Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 19
NÝTT KVENNABLAÐ
15
SamsÉarfsmeim
Svanhvít Pétursdóttir
'PH hefur gert sitt til að auka
■L ®J| kaupendatölu blaðsins. —
Hún er fœdd 21. desember
frfee, f Jf| 1911 að Kollaleiru í Reyð-
arfiröi. Foreldrar hennar
eru Pétur Magnússon Jóns-
sonar bónda að Iirolllaugs-
stöðum í Hjaltastaðaþing-
há, og Sigurbjörg Erlendsdóttir Sigurðssonar frá
Skálum á Berufjarðarströnd, síðar hreppstjóra
að Skriðu í Breiðdal. — Ólst hún upp með for-
eldrum sínum til 18 ára aldurs, en fór þá til
Reykjavíkur að læra matreiðslu og sauma, og
dvaldi þar næstu árin. Giftist 29. júní 1935 stud.
theol. Hólmgrími Jósefssyni frá Ormarslóni í
Þistilfirði. Eru presthjónin nú búsett á Raufar-
höfn, frá árinu 1942, áður að Skeggjastöðum í
Norður- Múlasýslu. Börn þeirra hjóna eru fimm.
Sigurbjörg og Halldóra (tvíb.), Jóhann, Hólm-
fríður og Þuríður (tvíburar). Hefur frú Svanhvít
þvi með sinn elskulega barnahóp, anna- og
erilsamt heimili, en blaðið er henni því þakk-
látara að bæta á sig aukastörfum því til fyrir-
greiðslu.
, Halla Eiríksdóttir hefur
útvegað blaðinu kaupend-
ur og sýnt því vinsemd frá
byrjun. Hún er fædd aö
wk jBBm Fossi á Síðu, V.-Skafta-
(HB fellssýslu, 24. marz 1894,
^ \ I dóttir hjónanna Guðleifar
^ Helgadóttur og Eiríks
Steingrímssonar, og er elzt
af 11 systkinum. Ung fór hún til Reykjavíkur og
lærði karlmannafatasaum á skreðaraverkstæði
þar, ennfremur lærði hún vefnað og matreiðslu.
Fór svo heim aftur og vann mest að saumaskap
á vetrum, ýmist heima eða heiman, með þeim
ágætum, að menn þar í sýslu, sem vanir voru
að ganga í skreðarasaumuðum fötum, fengu
hana til að sauma á sig. Seinna stóð hún fyrir
heimili bræöra sinna, en kenndi samt að sauma
í nokkrar vikur á hverjum vetri í 10 ár, á nám-
skeiðum, sem kvenfélögin þar eyztra héldu, oft-
ast á Fossi.
Halla tók virkan þátt í félagsmálum í sinni
sveit. Stofnaði kvenfélagið „Hvöt“ og var for-
maður þess í 10 ár, eða þar til hún fluttist til
Reykjavíkur haustið 1943. Ennfremur var hún
ein af stofnendum stúkunnar „Klettafrú“, sem
haldið hefur uppi menningarstarfsemi í sveit-
inni og skemmtanalífi.
^amingja
Lukku sinnar leita menn
lífs um daga alla,
en helmingurinn hefur enn
hana fundið varla. L. Bl.
Því nær engu sækjast menn eins eftir hér
í heimi eins og hamingjunni. Menn þrá ham-
ingjuna af heitu hjarta, og allir berjast við að
höndla hana, þótt ólíkar leiðir fari. Margir
barma sér yfir því, hvað hamingjan flýr þá
miskunnarlaust, að þeir muni aldrei á ævi sinni
geta höndlað hana. En hversu misjafn er ekki
skilningur manna á hamingju Einn heldur, að
hamingja sé innifalin í því, sem annar álítur
óhamingju sína, einn hyggur að gæfan sé fólg-
in í auði og velmegun, en annar heldur að aðeins
völd og virðing geti veitt hana. Frægð og heiður
finnst þeim þriðja hin mesta hamingja. En
ekkert af þessu getur veitt mönnum sanna ham-
ingju, enda þótt allt virðist stuðla til þess.
Forsjónin mundi ekki hafa lagt þessa heitu
löngun, þessa brennandi þrá í brjóst mannanna,
ef hún hefði ekki líka gefið þeim möguleika til
að verða hamingjunnar aðnjótandi. Það er van-
hugsað, að láta sér um munn fara, eins og svo
margir gera, að enga hamingju sé að finna í
þessum heimi. Það er að syndga móti guði, sem
gert hefur þann heim, sem vér lifum í, svo víðan
og fagran. Sífelld kvörtun um svikna hamingju
er merki um andlega örbirgð, andlegan vesal-
dóm, með öðrum orðum: vöntun á dug og þreki
til að vilja vera hamingjusamur. Sú hamingja,
eða það, sem kallað er hamingja, sem fyrirhafn-
arlaust frá vorri hálfu fellur oss í skaut, er ekki
og getur ekki verið hin sanna, unaðssama, var-
anlega hamingja. Menn verða að eiga hana hið
innra, ávinna sér hana og leggja undir sig. Heim-
ilishamingja t. d., er hún ekki sjálfsorka? Er
hún ekki að meira eða minna leyti sniðin af
oss sjálfum? Er hún ekki eitthvað, sem framar
öllu öðru nálgast hina sönnu hamingjuhug-
mynd? Stór vinningur í happdrætti eða mikill
arfur, er fellur erfiðislaust í hlut vorn, megnar