Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Blaðsíða 15
NÝTT KVENNABLAÐ
11
ýmsa sjúkdóma manna á milli, og loks fá lúsug börn og
unglingar oft minnimáttarkennd gagnvart sér og öðr-
um, sem gerir þeim tilveruna erfiðari en annars þyrfti
að vera.
í 4. lagi er enginn hneysa að kaupa kuassiaspritt. Auk
þess, sem nágrannarnir og kunningjarnir vita hvort sem
er oftast, hvort þessi eða hinn er lúsugur eða ekki.
Krakkar! ef þið eruð með lús, þá biðjið hana mömmu
ykkar eða pabba að kaupa kuassiaspritt og ná af ykkur
lúsinni, og eins úr fullorðna fólkinu á heimilinu. Þá verð-
ur síður gert grín að ykkur og heimilinu ykkar.
Flóin er algeng hér á landi, þó að miklu sé hún sjald-
gœfari en lúsin. Hún er eins og lúsin, aðallega bundin
við óþrifaleg heimili, þó að léleg húsakynni og fátækt
geri fólki stundum nokkuð erfitt fyrir að útrýma henni.
Mannaflóin, pulex irritans hominis, má heita eingöngu
bundin við menn, þó að hún fari e. t. v. stundum yfir á
önnur dýr, auk þess sem hún hefst oft við í röku rusli
og gólf- og veggrifum, þar sem hún verpir. 7 aðrar flóa-
tegundir hafa fundizt á íslandi, aðallega á æðarfugli,
hænsnum og rottum.
Allar þessar flær munu geta lifað á mönnum um tíma.
Rottuflóin gæti orðið háskaleg, ef liingað bærist Svarti
dauði í annað sinn. Aðalheimkynni svarta dauða er í
Austurlöndum (Kína), þar sem rotturnar eru að stað-
aldri sjúkar. Af þeim berst veikin við og við yfir á menn-
ina með rottuflónni, sem getur orsakað mannskæða far-
aldra. Sýktar rottur eða rottuflær geta borist langar
leiðir með skipum og öðrum farartækjum. Ef þessi dýr
hafna þar, sem nóg er fyrir af fló og rottu, fer svarti
dauöi eins og logi yfir akur. En þar sem mikið hreinlæti
er og engar rottur né flær, nær veikin sér ekki niðri.
Erfitt er að útrýma flónni, sérstaklega úr gömlum og
óþrifalegum ibúðum. Sjálfsagt er að brenna öllu rusli,
þvo gólf og veggi við og við úr sterku lýsólvatni, og
komið getur til mála, að fá sótthreinsunarmann til að
sótthreinsa öll bæjarhús. Viðrun híbýla og fatnaðar, og
alls konar hreinlæti dregur mjög úr viðkomu flóarinnar.
Kláöi orsakast af kláöamaurnum, sarcoptes scabiei.
Hann er svo lítill, að mjög erfitt er að sjá hann með
berum augum. Eftir að kvendýrið hefur frjógvast á yfir-
borði húðarinnar, borar það sér inn í húöina, þar sem
það verpir eggjum sínum. Þegar eggin klekjast út skríða
lirfurnar út á húðina og lifa þar á likamshreistri, húð-
fitu og þ. u. 1., þar til þær eru fullvaxnar, frjóvgast og
grafa sig á ný inn í húðina, til þess að verpa eggjum
sínum. Þar sem maurinn grefur sig inn í húðina, koma
smáar vessabólur með áköfum kláða. Sjúkdómsheitið er
því réttnefni. Bólurnar eru alge»gastar á höndum og þá
sérstaklega í greipum. Þær geta þó verið hvar sem er á
líkamanum, nema andliti og hársverði, þar sem þær koma
mjög sjaldan fyrir. Menn sýkjast við náin mök og snert-
Ingu og af fötum eða sængurfötum kláðasjúks manns.
Oft eru margir á heimili sýktir og verður því að taka
þá alla samtimis til lækningar.
