Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Side 7
Jón, BöSvar, RagnheiSur, Margrct, ÞórSur og Bent.
Við liina daglegu urasjón bættist svo, að Reyk-
hólalieimillið var sjálfsagður gististaður flestra
raanna, er leið áttu um sveitina. Þar var og
kirkjustaður, og í þá daga voru kirkjur fullskip-
aðar hvern messudag. Af þessu má ráða að fáa
daga hafi gestlaust verið á Reykhólum og ekki
ósjaldan var þar fjölmenni af aðkomufólki. Þar
skipaði líka frjálsleiki og glaðværð öndvegið, svo
að öllum var þar gott að koma og vera. Og ekki
sízt eftir að börn þeirra hjöna komust á legg,
munu Reykhólar hafa verið hinn sjálfsagði
samkomu- og skemmtistaður unga fólksins úr
nágrenninu, þó að ekkert væri þar almennings
samkomuhús. Þar var líka oft ýrniss konar mann-
iagnaður, svo sem brúðkaupsveizlur o. fl., og þar
var þjóðhátíðarsamkoma héraðsins lialdin 1874.
Eins og fyrr er getið, fluttust þau Þórey og
Bjarni frá Reykhólunt um aldamótin og settust
að í Reykjavík. Er þegar af þeinr kominn mik-
ill ættbogi, og stór hluti afkomenda þeirra er
búsettur í liöfuðstaðnum, og góðir og gegnir
reykvískir borgarar.
I janúar síðastliðið ár var aldarafmæli Þór-
eyjar Pálsdóttur, ættmóðurinnar frá Revkhólum,
og í apríl var 110 ára afmæli Bjarna manns henn-
ar. En 24. júlí í sumar á hjúskaparafmælisdegi
þeirra hjóna, fékk ganila höfuðbólið sérstæða og
skemmtilega heimsókn: Tveir stórir ferðabílar
ásamt allmörgum einkabifreiðum renndu þá í
hlað á Reykhólum. Voru þar komnir um 70
afkomendur Bjarna bónda ásamt nánasta venzla-
fólki í heimsókn til Reykhóla, til þess að heiðra
þar í sameiningu minningu ættmæðranna
tveggja og ættföðurins og sjá liinn þekkta og
farga stað um leið. Meðal þeirra, sem komu,
voru öll börn Bjarna og Þóreyjar, sem enn eru
á lífi. Þar var Jón kaupmaður á Bíldudal, Þórð-
ur kaupmaður, Böðvar, fyrrverandi prestnr á
NÝTT KVENNABLAÐ
3? Þóra Stefánsdóttir
Fagraskógi
Þótt vorsólin þcclti tíðuni
Jrykkum hulin vetrarhriðum,
skin svo glatt d skóginn fagra
skeerri sól með yl og vor.
Ástin hrein i ungum hjörtum
er þar sól með geislum hjörtum.
sumar blóm hún fjölmörg fccðir,
fyllir krafti, gefur þor.
Þökk fyrir tryggð og alúð alla,
er jafngamla þér má kalla.
Þökk fyrir bréfið glaða og góða,
góða, unga vina min,
og þœr fréttir allar saman.
Hamingjuósk þér aftur sendir
áttrceð kerling, nafna þín.
Þóra Ólafsdótlir.
Frú Ragnheiðiir Davíðsdóttir í Fagraskógi sem
var náfrænka prestshjónanna á Stóra Núpi, hafði
dvalizt með þeim um hríð á yngri árum sínum
og kynntist hún þá Þóru. Tókst með þeim vin-
átta, og hét Ragnheiður Þóru, að hún skyldi
koma upp nafni hennar, ef henni yrði dóttur
auðið. Efndi hún það, og var Þóra dóttir hennar,
heitin í höfuðið á Þóru Ólafsdóttur. Er hér eitt
kvæði frá gömlu konunni til nöfnu sinnar.
Rafnseyri, frú Ragnheiður verzlunarkona, frú
Margrét Rasmus fyrrv. forstöðukona Málleys-
ingjaskólans og Bent verzlunarm., öll búsett í
Reykjavík. Auk þessa konni þar allmargir úr
heimahéraði, gamlir vinir og kunningjar Reyk-
lióla og Reykhólaættarinnar.
Minningarsamkoman hófst með því að geng-
ið var í kirkju og ldýtt messu, er séra BÓðvar
Bjarnason frá Rafseyri flutti. Má geta sér til
að þessum prúða, göfuga öldungi muni hafa
fundizt hann þá í tvöföldum skilningi standa
á helgum stað: í heilagri kirkju guðs og á heilög-
um stað bernskuminninganna. Áður en staður-
inn var kvaddur, kom hópurinn saman í flos-
gtænni brekku Hellishólanna. En Hellishólar
eru tvær sérkennilegar klettaborgir, sem rísa upp
l'rá aðalhverasvæði Reykhóla með nokkurra
metra bili. Á Hellishólunum hefur frá upphafi
verið uppáhalds leikvangur allra barna, sem
upp hafa vaxið á Reykhólum. Þarna minntust
þá líka hin gráhærðu börn bernsku sinnar og