Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Síða 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Síða 12
upp að nýju. Hún settist niður og stundi þungan. — Ég hélt, að það yrði átakanlegra en það er að sjá aumingja Lilju, sagði hún, Anna er víst að hugsa um að flytja hana vestur á sjúkra- liúsið þar, svo að hún geti séð hana dagsdaglega. Hvað finnst þér um það Hannes minn? — Mér finnst skynsamlegra, að hún fari suður ú hælið. Helzt er þaðan hjúlpar að vænta. Annars er þetta eitthvað, sem mér kemur ekki við, hara að hún komist burtu af heimilinu. Ég er eins og á glóðum í hús- inu, síðan hún veiktist. Það var hryllilegt uð koma inn til hennar fyrsta morguninn. Ég get aldrei gleymt því. Mig dreymir það ú nóttunni. — Guð komi til, þú ert þó vonandi ekki hræddur um sjálfan þig? sagði hún, hrygg. — Hræddur? Jú, það hef ég alltaf verið síðan Karólína veiktist. Ég er ekki hraustlegri en þær. Og þetta aumingja barn hefur haldið í tnér hitanum. Ég hef alltaf verið hræddur við hana. Það hef ég látið í ljósi við þig, oftar en einu sinni. — Ég hjóst við að hún væri liraust. Hver getur ímyndað sér að svona lagað komi fyrir hvað eftir annað. En nú býst ég ekki við, uð meira verði á mig lagt. Þú hefur nú umgengizt þessa manneskju svo lítið. — Þetta er kannski ímyndun og óstilling úr mér, sagði hann, og iðraði, að hann hefði látið þetta í Ijósi við liana, þegar hann sá hvað það hryggði hana, svo að hann braut upp á öðru umtalsefni. Mér þykir vænt um, að þið hafið skemmt ykkur vel fyrir vestan hjá kunnugjunum. Já, ég skemmti mér vel, en unt Guðhjörgu er víst ekki hægt að scgja það sama, hún var eins og út á þekju. Líklega alltaf með hugann heima hjá þér. — Hjá mér, sagði hann, og glotti kuldalega, sem hún var víst að hugsa um að yfirgefa fyrir fullt og allt. Hvernig stóð á að hún kom heim aftur svona fljótt? — Ilún getur ekki annars staðar verið en hjá þér. Þú hlýtur að vita það, hvað hún elskar þig heitt. Þú verður að reyna að verða alúðlegri við hana. Alltaf var hún að síma til Elísabetar til þess að vita hvernig liði. En það tókst nú ekki, nema eitthvað tvisvar. — Ég ætti nú að þekkja þær, símastelpurnar hérna, skaut hann inn í. — En hvernig var það? Guðbjörg tók svo eftir, í símanum, að hingað væri kom- inn nýr heimilismaður. En ég sé hann hvergi. — Hvað var það nú? spurði hann hissa. — Var ekki sonur þinn hér? spurði hún, og roðnaði. — Jú, hann var hér sem gestur en ekki heimilismaður. Ég sagði þér að mér dytti ekki í hug að taka hann af gömlu hjónunum, en ég ætlaði samt að hafa hann lengur hjá mér. — Leiddist honum? — Nei, langt frá því. En þegar þessi ósköp komu fyrir með Lilju, sendi ég hann strax heim, því að ekki hefði ég kosið að hann smitaðist af tæringu. Hún var líka oft að tala við hann aumingja stúlk- an. — Ég trúi þér, sagði hún, en hætti svo við hálfvandræða- lega: — En mig var nú bara farið að langa til að sjá hann. Hann brosti ánægjulega og klappaði henni á hendina, sem hún hafði lagt upp á borðið, — það vona ég, að þú getir fengið seinna. Annars voru nú drengirnir frá Bakka að taka af honum smámyndir. Hvernig þær líta út, er ekki gott að segja. Hann er laglegur drengur og framúrskarandi stilltur, og vel upp- alinn. Og honum var áreiðanlega farið að þykja vænt um mig þessa fáu daga. Kannski verður framtíðin svo ákjósanleg að við fáum að vera lengur saman sfðar. Það var bankað, stórkarlalega, á hurðina. Sjálfsagt einhver sveitamaður, sagði frúin, og flýtti í sér burtu, um aðrar dyr. í borðstofunni hittust þær aftur tengdamæðgurnar, Guð- hjörg var ánægjuleg*á svipinn. — Hann lét hann fara strax sama daginn og Lilja veiktist, sagði hún. Elísabet segir að liann hafi verið eins og brjálaður maður þann dag. — Hann er víst ákaflega hræddur við veikina, sagði gamla frúin. — Heldurðu það? spurði Guðbjörg. — Ég held, að Elísabet haldi, að hann hafi verið svona æstur yfir því að missa