Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Page 10

Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Page 10
þverkubbar allt í einu allar hennar miklu framtíðarræður fyrir kvenfélagið með því að beina tali sínu til sonar síns i óvenjuhlýlegum anda —Hvað heldur þú, Ifannes minn, um það, hvort þú munir nokkurn tima kunna við þig hér í þessari kaupstaðarholu? — Það get ég vel hugsað mér, að ég geri, svav- aði hann. — Það er öðru máli að gegna með okkur Guðbjörgu, sagði hún. — Við erum þess fullvissar að við kunnum aldrei við okkur hér, svo ég er nú að hugsa um að bregða mér vestur til átthaganna núna með fyrstu skipsferð, sem verður núna í vikunni, og ég vonast til að þú komir með mér og það hugsa ég að hún geri líka. Mig er farið að ianga til að sjá bróður minn og alla kunningjana þar fyrir vestan. — Það eru nú ekki nema fáir mánuðir síðan við sáum þessa kunningja á hverjum degi, svaraði hann fálega, því hann þóttist skilja að en ætti að láta séra frænda lesa yfir sér umvöndunarræður fyrir það að hann skyldi voga sér að finna að því hvernig þeim tókst að fara á bak við hailn og sann- leikann, og það kærði hann sig ekkert um, því nú þóttist hann ekki vera neitt barn lengur. — Efast ég ekki um að Guðbjörg vilji fara með þér og hún hugsar eins vel um þig eins og ég, sagði hann, og bætti svo við brosandi, — þó hún megi nú kannske varlá yfirgefa kvenfélagið sitt, sem hún hefur svo mikinn áhuga fyrir. — Ó, við yrðum nú ekki lengi, svaraði hún og brosti ánægjulega. — En ég hef engan tíma til þess að fara að leggja af stað í annað ferðalag. Það er margt að hugsa um og svo á ég von á sveitamanni, sem ég þarf endilega að tala við. — Svo, áttu svona annríkt góði, sagði kona hann. — Það hefði nú verið svo gaman að hafa þig með. Hvaða maður er það, sem þú átt svo brýnt erindi við að þú takir það framyfir að fara með móður þinni? spurði gamla frúin, þóttalega. — Það er Hannes í Hólakoti, svaraði hann óhikað. — Þér er kunnugt um í hvaða þakkarskuld ég er við þann mann og ég hef hug á að greiða eitthvað í henni það fyrsta. Frúin missti alla virðingu fyrir ættarheiðrinum, en gaf sig algerlega á vald ofsareiðinnar, sem greip hana þegar hún heyrði að sonur hennar ætlaði að þoka henni til hliðar vegna kotungskarlsins, sem hún gat tæplega hugsað til að kæmi inn fyrir dyr á sama húsi og hún væri í. — Þó það væri nú að þú borgaðir honum fóstrið á þessu nýfundna barni þínu, sagði hún hásum rómi. — Ég get hugsað að það sé komið mál til þess, svaraði hann jafn rólega og áður, svo bætti hann við. — Þú þarft ekki að hugsa að ég blikni eða bláni, þó þú hafir kannske búist við því, en ég hefði samt kunnað hetur við að segja konu minni frá því í einrúmi þó það til- heyri ekki neinu leyndarmáli, en ég bjóst við að þú gerðir það kannske, og svo hefur kvenfélagið átt allan hennar áhuga nú upp á síðkastið. Hann leit yfir þá, sem við borðið sátu um leið og hann yfirgaf stofuna, og það var þó dálítið skopleg sjón: Kona hans sat alveg rothissa og hann óttaðist helzt að augun í henni springju út úr tóftunum af áfergjulegri spurn, hún horfði á hann og móður hans til skiptis. Vinnu- konan var undirleit og litverp, eins og hún hefði verið staðin að einhverju, sem hún var ekki frjáls að gera. En Lilja hélt gafflinum á lofti með kjötbita á og glápti kjána- lega framan í gömlu frúna. Hún hafði áreiðanlega heyrt núna. Það var orðið að vana hjá sýslumanninum að ganga oft á dag út að hestaréttinni, ef ske kynni að þann rækist á Hannes í Ilólakoti, þó að hann hefði ekki hugmynd um hvernig hann liti út, eða á hverju hann ætti að þekkja hann frá öðrum, því enn var hann harla ókunnugur sýslubúum. Þangað stefndi hann í þetta sinn hálf gramur, en þó