Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Síða 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Síða 13
Sumar stelpurnar, sem voru á liku reki og hún langaöi of- boðslega mikið til að eignast kápurnar hennar og kjólana. Gamla frúin fór ekki úr rúminu næstu daga á eftir. Sam- vizkan ásakaði hana sifellt fyrir ónærgætni við þetta dána harn, sem henni hafði þó í raun og veru þótt vænt um. Hún sá hana í huganum, þegar hún var að kalla til hennar á nótt- unni, til þess að ná vatni i glas handa sér, þótt full vatnsflaska væri uppi. Það var svo velgt á bragðið. Lilja fór möglunar- laust ofan í kalt eldhúsið að vetrinum til, hún heyrði hana berjast við skjálftann, þá hafði hún líklega verið sárlasin, blessað harnið, en hún sjálf heilhrigð að öðru leyti en þessu vanalega, að láta stjana við sig, þegar hún átti bágt með svefn- inn. Alltaf hafði hún spurt, áður en hún fór upp í volgt rúmið aftur, hvort það væri ekki eitthvað meira, sem hún þyrfti að gera. Nú óskaði hún þess að hún hefði lofað henni að sofa í friði. Hver skyldi nú verða til þess að snúast kringum liana. Elísahet minntist þess iíka, að hún hafði stundum verið að kvarta um máttleysi í fótunum á morgnana. — Þú þarft að vera meira úti. Þetta er óholt að sitja svona mikið inni, hafði Elísabet sagt. Hún var sjálf hraust kona, sem þekkti lítið til þreytu, nema eftir að hafa þvegið stórþvott og þreytan var svo horfin eftir nokkurra klukkutíma svefn. Ef það kom fyrir að frú Guðbjörg heyrði Liljti kvarta, hafði hún lagt það til málanna, að hún færi til læknis og fengi blóðmeð'öl. Hún væri náttúrlega ldóðlaus. En samtímis gat það átt sér stað, að hún bæði hana að skreppa út i húð fyrir sig, og vera nú einu sinni fljóta. Og Lilja hafði tölt af stað á máttlausum fót- unum og komið aftur spreng móð með það, sem æskt var eftir. Þá sagði Elisabet henni að fóstra hennar væri húin að hringja tvisvar á hana. Kom þá ný sendiferð. Og þannig hafði það gengið flesta dagana. En ein sendiferðin var þó alltaf vanrækt, sú, að finna læknirinn. Og nú, þegar hún var horfin svona skyndilega, fundu þær allar, að þær höfðu verið skeyt- ingarlausar við þennan smælingja, sem þær hefðtt umgengizt dagsdaglega. Frú Guðbjörgu, sem ekkert mátti aumt sjá, og lór heim til fátæklinganna, þegar eitthvað var að, til að vita, hvort hún gæti ekki orðið þeim eitthvað að liði, henni hafði yfirsézt algjörlega innan sinna eigin veggja. Nú var ekki hægt að gera neitt framar annað en að búa hana vel í kistuna, og það var líka gert. Litli líkaminn, í fína nákyrtlinum var þakin fegurstu blómum, sem hægt var að fá. Og kistan var snjóhvít með logagylltu útflúri. Svo skrautleg kista hafði ekki sézt í Ósvik. Allt heimilisfólkið fylgdi kistunni frarn á bryggju, þvi móðir Lilju vildi flytja hana með sér vestur. Gamla frúin studdist við handlegg sonar sína og mátti taka á öllu sínu þreki til að halda inni tárum sínum. Hún vildi horfa sem lengst á kistuna, og óskaði í angurværð sinni, að það væri hún sjalf, sem væri búin að stíga þetta geigvænlega spor, og stóra flaggið á sýslumannshúsinu, sem blakti í hægri sunnan gol- unni væri kveðja til sín, en ekki Lilju litlu. Framli. Endir framhaldssögunnar kemur í næstu 2—3 blöðum. KVEIKJUM LJÓS. Þau eru svo mörg ljósin, sem slokkna 1 Hfi okkar mannanna. Ljós vonarinnar með sínum dýrðlega Ijóma getur á stuttum tíma slokknað við hið minnsta vindkul. Ljós kærleikans getur slokknað og allt verður dimmt og kalt, sem áður var hlýtt og hjart. Og Ijós trúarinnar getur orðið flöktandi og dapurt. En er það ekki einmitt þá, í myrkrinu, sem við eigum að tendra ljós? Hætta að hugsa um okkur sjálf, en reyna að skapa, í því smáa, hetri heim fyrir aðra; og guð mun verða hjá okkur og segja hið skapandi orð: Verði ljós! Ljós í sál og sinni. G. NÝTT KVENNABLAÐ SIGURÐUR DRAUMLAND. ( Ðýjakrók Skammarinnar Þótt eftirfarandi grein virðist frekar eiga heima í dagblaði, þar eð eins má búast við að orðastrið af henni hljótist, viljum við verða við bón greinarhöf- undar um að birta hana í okkar litla mánaðarriti, ef gott mætti af henni upp spretta. Vínið er ekki Rangæing- um einum til óþurftar. Einu sinni var kveðin vlsa í tilefni a£ manni, sem átti ekki bót á buxurnar sínar, kveikti í íbúðarhúsinu sínu og fékk vátryggingarféð í vas- ann. Vísan er svona: Áfrant líður ævibraut eftir vegum duldum. Leggur drottinn líkn með þraut og líka eld með skuklum. Mér kemur þessi vísa oft í hug er ég minnist áfengiseldsins, sem kveikt hefur í mörgum mann- inum, að sjálfra mannanna vilja og brennt þá til ösku. Vátryggingarféð liafa svo þessir ösku- menn fengið borgað. Falsað stolt hruninnar sál- ar, gleymsku um stundarbil á flótta frá lífinu. En allt um það sátu þeir fastir í Dýjakrók Skammarinnar, fenjamýrinni, sem engurh slepp- ir, er hún nær í; hvort sem hann hefur brennt sjálfan sig eða hús sitt. Ein fenjamýrin slík, er nú árlega þéttskipuð sundgörpum, þar sem heitir í Þjórsártúni á Suð- urlandsundirlendinu. Staðurinn tilheyrir Rang- árvallasýslu og þó að þar sé jrjóðleið framhjá, varla samt til hamingju og heilla, og margra landsbyggða lýður fljóti ]oar í áfengisbleytunni á fjölmennum samkomum sumar hvert, virðist rétt að kenna sýslu staðarins, yfirvöldum hennar og íbúum, um allverulegan þátt í niðurlæging- unni. Það er svo um hvert það atriði mannfélag- anna, sem til skammar heyrir, að illt er á því að grípa, nema með ákveðnum aðgerðum, ein- hverju fyrirfram vissu og fastsettu, svo að ekki sé fálmað út i loftið. Hver staður í löndum jyjóðanna er háður sérstakri yfirstjórn. Og sú yfirstjórn verður að vera hinn rétti aðili til að skakka jrá leiki, sem fram fara. Því ber Rangár- vallasýsla ábyrgð á Þjórsártúni og áfengisbleyt- unni, sem viðgengst þar, jnó að margra byggða fólk korni þangað í leikina. Svo virðist sem joau álög hvíli einkum á sam- komum ungmennasambandsins Skarphéðins, að brennivíns-sukkfólk heimsæki jyær. Oftsinnis 11

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.