Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Page 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Page 9
gott að hún var komin, svo liann gæti losnað, komizt hurtu úr þessu herbergi. Hann var búinn að tala helzt til mikið af beiskiyrðum við móður sína í rúminu. En hann hafði ekki getað stillt sig. Hann snaraðizt út, áður en hurðin fél! aftur. Sýslumaðurinn gat hugsað sér, að móðir hans mundi ekki sjást mikið á ferli næstu daga, eða svo hafði það verið, að minnsta kosti, meðan þau voru fyrir vestan í gamla sýslu- mannshúsinu, eins og það var kallað. Ef eitthvað kom fyrir innan fjölskyldunnar, sem særði um of stórlæti hennar, Já hún í rúminu næsta dag, og presturinn, bróðir liennar (séra frændi, eins og þau systkinin kölluðu hann sín á milli), sat við stokkinn og talaði í sífcllu, og gaf orðunum áherzlu með því að kinka sínum æruverða kolli með nokkurra min- útna millibili. Slíkt var ekki óvanalegt, meðan faðir hans lifði, því að lijónabandið hafði verið langt frá því að geta heitið friðsamlegt. En nú voru breyttir tímar. Kominn stór fjörður milli frænda' og enginn góður bróðir að leita til. Hún varð því að berjast ein við þetta fyrsta áfall, sem yfir hana dundi á þessu nýja heimili. Ilún gekk því ákaflega háleit inn í borðstofuna daginn eftir og settist í sæti sitt. án þess að líta á son sinn eða tengdadóttur. Lilja tiplaði á eftir henni, og þegar tengdadóttirin bauð Iienni góðan dag- inn og talaði um, hvað veðrið væri indælt, svaraði hún því með talsverðum kulda, að hún væri nú sjálf búin að fá sér morgungöngu og væri ekkert ókunnug veðrinu. Son sinn virti hún ekki þess að taka undir morgunkveðju hans. — Það var nú ekkcrt mjög lengi, sem ég svaf í nótt, bætti hún við. Þá leit frú Guðbjörg framan í mann sinn, stórum spurn- araugum, en hann aðgætti það svo vandlega, að engin bein yrðu eftir i fiskinum, að hann leit ekki upp. — Jæja vin- ur, sagði frúin. — Það er orðið æði langt síðan þú liefur setið hérna hjá okkur, finnst mér. Nú geturðu víst sagt okk- ur margt í fréttum úr þessu langa ferðalagi um bráðókunn- ar sveitir. Einhverntíma, kannske næsta vor, ætla ég að ríða með þér um alla sýsluna. Er hún ekki falleg? — Jú, það er fallegt víða í henni, svaraði liann, og fór að reyna að halda uppi samræðum með því að segja ferðasöguna, en hún var langt frá því að vera neitt skemmtileg, fannst honum sjálf- um, og liann var þeirri stundu fegnastur þegar hann komst fram og út, til að vera laus við að sjá framan í móður sína, því að með sjálfum sér var hann óánægður yfir að liafa þurft að gera henni svona gramt í geöi. Ifann var nýsetztur við skriftir inni á skrifstofunni, þegar hann heyrði fótatak konu sinnar nálgast dyrnar, hratt og létt, eins og krakka. Hún opnaði hurðina og læddist aftan að stólnum hans, strauk höndunum mjúklega yfir hárið og kyssti hann á gagnaugað um leið og hún spurði hvíslandi: — Ifvað þykir mömmu þinni? lfeilsaðir þú henni aldrei, þegar þú komst í gærkvöldi? llann svaraði, en án þess að líta upp, eða hætta að skrifa: — Jú, ég heilsaði henni. Við rifustum meira að segja, svo það er ég, sem er í sökinni núna. Ég segi þér seinna deiluefnið. Ifún hvíldi höndurnar á öxl- um hans. — Ég er svo eyðilögð, þegar hún er svona á svip- inn. Nú cr ekki presturinn til að bliðka hana. — Nei, nú er ekki séra frændi til að miðla málum, sagði hann dálítið glettinn. — Reyndu að dekka fínt kaffiborð og bjóða gömlu prófastsfrúnni, hún er eina manneskjan, sem henni finnst Höfum miðdagsverðinn til á réttum tíma. Hugsum okkur hann alltaf daginn áður. Heimilishan dbóki 11. „Ég ætla strax að gefa þá lýsingu á frú Eleanor Roose- velt, að hún er frem- ur ófríð, en mjög að- laðandi, hefur fá- gaðan framburð, og tekur fast og þétt í hendi.