hálf kýminn yfir útliti kvenfólksins inn í borðstofunni. Hann sá engan, sem var neitt þesslegur að vera faðir Mariu, þá snéri hann heim aftur og inn í skrifstofuna. Þar sat kona hans í stólnum, sem hann var vanur að að bjóða gestum sínum til sætis í. Hún var ósköp ólík því, sem hún var vön að vera þegar hún heimsótti hann. Hún hafði gripið pennastöngina hans, og strauk hana milli fingranna og starði á hana þessum sömu stóru spurnaraugum. — Nú, sagði hann, og ekki laust við glettni í malróm hans, — þér mun hafa komið þetta dálitið á óvart? — Hvernig í ósköpunum stendur á þessu maður? sagði hún skjálfrödduð. — Hvaða barn er þetta, sem móðir þín talar um og þú viðúrkennir að eiga. Enn hefur þó aldrci sagt mér frá því. — Hélt hún ekki áfram sögunni fyrst hún var byrjuð, spurði hann. — Nei, hún fór upp á herbergið sitt strax. — Hvaða kona er það, sem þú hefur tekið framyfir mig? — Framyfir þig? Þar skjátlast þér kona góð. Þú hefur haldið að ég væri búinn að taka fram hjá þér, svona allt í einu? Nei, áreiðanlega ekki. Drengurinn minn er níu ára, svo þetta er þér algerlega óviðkomandi að öllu leyti. En samt hefði ég sagt þér það, ef ég hefði ekki búizt við að mamma gerði það, en ég hef nú verið leyndur því að ég ætti þetta barn, og það er móðir mín, sem það hefur gert. Aðeins til- viljun að ég komst að því. — En móðir þess, hvar er hún? — Dáin fyrir löngu, svaraði hann og stundi dálítið. Hún þóttist geta lesið það út úr andliti hans að hann hefði viljað segja: Annars værir þú ekki húsmóðir á mínu heimili. Það var bankað á útidyrahurðina. Frúin fór fram og bauð gestinum inn, en sjálf flýtti hún sér upp á herbergið til tengdamóður sinnar. Gamla frúin var búin að jafna sig dálítið eftir geðæsinguna, og sat í stoppuðum hægindastól með lokuð augun þegar tengdadóttirin kom allt í einu inn án þess að banka, svo náföl að henni hnykkti við. — Er eitthvað að þér Guðbjörg? spurði hun. — Því sagðir þú mér þetta ekki strax? Því leyndir þú mig því að Hannes hefði átt unnustu og barn? kveinaði hún og néri saman höndunum. — Því voruð þið bæði óhreinskilin við mig. Auðvitað gat hann ekki sagt mér frá barninu fyrst hann var leyndur því að það væri til. En hitt gat hann sagt mér, að hann hefði átt kærustu, þá hefði ég aldrei gert mér tálvonir um, að liann elskaði mig Náttúrlega stendur mynd hinnar konunnar á milli okkar. Hann sagði mér það einu sinni, að ég þyrfti ekki að búast við þvi, að hann yrði mjög ástríkur eiginmaður. Ég man það núna, og ég sagði, að hann væri ágætur eins og hann væri. Ég hélt hann væri feiminn og óframfærinn, og það myndi eldast af honum. En nú skil ég þetta allt saman. Hún hefur verið ung og falleg. Ég fer með' þér vestur og ég fer alfarin. Ég kem aldrei aftur. Hvernig ætti ég að geta horft á liann, hafa hjá sér barn annarrar konu og sýna því alla þá ást og blíðu, sem ég hef mænt eftir í mörg ár. Nú fór þá gömlu frúnni að þykja nóg komið af þessu rausi, en hún komst ekki að með eitt orð. Þetta var nú meiri inælskan í manneskjunni. Auðvitað var þetta þjálfum af öllum fundarhöldunum og fyrirlestrunum þar. Það leit út fyrir að allt heimilið ætlaði að verða vitlaust út af þessum krakka, en við hverju var öðru að búast. Það liafði lengi verið friðsælt ástastandið hans Hannesar! Kannske fengi hann að reka sig á það núna að Guðbjörg færi frá honum. — Blessuð vertu nú skynsöm kona, sagði hún, og reyndi að gera sig hlý- lega í rómnum, þó henni fyndist það ekki taka því að gráta yfir þessu. — Hvuð er að taka tillit til þess, sem unglingar álfast út í fyrir innan tvítugt. Slíkt og þvílíkt. Ég hélt að ég þyrfti ekki framar að hugsa neitt um það. Var það ekki óskap- 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.