drenginn. Hún sagði að hann hefði verið svo ósköp góður við hann, enda hefði hann vérið svo ákaflega fallegur og líkur honum. Eg hefði haft gaman af að sjá hann, sagði hún, en var þó innilega glöð yfir því, að hann var ekki lengur í rúminu liennar. Hvar skyldi henni hafa verið ætlaður náttstaður, ef liann hefði verið á heimilinu. — Ég held Hannes hafi haft gott af því að hafa hann hjá sér. Hann er svo glaðlegur á svipinn, sagði gamla frúin, og kom sér þægilega fyrir í sóf- anum. — Já, það er svo skemmtilegt að vera komin, og finna að maður er velkominn, sagði frú Guðhjörg, og mér sýnast góðar batahorfur með Lilju. — Guð komi til, andvarpaði frúin. Sérðu ekki dauðafölvan á andliti hennar. Ég efast um, að hún verði flutt héðan lifandi. Það tekur mig sárast að hugsa til þess, að hún hafi lengi verið lasin, en aldrei skyldi hún nefna það með einu orði, blessaður auminginn litli. Frú Guðbjörg var bjartsýnni og vonaði allt hið bezta. Sál hennar var svo rík af sól og blíðu, að þar komst enginn skuggi að. Og gamla konan hresstist við samræðuna og sofnaði fljótlega, því að hún var þreytt eftir sjóferðina. Frú Guðbjörg gekk um stofuna athugandi hverja mynd og hvert smáglingur, hvort ekki væri ryk á því. Það var svo gaman að vera komin heim í blessaða stofuna sína aftur, og allt virtist vera eins og það var áður. Ifún var búin að iðrast eftir fljótfærni sinni. Það var vist ekki til þess að verða hálf brjáluð yfir því, þótt maður eign- aðist stjúpbarn, svona allt í einu, þegar það var ekkert í meinum við hjónabandið. En þetta hafði gripið hana svona. En Hannes liafði víst fyrirgefið henni það allt, svo ástúðlega hafði hann tekið á móti henni. Oh, hún þekkti hann svo vel, að hún var viss um, að hann minntist aldrei á það, sem í bréf- inu stóð. Hitt datt henni ekki í hug, að hann hefði aldrei lesið, nema tvær fyrstu arkirnar. Allt í einu reis tengdamóðir hennar upp glaðvakandi, eins og hún hefði verið vakin skyndi- lega. — Hvað er að uppi á loftinu? spurði hún, og skelfingin var eins og máluð á andlit hennar. — Uppi á loftinu? sagði frú Guðbjörg. — Ég fann stúlkuna mína áðan frammi í eld- húsinu. Hún sagði að Lilja svæfi. Frúin bandaði frá sér. — Það er eitthvað að. Ég heyri þetta hraða fótatak, og núna. Það var kallað á Elísahetu, ekki hátt, en það var eitthvað óvanalegt í röddinni. Elísabet hljóp upp og kom jafnharðan ofan aftur. Frú Guðbjörg opnaði stofuna og spurði, hvað væri um að vera. — Anna bað mig að reyna að ná í lækni, en það þýðir auðvitað ekkert, hún er alveg að skiljast við, svaraði Elísabet og þaut út, án þess að fara í kápuna. Gamla frúin seig útaf aftur. — Drottinn minn, hvenær tekur þetta enda? andvarpaði hún. Ég heyrði, að þetta var vængjaþytur dauðans. Þessi dagur, sem mér fannst byrja svo mikið betur en ég gat ímyndað mér, endar þá svona. Það kom öllum ú óvart, þegar stóra flaggið á sýslumanns- húsinu var dregið upp í hálfa stöng. — Auðvitað einhver höfðinginn hrokkinn uppaf, sögðu verkamennirnir. En kon- urnar stungu saman nefjum um, að það mundi vera gert af því að frúin væri komin heim. — Nú, sjáið þið ekki að það er í hálfa stöng. Eftir því höfðu þær nú ekki tekið. Það varð einhver að gera sér eitthvað til erindis heim í húsið, og hann kom aftur og sagði, að hún væri dáin, fósturdóttir ekkjufrú- arinnar. Hvað er þetta, það er ekki óálitlegt, ef þetta sýslu- mannspakk kemur með tæringuna með sér hingað. Flestir þótt- ust hafa verið búnir að sjá það fyrir löngti, að hún væri með tæringu, og mikið mætti það fólk skammast sín, sem hefði látið sér það um munn fara, að hún væri stolt, af því hún hefði ekki staðið masandi framan í hverjum manni, eins og hinar stelpurnnr bérna. Vanalega hafði hún verið kölluð, stelpurolan, sem er hjá ekkjufrúnni, en nú nefndi hana enginn öðru nafni en fósturdóttur hennar, eða fóslursystir sýslumannsins. 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.