Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 18
14
NÝTT KVENNABLAÐ
INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓ TTIR:
Skammir, dökkir skuggadagar
skrefa yfir kalda jörð;
vefur hríðin voðir hvítar,
vefur þeim um frosinn svörð.
Höndum tengdum hríð og myrkur
hylja þína ásýnd, fold.
Er himinninn blái horfinn draumur
helju vigð hin dökka mold?
Skuggar dökkir, skuggar svartir,
skuggar heimsku og nautnaprjáls,
œgiskuggar illsku og hroka,
öfundar og hefndar báls
reifa lífið rökkur hjúpi,
rofar hvergi í Ijósa vök.
Á hið fagra, á hið góða
engin hér i heimi tök?
En — látum ekki skugga skelfa,
skammt ná þeirra heljar völd.
Bak við skýin stöðug standa
stjörnum ofin himin tjöld.
Upphafslausa myrkur-móðu
myrkur hvel ei sérstakt ól,
en — bak við Ijósið, bak við lífið
björt og eilíf vakir sól.
sér fyrir því að taæta kjör annarra. Nú er meiri
þörf en nokkru sinni fyrr, að konur taki virk-
an þátt í stjórnmálum landsirrs, því margt
þarf að lagfæra á þeim vettvangi.
Á öðru tímabili ævinnar er starfsvið kon-
unnar oftast innan lieimilisins, en á þriðja
tímabili ævinnar, víkkar sjóndeildarhringur
hennar, starfsvið hennar stækkar og hún fær
meira tækifæri til að vinna að almennings
heill. Þriðji þátturinn í ævi hennar getur orðið
hinn fegursti og hamingjusamasti ef hún að-
eins vill það sjálf.
Skilningur hennar á lífinu hefur dýpkað, per-
sónuleikur hennar hefir vaxið. Á þessu aldurs-
skeiði, ef hún tekur því rétt, munu börn henn-
ar og maður dá hana meir en nokkru sinni
áður. Já, fimmtugasti afmælisdagurinn ætti að
vera ánægjulegasti afmælisdagur konunnar.
Sú mun klakans kalda hjúpi
kasta frá og myrksins hramm,
aftur dökka ylja moldu,
undur lifsins kyssa fram.
Þegar dýrðlegt vorsins veldi
vakir allt frá strönd að tind,
burt er skuggans blýgrá hula,
birtist heimsins fagra mynd.
Og mun ei likt í mannsins veröld
með sín dökku skugga-þil,
er hylja lífsins útsýn alla
oft þar sér ei handa skil.
En þeir rétt sem aðrir skuggar
ekki standast Ijóssins mátt.
Lífsins ásýnd, Ijósi merluð,
loks þú birtast munt og átt!
,J£kki er allt sem sýnist,,' sjáið,
sagði forðum skáldið hryggt.
Ennþá söm þau orðin hljóma
á hið sanna margt fær skyggt.
Ennþá hylur bölsins blekking,
byrgir andans fögru sýn.
En — eitt er vist, að einhvern tíma
opnast sjónin — mín, og þín.
Ekki leizt honum þær djarfmannlegar.
Tekið orðrétt úr dagdók Guðmundar ísleifssonar frá
Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, með leyfi dætra hans.
5. ágúst 1916:
Kosið hlutbundnum kosningum, þjóðkjörnir þingmenn
6—12 ára. Þá kjörréttur kvenna jyrst notaður síðan
landið byggðist. Margar voru þær í holum sínum, líkt
og dýr, sem sneypt er inn með sveii (hundsað). Illt er
að kenna göldum gelti og gömlum hundi að sitja. Ég
vil skýra það með orðinu: Vaninn.
*
Svo segir Magnús prófessor Jónsson um gest okkar
Ludvig Harboe: Hann lét ekki hvarfla að sér, að svara
meingerðum með meingerð. Hann lét Ijúfmennsku mæta
kulda, alvöru mæta dónaskap, glaðlyndi mæta illri að-
búð.
*
Réttlætið upphefur fólkið, en syndin er þjóðanna
skömm.