Nýtt kvennablað - 01.01.1948, Side 14
Sprettið sundur gömlu kjólunum, sem þið eruð hættar að
vera í, og saumið einn tízkukjól úr tveimur.
MEMILA
Þú ferlega fjalladrottning
með feiknstafi mikla
að eldi og ógnum römmum
þú enn hefur lykla
Þú frœgasta fjalladrottning,
hve feiknaleg undur:
Uppspretta þín er eldur,
sem allt tœtir sundur.
Hœttu nú Hekla gamla
hamförum, trylltum og villtum,
þó veitist þér veglegur hróður.
Eitraðu ekki með ösku
ungan og nývaxinn gróður.
Stödd við Heklu 11. júní 1947.
lórunn Halldórsdóttir.
Frá minu sjónarmiði er „DalahT' góður feng-
ur fyrir bókmenntir íslenzkra kvenna, svo ein-
staklega látlaus sveitasaga, laus við allan áróður
fyrir vissu málefni, en hefur þó sinn boðskap
að flytja, alveg eins og mannlífið sjálft. Ég sam-
gleðst af hug o,g hjarta iienni, hver sem hún er,
sem bar elju og þrek til að koma þessu fari í
höfn, með svona marga innanborðs, þar heldur
hver sínum svip og sérkennum frá upphafi til
enda. Slíkt gerist ekki fyrirhafnarlaust. Dalalij
hefur komið mér til að tárast og hlægja á víxl
—alein — eins og oft henti mig í „gamla daga“
við lestur kvæða og sagna.
lngveldur Einarsdóttir.
Ein af bókum þeim í Ritsafni kvenna, sem
bókautgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar gefur út,
er Heimilishandbókin eftir Jónínu Sigurðar-
dóttur Líndal á Lækjamóti.
Ekki er þessi bók hvatning fyrir konur til að
halda heimili mannlausar. í fyrsta kafla bókar-
innar, sem heitir Heimilið, segir höf.: „Reglu-
legt heimili með starfsgleði og hamingju er ekki
unnt að skapa af husfreyjunni einni eða mann-
inum einum. Það verða að vera þau bæði.“ Und-
irstaðan verður þá að vera hið gamla hjóna-
band. En Heimilishandbókin getur áreiðanlega
stutt og leiðbeint um allt ytra fyrirkomulag
heimilis, bæði til sjávar og sveita. Unga hús-
móðirin hefur sjálfsagt oft vaknað upp við vond-
an draum, þegar daglegt líf heimtaði af henni
hvað eina, og þegar vanþekking hennar hindraði
hana í að gera vel, jafnvel þó hún yfirynni sjálfa
sig til að reyna það. En nú eignast þessi unga
kona sinn næstbezta vin í Heimilishandbókinni.
Hann fræðir Iiana Ijúflega um allt, sem hún
þarf að vita til að geta staðið með prýði í stöðu
sinni. Hann leiðbeinir í hvítvetna: innanhúss-
fyrirkomulagi, framkomu, fatnaði, matargerð og
matargeymslu, viðhaldi muna, þvotti, hreinsun
o. s. frv. Tafla er yfir ráð til að ná úr öllum
blettum, mun mörgum koma hún vel. Þá lítur
Heimilishandbókin heilbrigðum augum á fjár-
hagshliðina, sem annað. Elínborg Lárusdóttir
hefur getið hennar á þess leið: „Fyrst Jónína
hefur samið hana, mun bókin koma að þeim
notum, sem til er ætlast og verða konunni hjálp
við matargerð og heimilisverk.“ Bókin er eigu-
leg og gagnleg, og meguin við vera Jónínu S.
Líndal mjög þakklátar fyrir allt það mikla starf
og þekkingu, er hún hefur í hana lagt.
Guðrún Stejánsdóttir.
Valdi ég lífsins vistina
í von og trú á mönnum.
— En nú hef ég lært þá listina
að lifa á dagsins önnum. G. S.
Hverri fornkonunni vildir þú helzt líkjast?
Nýtt kvennablaS kostar 10 kr. árgangurinn.
Átta blöS á ári. Kemur ckki út sumarmánuSina.
AjgrciSsla: Fjölnisvcgi 7 í Reykjavík. — Sími: 2740.
Ritstj. og ábyrgSarm.: GuSrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7.
BORCARPRENT
12
NÝTT KVENNABLAÐ