Lækningin er í þvi fólgin, að maður ber t. d. Linimentum
Benzyli Benzoas á allan líkamann nema höfuðið. Gæta
verður þess vel, að skilja engan blett eftir. Ekki er þörf
að skipta um föt og sængurfatnað fyrr en að einum degi
liðnum eftir að lyfið var borið á líkamanann. Þá skal
skipt um öll lök og ver, handklæöi og allan fatnað yzt
sem innst. Allt þetta skal sjóða eða strjúka með heitu
járni. Kodda og sængur skal hita í bakarofni. Áður en
farið er í hrein föt á að þvo af sér lyfið með sápu og
heitu vatni. Ef farið er nákvæmlega eftir þessum reglum
á það að vera örugg lækning. Þetta er heppilegt, þvi að
margendurtekin lækning getur orsakað slæma og lang-
varandi húðbólgu (eczem).
Innýflaormarnir teljast einnig til sníkjudýranna, þar
eð þeir lifa í manninum og nærast á garnainnihaldi hans
eða blóði, eða hvoru tveggja. Til þeirra teljast ýmiss
konar bandormar, sem eru flatvaxnir og þráðormar eða
spóluormar, sem eru sívalir.
Bandormarnir eru mjög misjafnir að stærð. Einn hinn
minnsti þeirra, sullaveikibandormurinn, tænia echinoc-
occus, er ekki nema 2—6 mm. á lengd og örmjór. En
lengstu bandormarnir geta orðið margir metrar á lengd
og 1 cm. á breidd. Bandormarnir eru sem betur fer, sjald-
gæfir hér á landi, nema sullaveikibandormurinn, sem
enn er of algengur, þrátt fyrir harðvítuga baráttu nokkra
síðastliðna áratugi. Saga sullaveikinnar hér á íslandi
síðustu áratugina er mjög lærdómsrík okkur íslendingum.
í fyrsta lagi sýnir hún ljóst, hve aukin þekking á þessum
vágesti og markvissar þrifnaðarráðstafanir, sem miðað
hafa að útrýmingu hans, geta fengið miklu áorkað til
betra heilsufars og sparnaðar á lífi og fjármunum. í
öðru lagi sýnir hún greinilega, hve lengi þjóðir geta
verið að losna við gamla fordæmingu. Það er sem sé
ennþá skoðun flestra lækna úti um heim, að ísland standi
fremst um sullaveiki, og þá um leið um óþrifnað. Árið
1867 var talið að 1 af hverjum 50 landsmanna væru sýktir
af sullaveiki. Þá fór mönnum að verða ljóst, að eitthvað
varð að gera til að bæta úr þessu háskalega ástandi.
Fyrst var að kynna sér hvað olli þessari veiki. Það komst
þá upp, að sullaveikin orsakaðist af smáum bandormi,
sem haföist við i þörmum hundsins. Þar verpti hann
hinurn örsmáu eggjum sínum, sem bærust niður með
hægðum hundsins og gætu auðveldlega loðað við hár
hans. Ekki þurfti hundurinn annað en sleikja sig og
svo matarílátin (askana) eða þá hendur fólks, til þess
að eggin gætu boriszt í mat manna og maga. Eins gat
búpeningur, og þá helzt sauðfé, sýkst á sama hátt frá
saurindum hundsins. Þegar bandormseggin voru komin
niður í maga mannsins eða sauðkindarinnar, leystist
egghimnan utan af örsmárri lirfu, sem gat borað sér
inn í sogæðar og blóðæðar og borizt með þeim, oftast til
lifrar manna, en helzt til lungna og heila sauöfénaðar.
Þegar lirfan hafði hafnað í þessum líffærum, fór hún
smám saman að vaxa. Myndaði þá vökvafyllta blöðru,
eða sull, eins og það er kallað, sem gat orðiö stærri en
mannshöfuð. Oft eru fleiri en einn sullur í hverri kind
eða manni. Allir vita, hve sullaveiki er hættuleg og fer
ég ekki nánar út í það.
Þegar skepnunum var slátrað var það venja bænda, að
henda sullunum og sollnum liffærum í hundana. Þeir
vissu nefnilega ekki, að í hverjum sulli var aragrúi af
sullhöfðum, sem uxu í fullvaxna orma, þegar þau komust
í garnir hundsins. Svona gekk þetta koll af kolli.
Nú var mönnum kennt að brenna eða grafa alla sulli,
að hafa sem allra fæsta hunda, hreinsa þá árlega og
fara gætilega í umgengni sinni við þá. Smám saman
var lagt niður að láta þá sleikja askana.
Að þessar varúðarráðstafanir hafi borið nokkurn árang-
ur má sjá af því, að árið 1867 er taliö að 1 af hverjmn