Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Page 3

Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Page 3
NÝTT KVENNABLAD 10. árangur. 1. ibl., janúar 19k(J. Minnzt lidizis árs Við liyer áramót verður flestum fyrir að minn- ast hins liðna árs, reynzlu sinnar og sinna af því, gleði þess og sorga, meðlætis og mótlætis. Starfsgreinar ýmsar, félög og fyrirtæki gera upp Jiag sinn um áramót og gera sér grein fyrir gengi sínu á liðna árinu, ltagnaði eða tjóni eftir atvik- um, og áætla hvað gera skuli á hinu nýja ári. Sama ntáli gegnir uni stærsta félagið, þjóð- félagið sjálft, sem allir landsmenn eru í og eng- inn getur sagt sig úr, livernig sem lionum geðjast að stjórn þess. Segja má að árið, sem leið, ltafi verið þjóðinni mjiig mislynt. Argæzka liefur ver- ið til landsins, tíðarfar og jarðargróði með bezta móti. Sjórinn hefur hinsvegar ekki verið eins gjöfull og oft áður. Síldveiðin brást gersamlega, að heiita má, og er það örlagaríkara en e. t. v. flesta grunar, þar sem á hana var treyst og vegna Itennar var lagt í gífurlegan kostnað. Þorskver- tíðin sunnanlands brást einng, þó eigi væri það jafn Inapallegt og síldveiðin. Vegna þessa afla- brests og hinnar sjálfráðu óáranar, sem verðbólg- an er, er útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar allt annað en glæsilegt svo sem áramótagreinar flokksforingjanna bera ljóst vitni. Óráðin blika virðist vera á lofti í utanríkismálum þióðarinn- ar, og er ýmsu soáð um hvað hún muni færa. Olli það áreiðanlega mörgum kvíða um ára- mótin, og eins hin langvarandi mænuveiki er gengið hefur á Akureyri og víðar. Af einstökum atburðum hins liðna árs eru slysin minnisstæðust, ekki hvað sízt hið hörmu- lega slys í Goðdal í Bjarnarfirði, hinn 12. desem- ber, sem einstætt mun um lagnt árabil. Nýlunda voru hin tvö happdrættislán ríkis- sjóðs. Stofnað var að Reykjalundi í Mosfellssveit 10. ágúst, Berklavarnarsamband Norðurlanda. A 10 ára afmæli S.f.B.S. Hafist var handa um stofnun kauptúns í Þor- lákshöfn. Vígð var og tekin til notkunar nýja brúin á Jökulsá á Fjöllum, hin mesta samgöngubót, og hafinn undirbúningur að nýiæi Þjórsárbrú, sem ljúka skal á þessu ári. Flugfélögin færa enn út kvíarnar og hala á liðnu ári sent vélar sínar víða um heim, þar á meðal allmargar ferðir til Suður-Ameríku og nú í byrjun ársins flaug fslenzk vél til Damaskus í Sýrlandi, sem í hugum margra mun vera eins konar ævintýraborg úr frásögnum Biblíunnar og sögnum um Saladín soldán, til að flytja það- an fólk til Venezuela. Mundi slikt hafa verið talin barnalegspá fyrir áratug, þótt eigi sé lengra farið aftur í tímann. íslendingar eignuðust nokkur ný milliferða- skip. Skipaútgerð ríkisins Heklu, og Eimskipa- félag íslands Goðafoss og Tröllafoss. Og Detti- foss hleypt af stokkunum, og er væntanlegur til landsins í febrúar. A árinu var farin fyrsta leikför íslenzkra leik- ara til útlanda er leikarar úr Leikfélagi Reykja- víkur fóru til höfuðborgar Finnlands og sýndu þar „Gullna hliðið", og þótti vel takast. Sarna leikrk liefur verið þýtt á ensku og var í haust sýnt í Edinborg í Skotlandi við góða dóma. Vasklegur hópur íslenzkra íþróttameyja og manna tók þátt í Olympíuleikjunum í London í sumar, og enda þótt sú för yrði eigi til frægð- ar í bráð getur hún orðið fþróttafólki okkar hvatning til meiri dáða og glæsilegra afreka á Olympíuleikjunum í framtíðinni. Alþingi kom saman 11. okt. í liaust og tekur til starfa aftur, að loknu jólafríi, 21. janúar. Ríkisstjórn var hin sama allt árið og hefur átt við ærna erfiðleika að etja. Er það von allra góðgjarnra manna, að hún finni á hverjum tíma þau ráð, sem að beztu haldi mega koma. í þeirri von að nýja árið beri gæfu í skauti sínu, óskar blaðið öllum lesendum sínum gleði- legs árs. NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.