“ Þetta segir Jónas Árnason blaöa- maður, en hann er sá hamingjusami maður að hafa drukkiö kaffi heima hjá frú Roosewelt. hægt að tala við hér í ósvíkinni. — Já, ég skal svei mér hafa það fínt, skaltu sjá, sagði hún og kyssti hann á kinnina. — Eg ætla ekki að sitja til borðs með ykkur í þetta sinn, sagði hann. — En þú mátt til að sjá, hvað ég prýði vel borðið, sagði hún og var horfin fram úr dyrunum, himinglöð yfir því að framkvæma uppástungu hans. En liann stundi þreytulega þegar hann var orðinn einn. Undarlegt að þessi kona skyldi aldrei þreytast á að sýna honum blíðuatlot, þó að hann gæti ekki einu sinni lagt svo lítið til endurgjalds, sem beygja hálsinn ofurlítið í áttina til hennar, meðan hún stóð við stól- inn. Vanalega iðraðist hann þegar hún var farin, sjálfsagt vonsvikin yfir fálæti lians og hugsaði sér að verða hlýlegri næst. En svo endurtók það sama sig aftur. Þegar hún koin aftan að stólnum og strauk löngum, holdgrönnum fingrunum gegnum hár hans, var eins og hver taug í hans likama andmælti því að hann sýndi henni minnstu blíðu. Kaffidrykkjan bar tilætlaðan árangur. Gamla frúin náði sinni vanalegu köldu, en virðulegu framkomu. Hún talaði að vísu fátt við son sinn, en var því hlýlegri við tengdadótt- urina. Hanncs vonaði að hún tæki að sér að segja konu sinni þær óviðkunnanlegu fréttir, sem hann kynokaði sér við að færa í tal við hana, að hann hefði allt í einu frétt það, að hann væri faðir, í fyrstu þingaferðinni sem liann fór um sýsluna. En svo varð ekki. Gamla konan gat ekki fengið af sér, að minnast á þann vanheiður, sem Hannes hafði gert ættinni með því að láta sér detta í hug að flangra utan í ómenntaða kotungsdóttur. Trúlofun gat hún ekki nefnt slíkt samband. Aftur bjóst hún við að Guðbjörg mundi segja sér þær fréttir á hverjum degi, en þegar l>að varð ekki, þóttist hún fullviss þess, að Ilannes skammaðist sín fyrir atferli sitt og ætlaði sér að halda því leyndu, og það fannst henni ekki nema eðlilegt. Sizt ætlaði hún að segja frá því. Frú Guðbjörg hafði líka annað að hugsa um en hvaða efni hefði lagzt til deilunnar milli þeirra mæðginanna. Það liafði víst ekki verið neitt sérlega merkilegt og var nú að gleymast og gróa, eins og vant var. Kvenfélagið þarna í Ósvíkinni var í megnustu óhirðu, ekkert nerna nafnið. Gamla prófastsfrú- in var svo sem forstöðukonan, og varð nú svo óskaplega feg- in að finna konu, sem hefði áhuga fyrir að taka við af henni og koma lífi í félagið, sem mátti heita að væri alveg að logn- ast útaf, og það sjálfa sýslumannsfrúna. Það mætti því heita svo, að allar konur kaupstaðarins væru komnar í félagið. Og frú Guðbjörg talaði sjaldan um annað við mann sinn og tengdamóður, þegar hún var heima, en Kvenfélagið og fyrirætlanir þess. Svo var það einn morguninn yfir borðum að gamla frúin 7 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.