Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Qupperneq 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Qupperneq 14
hafa önnur félög og samtök háð mót sín í Þjórs- ártúni, því sem næst rommþurr eða brennivíns- vana. En þegar Skarphéðinn messar, dragast rón- arnir að. Hér skal ekki rætt um hvort slæleg lög- gæsla ungmennafélaganna, sem að þessum mót- um standa, hænir fólk brenndu drykkjanna að Skarphéðni sérstaklega, eða að eitthvað annað valdi. En það verður, hvað sem öllum orsökum og afleiðingum líður, brátt að fara að taka alveg fyrir slíkar lieimsóknir til Skarphéðins. Öllum kröfum um regluhald í Þjórsártúni verður fyrst og fremst að beina til Rangárvallasýslu, yfirvalda og íbúa hennar. Er raunar varla minnkunarlaust, að sýslan sjálf skuli ekki hafa séð ábyrgð sína í þessu efni fyrir löngu, og hafizt handa. Dýja- krókurinn, sem nafnfrægur er, langt austur og vestur fyrir Þjórárstún, mun varla stýra góð- frægð heim í garð Rangæinga, eins og nú horfir. — Sá, sem brennir hús sitt, brennir sjálfan sig. Og sá, sem brennir sjálfan sig, brennir hús sitt. Sigurður Draumland. jrjJl Rúið til stafina sem vanta, ef þið þurfið á þeim að lialdu. 1. beurst. 2. framst. 3. hneppslul. f. ber- ust. (bak). 5. aft- urst. 6. kragi. 7. enni. 8. lining. SÁ ER LJÓtíUK A KÁÖl KVENNA, er gefa út bækur, eða skrifa bækur, að þær skuli ekki senda Nýju kvennablaði eitt eintak. Blaðið tekur það ekki upp hjá sjálfu sér, að geta bóka, sem því ekki eru sendar, þætti því þó tilhlvðilegt að telja upp allur bækur eftir konur, útkomnar á árinu. Einu bækurnar, sem því hafa verið sendar eftir konur, það sem af er vetrinum, eru: Dalalif 3. bindi eftir Guðrúnu frá Lundi og Vökudraumar, ljóð eftir Lilju Björnsdóttur frá Þingeyri. Þegar Dalalífi, öllum bindunum, liefur verið snarað á er- lend tungumál, verðum við stoltar yfir að höfundurinn er ís- lenzk kona, sem ekkert hefur farið fram hjá. Og aldrei vorum við forvitnari um framhaldið er nú. Það óvenjulegasta við „Vökudrauma" Lilju Björnsdóttur er það, hve augljóst les- andanum má verða ástríki manns hennar og hjúskaparsæla hjónanna. í einni opnu bókarinnar eru ástavísur „mansöngvar", er hann sendi henni heiin frá sjónum er samfundir drógust, og aðrar yrkir hún til hans. Finnst þannig í bókinni hin fagra heimild gagnkvæmrar hrifningar, sem lýsir sem stjörnu- himinn í erfiðleikum og látlausu starfi beggja. Mörg tækifæris- lióð eru í hókinni. ÞAÐ ERU SLÆM TÍÐINDI, að allsnægtirnar eru úr sög- tinni, þó ekki sé nema um stundarsakir. Okkur vantar ekki inat, en margt annað. Verksmiðjur og einstaklinga vantar efni til að vinna úr og er það hvað bagalegast þegar vinna stöðvast, gangvélin sjálf, þá doðnar fólkið niður, en þögn og þreyta setjast í bezta stólinn í stofunni. ÓGIFT SPYK: Hvar á að ná í skattinn, sem svarar til skatta- lækkunar þeirrar er gifta íólkið fengi með því að telju fram sem einhleypingar? Miðar ekki það opinbera skattalöggjöfina við það að svona og svona há upphæð, þurfi að nást inn til þess að standast útgjöld? Hlýtur þá ekki skattstiginn að hækka á lágu tekjunum? HÁTTVIRTU ÚTSÖLUKONUR! Nýtt kvennabláS kostar 10 kr. árgangurinn. Átta blöH á ári. Kemur ekki út surnarmánuöina. Blaðið jsakkar allt ykkar tnikla og velunna starf á liðna árinu. Nýtl kvennablað. Ajgreiösla: Fjölnisvegi 7 í Rcykjavík. — Sími: 2740. Ritstj. ng ábyrgfiarm.: Guörún Stejánsdóttir, Fjölnisvegi 7. BORGARPRENT 12 NÝTT KVENNABLAtí

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.