Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Qupperneq 10
JÓN ARNFINNSSON:
Faguvt fovdæmi
„Nokkur ortf"um Helgu Hennesdóttur, í Nýju
kvennabl., liina stórmerKu konu, voktu mig til
umhugsunar um að það þyrtti að segja meira:
Þegar þau lijónin iiuttust að Skáney, um 1009,
lét frú Heiga girða land í brekkunni fyrir ofan
túnið. Land þetta voru fullir tveir hektarar að
stærð. Síðan fékk hún birkiplöntur úr Norð-
tunguskógi og piantaði í landið, og liélt svo ár-
lega áfram. Sióustu árin sáði hún fræi og ól
sjáxf upp plöntur í heimareit, unz liún taldi
þær nogu stórar til að flytja þær í trjástöðina.
Nú er trjáreiturinn alsettur trjám, sum þeirra
orðin hávaxin, um og yfir fjóra metra. JilaKtandi
blaðKrónur vekja nú eftirtekt vegfaranda og
minna hann á elju og dugnað þeirra er gróður-
settu. Trjátegundirnar eru: BirKÍ, reynir, greni
og víðir.
l>að má segja það undravert, að kona með
börn í ómegð skyldi vilja svo rnikið til vinna
xneð fósturumhyggju barnanna og búsins, að
leggja á sig slík aukastörf, og það fyrir 4U árum,
er táxr sinntu trjárækt hér á landi. Það ber ljós-
an vott um víðsyni frú Helgu. Hún skildi Jónas,
er hann kvað: „Þeir telja sér lítinn yndisarð, að
annastblómgaðanjurtagarð“.Húnvar ein afþeim
fáu, er fann yndi og arð að þroskuðum gróðri.
Á Skáney var oft gestkvæmt og því stundum
ekki mikið frí fyrir húsmóðurina, til verka ut-
an húss. Vissulega hefur frú Helga notað vel tíma
sinn og hvíldartíminn ekki alltaf orðið langur.
Staðurinn, er tekinn var til jrlöntunar, ber
þess vott, að frú Helga hefur skilið rétt gróður-
starfið, og hvaða skilyrði þurfti að leggja til
grundvallar fyrir slíkri ræktun.
Þetta er fagurt fordæmi, og vildi ég segja við
yður: Far þú og gjör slíkt hið sama. Væri ánægju-
legt að ungar liúsfreyjur tækju frú Helgu til
fyrirmyndar og ræktuðu trjálund heima við bæ-
inn. Ef ættingjar lifa og búa áfram, halda þeir
sömu venju, planta í landið og stækka gróður-
reitinn. Þá má segja að konan hafi einnig lagt
hönd á plóginn með að klæða landið.
Okkar dáði Grímur a Bessastöðum naut ekki alltaf góðs
umtals. Er hann fylgdi Jóni Sigurðssyni til grafar á gráum
frakka, þá var þetta kveðið:
Grímur fylgdi í gráum slopgi
gamla Jóni,
hreysiköttur konung-ljóni.
Valgerður
Arnadóttir og
Jónina
GuiSmundsdóttir.
Við vorum heppin að fá þessar ungu stúlkur
heim aftur, að Svíinn klófesti þær ekki upp í
kennslugjaldið. Tvö ár voru þær við framhalds-
nám í Stockhólmi á Handarbets Semenariet, en
komu í sumar á Jónsmessunni. Og eru nú lianda-
vinnukennarar við Húsmæðraskólann á I.augar-
vatni og Húsmæðraskóla Akureyrar.
Svíar þurfa svo marga handavinnukennara
sjálfir, að fyrst urn sinn tekur skólinn ekki á
móti útlendum námsmeyjum, sagði Astrid Bark-
mann, forstöðukona skólans við þær er þær
kvöddu: „Þið verðið þær síðustu“. Eiga Svíar
aðeins tvo handavinnukennaraskóla: Handar-
bets Semenariet í Stockhólmi, og annan í Gauta-
borg. Kennslukonur írá þessum tveim skólum fá
allar starf í heimalandinu að námi loknu og þó
tilfinnanleg ekla á liandavinnukennurum.
Þú vindur (til fornvinar).
Þú vindur um vanga þýtur.
Hvað viltu láta mig heyra?
Daufur og dumbur ei nýtur
dillandi söngva í eyra.
Þig spurði ég frétta forðum
af fjálgleik og innri hita,
þá varðistu öllum orðum.
Nú ekkert þorf ég að vita.
Eg veit, þú vælir og þýtur,
veltir til jarðar þeim smáa,
runna að rótum slítur,
rymur í klettinum háa.
Varla’ er mér vandi á höndum,
varstu mér livergi að liði
lífs á leiðum vöndum.
I.áttu mig í frið! G. Sl.
8
NÝTT KVENNABLAl)