Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Síða 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Síða 8
ástríkra foreldra, og þarna afhentu þau Reyklióla- sveitinni fyrir sína hönd og annarra afkomenda viðurkenningu frá Hallveigarstaðanefnd fyrir 10U0U kr. gjöf frá þeim til Hallveigarstaða, til minningar um ættmæðurnar, Þóreyju og Sigríði og Bjarna bónda þeirra. Á verðugan og skemmtilegan hátt er með þessu minningu þeirra á lofti haldið urn alla framtíð, því að það fylgdi, að þetta fé skyldi vera fyrir einu herbergi í Hailveigarstöðum, er bæri nafnið Reykhólar, og skyldu konur úr Reykhólasveit ávallt eiga forgangsréttinn að því. Og konur Reykhólasveitar munu bæði muna og þakka þessa höfðinglegu gjöf. Ilversu marg-' ar þeirra munu ekki eiga eftir á ókomnum tím- um að njóta gæða gestrisninnar á þessu nýja Reykhólaheimili í höfuðborg okkar? Það mun líka verða séð fyrir því, að ýmislegt mæti þar auga, sem minnt geti á gamla höfuðbólið og sveitina fögru: Mláverk, myndir, munir. Slíkt myndi ásamt nafninu sjálfu gera staðinn hjart- fólginn ekki aðeins gestum þeim, er þar ættu athvarf, heldur og hverjum Reykvíking, sem kynrætur sínar ætti að rekja til Reyksólasveit- ar. Slíkur staður gæti átt drjúgan þátt í því, að halda lifandi tengslunum við fortíðina og ís- lenzka ættarmold. Eins og bent hefur verið á, voru Reykhólar í tíð Bjarna og Þóreyjar vel setið bændahöfuð- ból. Sterkur meiður, er stóð djúpum rótum í íslenzkri mold. En jafnframt þessu má líta á þetta fjölmenna og fjölþætta heimili eins og þróttmikinn lokaþátt í okkar þúsundára gömlu sveitamenningu. Skömmu eftir að Bjarni og Þór- ey fluttu til Reykjavíkur með börn sín, fór að bóla á þeim aldahvörfum í menningar -og at- vinnuháttum þjóðarinnar, sem enn standa yfir. Að vísu má segja, að hin ágœta kona, Arndís dótt- ir Bjarna (af fyrra hjónabandi) og Hákon mað- ur hennar, sem bjuggu á Reykhólum fyrstu tvo tugi aldarinnar, hafi haldið vel uppi risnu og rausn hins gamla heimilis, enda fjölmenni þar oft engu ininna en í Bjarna tíð. En með Bjarna hurfu Reykhólar úr sjálfsábúð. Og þegar dóttir hans og tengdasonur fluttu þaðan, hófst fyrir alvöru niðurlæging þessa glæsilega höfuðbóls, eins og svo margi'a annarra stórbýla landsins um það leyti. Gamalt menningartímabil var að fjara út og liið nýja var aðeins í fæðingunni. Við, sem þekkjum til á Reykhólum, vitum þó að sá staður hefur ekki síður skilyrði til þess að vera aðalsból nýrrar sveitamenningar en höf- uðból þeirrar gengnu. Vegna þessa hefur líka nú þegar verið þar ætlaður staður og lagður vísir að skóla og annarri menningarstarfsemi fyr- ir héraðið. Og tilraunastöð í jarðrækt er ríkið að koma þar á fót. Allt er þetta auðvitað enn á byrjunarstigi, barn í reifum. En við, sem trú- um á framtíð sveitanna, efumst ekki um, að hlutur Reykhóla muni sízt minni í menningar- og atvinnulífi framtíðarinnar en hann var áður fyrr. Með þá trú og ósk Reykhólum til handa munu líka öll börn hins gamla feðraóðals hafa kvatt það sunnudaginn 24. júlí í sumar. I. Þ. NÝTT KVENNABLAÐ 6

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.