Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Blaðsíða 7
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR cand. jur.: TTt"va.rpserixid.i FLUTT ÍSLENDINGUM ERLENDIS 28. ÁGÚST Í9k9 fjtlendingar, sem hingað koma, spyrja oft að því, hvort konur hafi hér sama rétt og karlar til embætta og starfa, þátttöku þeirra í þeim störfum, og einnig, hvernig háttað sé samanburði á launum karla og kvenna. Með lögum nr. 37 frá 1911, var íslenzkum konum veittur réttur til að' njóta kennslu og ljúka fullnaðar- prófi í öllum menntastofnunum landsins og jafnframt var konum veittur sami réttur og körlum til allra em- bætta. Frá því að þessi lög gengu í gildi, hafa alls 15 konur lokið embættisprófi við Háskóla Islands. hin fyrsta þeirra, Kristín Ólafsdóttir, læknir, árið 1917. Þar af eru 12 læknar, 2 lögfræðingar og einn guðfræðingur. Engin þessara kvenna er í föstu em- bætti hjá ríkinu, en nokkrar þeirra starfa að sérgrein sinni. Tvær konur með háskólaprófi starfa hjá ríkinu, en þa:r hafa báðar lesið erlendis, námsgreinar, sem ekki eru kenndar hér. Önnur þeirra er veðurfræðingur, en hin verkfræðingur. Nokkrar konur stunda nú há- skólanám hér og erlendis. Arlega útskrifast úr öðrum menntastofnunum landsins mesti fjöldi ungra kvenna. Einkum hefur tala kvenstúdenta aukizt á síðari árum. Konur þessar hafa margar hverjar ága-ta námshæfi- leika, en tiltölulega fáar leggja út í sérnám, og þær þeirra, sem ekki fara beint í hjónabandið, taka að sér ýmiss störf, sem þær telja við sitt hæfi. Lögin frá 1911, eru einu íslenzku lögin um rétt kvenna til embætta og starfa, en auk þess er tekið fram í lögum frá 1945 um laun starfsmanna ríkisins, að konur skuli hafa sama rétt og karlar við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka. Það hef- ur verið gengið út frá því, að konu, sem starfaði fyr- ir íslenzka ríkið, væru greidd sömu laun og karlmanni, sem hefði sams konar starf með hóndum. íslenzkir kennarar hafa sömu laun, án tillits til kyns, og skrif- arastörf við Alþingi eru greidd með sömu launum. hvort sem þau eru unnin af karli eða konu. Hið sama gildir um einstakar stöður. Þar sem konur vegna sér- stakra hæfileika, atorku og ástundunarsemi hafa þótt færar um að taka að sér starf, sem áður hefur verið gengt af karlmanni, þykir það yfirleitt ekki vera í anda íslenzkrar löggjafar að færa launin niður. En aðalreglan er sú, að laun kvenna, sem starfa hjá stofn- unum ríkisins eða skrifstofum þess, eru miklu la'gri en laun karla, og eru tveir lægstu launaflokkarnir ein- göngu skipaðir konum. Þetta mun vera eitthvað svipað í fyrirtækjum félaga og einstaklinga. Þessi regla, að í lægstu launaflokkana séu eingöngu ráðnar konur. er hreint framkvæmdaatriði hverju sinni, sem bygg- ist á því, að það er hægt að fá hæfar konur til þess að vinna störfin fyrir þessi lægstu laun. Ejölda margar konur vinna við iðnað. Slík iðnaðar- vinna er ýmist unnin af fulllærðum iðnaðarmönnum. nemum eða ófaglærðu verkafólki. Samkvæmt samn- ingum verksmiðjufólks fá konur miklu lægra kaup en karlar, og sama gildir við daglaunavinnu. Iðnaðar- nám veitir mikil réttindi, m. a. ha^rra kaup og síðar rétt til þess að hafa aðra menn í þjónustu sinni, en að hún iluttist til Hafnarfjarðar með yngri dótt- ur sinni og hafa þær ekki skilið síðan. 1920 flutt- ust þær til Reykjavíkur og hafa búið milli 20—30 ár á Lokastíg 8. Og eru því mörgum Reykvík- ingum kunnar. Margrét hefur allt til þessa verið vel minnug. Man hún eftir mörgu merku fólki irá gamalli tíð, t. d. Bólu-Hjlámari. Ekki þótti henni mynd Ríkarðs Jónssonar líkjast. gamla manninum. Enda haiði listamaðurinn lýsingu annarra að fara eftir, en ekki eigin auga að treysta. Hjálm- ar gisti á Laugalandi hjá foreldrum hennar. Vel man hún eltir Pétri Hafstein, föður Hannesar Hafsteins, og konum hans; séra Þórði Jónassen á Þrastarhóli, bróður Jónassens, landlæknis, — hann i'ermdi hana. Ennfremur man hún eftir mörgum umrenningum, svo sem Sölva Helga- syni, Jóhanni bera o. 11. Eitt sinn var barið á Laugalandi, og fór Mar- grét til dyra. Þar var kominn Sölvi Helgason og gerði orð eftir konunni. Húsfreyja þorði ekki til dyra, þá isagði Sölvi: „Það er svona, þar sem eng- inn guðsneisti er til." Öðru sinni var það Jóhann beri, og það fór á sömu leið, að húsfreyja þorði ekki til dyra. En iðraði þess á eftir, því Jóhann hafði haft þann sið að spyrja eftir konunni, þeg- ar hann var svangur. Þessi fáu brotabrot úr ævisögu hinnar merku konu hefur dóttir hennar að nokkru leyti látið okkur í té. En móðir hennar befur ol't rifjað upp eitt og annað frá gamalli tíð. Margrét var eldskörp, og gekk til allrar vinnu frá því hún komst á legg og fram um sextugt. fór hún þá að eiga náðugri daga, fyrst bjá stjúp- syni sínum, og svo dóttur sinni, Aðalheiði Gísla- dóttur, sem annast hana nú, eins og lítið barn. 04 ár hefur hún setið í ekkjudómi. 4. apríl í vetur, hundraðasta afmælisdaginn, fékk hún mikið af skeytum og kveðjum, frá vin- um og ættingjum, og var þá bress og glöð. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.