Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Page 13
Lífíl ferdasaga
Ég lagði al' stað með áætlunarbílnum kl. ()
síðdegis austur á Þingvöll. Það var fremur fátt
í bílnum, þess betur sá ég leiðina austur. Mér
þykir Mosfellsdalurinn sérstaklega vinalegur.
Er ég kom á leiðarenda var vel tekið á móti
mér, alls staðar var hreinlegt og vel um gengið.
Virtust mér margir fasta gestir vera á hótelinu,
þeirra á meðal var frú héðan úr þorpinu og
komum við okkur saman um að ganga út í góða
veðrið. Við byrjuðum á því að skoða Lögberg,
svo skoðuðum við öll búðastæðin, síðan fórum
við upp í Almannagjá og gengum hana á enda.
Það blasti við okkur fagur fjallahringurinn, enn
fegurri fyrir það að síðustu geislar kvöldsólar-
innar roðuðu efstu tindana. Full aðdáunar
horfði é,g á þessa tign og fegurð, og í lotningu
til höfundar lífs og ljóss. Við gengum svo niður
að vatninu, sent var spegilslétt í kvöldkyrrðinni,
en silfraðar gárur koniu ofur Iiægt að landi.
Víkingaskipi'S. StærS 120X105 spor.
ÁSTAVlSUR EFTIR ÞRJÁR SKÁLDKONUR.
Þig eg trega manna mest
mædd af táraflóði.
Ó að við hefðum aldrei sézt
elsku vinurinn góði. Vatnsenda-Rósa.
Láttu brenna logann þinn
lof mér enn að skoða ’ann.
Horfa í enniseldinn þinn,
ínn 1 kvennavoðann. Olöf SigurSardóttir.
Þú varst horfinn, húmið svart
luildi salarkynni.
Aldrei framar alveg bjart
er í stofu minni. Margrét Jónsdóttir.
Ég var á Þingvöllum í 3 daga og sá alltaf eitt-
iivað nýtt. Fór ég svo heirn til mín hress í huga
með ljúfar minningar um ferðalagið. G.
NÝTT KVENNABLAÐ