Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Blaðsíða 5
Múlakol i Flfófshlíd
Ég vcit þaö var draumur — draumur —. En draum-
arnir rætast stundum.
Leitaðu að landinu, vinur! ef líf þér og kraftar endast.
Jóh. G. SigurSsson.
Eftir margra ára gleymsku rifjuðust þessar hend-
ingar upp fyrir mér einn fagran júlídag í sumar,
þegar það undur skeði, að ég gekk um garðinn
fræga í Múlakoti, ásamt góðum vinum, sem ég
dvaldi lijá um tíma þar eystra. Garðinn þekkti
ég áður af afspurn, en „sjón er sögu ríkari“, það
fann ég nú, fremur en nokkru sinni áður, og
samstarf mannshandarinnar við náttúruna.
Konan, sem er lífið og sálin í öllu þessu starli,
er vingjarnleg, prúð og yfirlætislaus með öllu,
og þó ltef ég sjaldan fundið eins til smæðar minn-
ar, og margra annarra, sem í návist liennar. Frá
henni og gegnum liana eins og talar gróðurinn.
Og svo unthverfið allt. l.ækir falla ofan lilíð-
ina með fegurstu smáfossum bunandi beint nið-
ur. Þarna hefði maður nóg að skoða marga
daga. Kvæðið, sem rifjaðist upp fyrir mér, er
gullfögur náttúrulýsing: „Kvakaði fugl á kvisti —
Kliðaði blær í lund — Niðaði foss í fjarska —
Fylltist ég þrá í brjósti." Því miður get ég ekki
munað ljóðið í heild, en margir muna enn skáld-
ið unga, sem bar svo sterka þrá til frama og
starfa, en entist ekki heilsa né aldur til fram-
kvæmda.
Ungu konur og menn! Látið ekki sitja við
það eitt að ferðast um fagrar lendur og dást að
fegurð náttúrunnar, leitist við að kynnast sam-
starfi við hana, og leggja til þess ykkar starf, elt-
ir því, sem ástæður leyfa. Lokaorð skáldsins tala
til ykkar, hvers og eins enn í dag: „Leitaðu að
landinu vinur! ef líf þér og kraftar endast.“
Ingveldur Einardsótlir.
(í Botnsdal).
Er þetta landið 'mitt. Eylandið hvita?
Einlœgur skógur um hliðar og lág.
Ekki er kuldalegt yfir að lita.
Angandi birkilauf, hvarvetna frá.
Tónhœðin létt, milli glithárra greina.
Gceti ég eins verið suður i Róm.
Á ég ei framar eettjörðu neina?
Eða — er skynjanin sfónhverfing tóm?
Ættjörðin min, sem var nektinni nccrri.
Neðan i hliðunum berjalyng strjdlt.
Fjallsbrúnin egghvöss, og himninum hærri.
Harðneskjuleg eins og blágrýtið sjdlft.
Birkiilm hvorki hún bauð eða skóga.
Bliðmælin söng hún af klettanna snös.
Fjóla og gleym-mér-ei gréru i móa.
Gleðin var öll um hin smdvöxnu grös.
Ertu svo mislynd, ei megi þér lýsa?
Mikil i bliðu og fögur i nekt.
Þverhniþtir hamrar úr hafinu risa,
—hefur þó 'engan með sjóninni blekkt.
Timinn, scm vigður er trega og öntnnn,
trúir þér enn fyrir barnanna liag.
Ættjörðin kæra! með fjöllum og fönnurn,
fjöllynd, og skarlati búin i dag.
G. St.
Danski rithöfundurinn, Thit Jensen, er spíritisti. Hún talar
við dáið fólk, ekki neinni sérstakri tungu heldur máli hugans.
Telur hún sig þannig hafa komizt að ýmsu.
Sumir, segir hún, að njóti algerlegrar hvíldar, fyrst eftir
dauðann, aðrir fari á skólu. Nokkrir fái að velja, og til séu
þeir, er fái leyfi til að hverfa hingað, til baka. Þeir kunni
að þurfa að koma einhverju í verk, sem þeim hefur ekki auðn-
ast. Um bróður sinn, sagði hún, er dáinn var fyrir 30 árum,
að hann væri yfirmaður við skóla, er tæki á móti þeim, er
fremdu sjálfsmorð. Það væri erfitt, þeir væru i a'stu skapi
og neikvæðu við tilveruna, t. d. mætti nefna, lækni í Budapest,
er fyrirfór sér í fyrri heimsstyrjöJdinni til þess að komast frá
liinni „svínslegu tilveru“, að sjálfs hans sögn.
Segir hún að dáið fólk viti allt, er gerist hér. Þuð sé
ekkert uð því, en reikningsskil verðum við að gera á öllu,
er við tölum og framkvæmum. Engin náð bíði okkar, en rétt-
látt endurgjald. „llið eilifa jufnva'gi". Er hún var spurð, hvort
einnig væri til líf á undan þessu lífi, stóð ekki á svarinu: Vissu-
lega, sagði hún, sem margir mutia frá sinni fyrri til-
veru: „Ég hef einu sinni verið fangi, þess vegna er ég enn
i dag hrædd við læstar dyr.“ Og er hún var spurð, hvort lífið
hér væri fyrri tilveru æðra, var svarið: „Nei, jörðin er refsi-
nýlenda. Ég ætla ekki að óska mér til baka, heldur áfram til
hærri staða.“
★
Á norræna kvennamótinu í sumar, sem haldið var í Svíþjóð,
voru 5 grænlenzkar konur.
Hefur komið til tals, að næsta norrænt kvennamót verði á
íslandi, að sumri komanda.
NÝTT KVENNABLAÐ
3