin situr kyrr á hárinu. Því er hægt að ákveða, hvort
einhver hafi verið lengi lúsugur, með því að athuga,
hversu utarlega nitin situr á hárinu. Þegar lúsin nærist,
sýgur hún blóð úr hársverðinum. Þetta orsakar kláða og
bólgu í húðinni, svo oft myndast sár og hrúður. Þetta
versnar við að mönnum hættir við að klóra sér með
misjafnlega hreinum nöglum, sem eykur að sjálfsögðu
á húðbólguna, sem stundum er mjög erfitt að lækna,
þó að allri lús sé útrýmt úr höfðinu. Stundum orsakar
bólgan líka útbrot í andliti, sem líkjast eczemi, og bólgu
í og umhverfis augun. Höfuðlús er auðvelt að útrýma
með því, að rennvæta hár og hársvörð með kuassiaspritti.
Það fæst í öllum lyfjabúðum. Gott er að binda klút um
hárið fyrstu nóttina. Ekki má þvo sprittið úr fyrr en
ar burtu aftur, þá skal ég sýna þér götuna, og
ekki spara hana við þig.“
„Já, já! Leyfist ekki kettinum að líta á kóngs-
djásnið. Augun eru þó tollfrí, hugsa ég.“
En honum hefur líklega ekki litist á augna-
ráð mitt, því að hann lagði niður skottið og
labbaði burtu. Við hin þrjú gengum kippkorn
á eftir og héldum heimleiðis. Berjamórinn var
gleymdur. Ég sá ekkert einasta ber á þeirri ferð,
en ég fann það, sem betra var — gœfu mlna
— vitna ég nú á stjötugs aldri. —
(Torfhildur Þ. Holm, „Dvöl“, 1915).
eftir 10 daga, tii þess að vera viss um, að allir ungar
séu skriðnir úr egginu, ef sprittið skyldi ekki hafa kom-
izt í gegnum nithimnuna og grandað þeim í nitinni. Að
10 dögum liðnum er hárið þvegið vandlega og nitin
kembd úr því. Ekki þarf að endurtaka þessa lækningu,
ef hún er gerð samtímis á öllum, sem eru lúsugir á
heimilinu, og þannig útilokað að nokkur þeirra geti sýkt
frá sér. Þá er heimilið orðið lúsalaust og ætti að geta
verið það áfram, því að ekki kviknar lúsin fremur en
kýrnar eða hestarnir.
Ef mikil húðbólga er í hársverðinum eftir að lúsinni
hefur verið útrýmt, þá er sjálfsagt að leita læknis og
segja honum orsakir bólgunnar.
Margt af því, sem kallaö hefur verið kirtlaveiki í börn-
um, er ekkert annað en lúsabólga í hársverði, og frá
henni bólgnir eitlar á hálsi, útbrot í andliti og augna-
bólga, eins og ég gat um áðan, auk almennrar líkams-
korku og vanlíðanar.
Fatalúsin er nokkru stærri en höfuðlúsin og lifir aðal-
lega í nærfötum, undir saumunum. Þaðan skríður hún
yfir á líkamann til að sjúga blóð eða til að verpa nit-
inni, sem hún annað hvort festir á likamshárin eða þá
í nærfötin. Nitin klekst út eftir 6 daga. Fatalúsin fram-
kallar ákafan kláða í húðinni, eins og höfuðlúsin. Or-
sakar þetta oft þrálátt eczem í húðinni. Fatalús er út-
rýmt með því að bera kvassiaspritt á allan kroppinn, þvo
það ekki af fyrr en eftir svo sem 8 daga, og sjóða allan
fatnað og rúmfatnað eða strjúka hann vandlega með
heitu járni. ,
Loks er flatlúsin, sem er minni en fata- og höfuðlúsin.
Hún er flatvaxin eins og nafnið bendir til. Hún krækir
sér venjulega fastri við hárræturnar, svo að erfitt er
að losa hana. Hún hreyfir sig því miklu minna en hinar
tegundirnar og ertir því húðina minna en þær. Þetta
útskýrir, hve oft fólk gengur með flatlús, án þess að
verða hennar vart, fyrr en hún er mjög útbreidd um
líkamann. Þó að hún sé algengust í hárunum umhverfis
kynfærin, þá er hún ekki ósjaldan í hárunum á fót-
leggjunum, brjósti, baki, handleggjum, holhönd, augn-
brúnum, augnharum, skeggi og jafnvel inni í eyrunum.
Flatlúsinni má útrýma á sama hátt og hinum tegund-
unum, þó að erfiðara sé það. Bezt er að raka allt hár
af áður en kvassiasprittið er borið á. Munið, að allar
þessar lúsategundir geta leynst í nærfötum manns, utan-
yfirfötum, höfuðfötum og sængurfatnaði. Allan þenna
fatnað verður því að sjóða eða hita svo vel, að vissa sé
fyrir því, að öll lús sé dauð. Sængur og kodda má hita
í bakarofni.
Þeim, sem lúsugir eru, vil ég segja þetta:
1. Munið, að lýs kvikna ekki frekar en aðrar skepnur,
þ. e. a. s. þær kvikna alls ekki. Lúsin berst ætíð frá
einum manni til annars.
2. Með einni allsherjar hreingerningu á heimilisfólk-
inu og fatnaði þess, er hægt að losna við alla lús af
heimilinu.
3. Lúsin er aldrei til gagns eða góðs, dregur aldrei út
vonda vessa eins og sumir fáráðlingar hafa haldið, dregur
aldrei fé eða fisk að manni, eins og sumir skútukarlar
trúðu, og er því aldrei til annars en sóðaskapar. Auk
þess orsakar hún margs konar vanlíðan og óþrif, svo
sem kláða, húðbólgur eða eczem, svefnleysi, martröð,
stundum blóðleysi, magnleysi. Auk þess getur lúsin borið