Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Page 6

Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Page 6
Melmlþrá, Yfir brimsins boða þanda berst minn hugur létt að vanda, heim til œsku ljúfra landa, að líta gamla bœinn. Heimþrá kveður handan yfir sceinn. Aldrei gleymist laut með lyngi, lítið þó að um ég syngi. Og finna dal með fannakyngi fögnuð veitir geði. Skríður áfram skauti eða sleði. Er ég leit. i siðsta sinni sveitina úr dalsins mynni í œðum var sem eldur brynni. Átthagarnir kalla. Þrái ég heim til minna fögru fjalla. Á. E. Liggja þau nú þarna í rúmum sínum, bæði hjónin, illa á sig komin, Sigurjón blindur, en Snjólaug í barnsnauð, og enginn nærstaddur henni til hjálpar. Þá varð Sigurjóni nóg boðið. 1 öngum sínum gefur hann forsjóninni J>að fieit, að ef konu sinni, og barn- inu, sem var að heilsa heimi, farnist vel og komist lífs af, þá skuli ekki víndropi framar koma inn fyrir sínar varir. Rétt þegar hann er vel búinn að gera J)etla heit sitt, er barið að dyrum, öllum að óvörum, því engra gesta var von í slíku vonzkuveðri. Kr |>ar kominn Pét- ur í Reykjahlíð, góðglaður af víni. Pétur liafði oft setið yfir konum og farnast vel. Þykir nú Sigurjóni vænast ráðið, kallar strax á Pétur inn til sín, segir honum ástæður allar, og biður hann blessaðan að duga þeim nú vel. Þegar Pétur fær þessar fregnir, rennur af honum víman, og tekur hann þarna á móti barninu og ferst það að öflu prýðilega. Heilsast þeim hjónum svo vel, báðum tveim. Barnið sem þau eignuðust í þetta sinn, var Líney, sem nú er ein á lífi af þeim Laxamýrarsystkinum. Hún var alla tíð eftirlæti og augasteinn föður síns, og vissu hin systkinin það vel, og notfærðu sér stundum. Ef þau þurftu að fá leyfi föður síns til einhvers, þá var Líney send til gamla mannsins, Eins ef börnin vissu, að þau höfðu unnið sér inn einhverja aukagetu. Það var nefnilega siður Sigurjóns að sjá J)að við, bæði börnin og vinnufólkið, ef vel var unnið, eða ef vinna Jnirfti á sunnudögum. Borgaði hann J)á vinnu- fólkinu sérstaklega fyrir slíkt, auk umsamins kaups. En krökkunum gaf hann kandís, eða eitthvað þess liáttar. Þá sögðu krakkar við Líneyju: Far þú Lína, J)á fáum við stærstu molana. Sigurjón hélt heit sitt dyggilega, og lét aldrei vín inn fyrir sínar varir, upp frá deginum góða, er Lín- ey fæddist. Móðir mín Líney, hefur sagt mér margt skemmti- legl frá uppvaxtarárum sínum á Laxamýri. Hún hefur sagt mér frá dugnaði foreldra sinna, lífsgleði og stór- hug, og einnig frá ýmsum atvikum úr daglega lífinu, sem sérstaklega festust í minni. Aldrei voru börnin á Laxamýri hrifnari af föður sínum, en Jægar hann kom heim, eftir að hafa selt fé á fæti til Englendinga, og fengið borgun í skýru gulli, því þá lét ban það ævinlega verða sitt fyrsta verk að fara beint lil konu sinnar og láta góðan slurk af glóandi gullinu hrynja í kjöltu hennar. Það var hennar hlutur, og, bætti móðir mín við: — Hann spurði liana aldrei, hvernig hún eyddi sínu fé. En Snjólaug vissi um nóga fátæklinga í kring um sig, sem höfðu Jrörf fyrir hjálp, og ekkert fannst þeim hjónum báðum sjálfsagðara en það að rétta hjálpar- hönd, þeim er þess |)urflu. Er systkinin stál])uðust, skemmtu J)au sér við ýmis- legt, svo sem uriglinga er siður. Til dæmis tóku eldri bræðurnir sig til, og skrifuðu leikrit. Fengu síðan lán- aða skemmu föður síns og æfðu og undirbjuggu alll undir leiksýninguna í skemmunni. 1 leikritinu álti að vera sjávarskrímsli eitt mikið, alsett hrúðurkörlum og skeljum. Enginn krakkanna átti skeljar, nema Jóhann litli, yngsta barnið, og honum þóttu þær gersemar miklar. Stóru strákarnir biðja hann nú um skeljarnar, til að festa á skikkju þá, sem skrímslið átti að klæð- ast í. En J)ví harðneitar Jóhann. Hóta þá hinir því, að lofa honum alls ekki að liorfa á leikinn, ef ])eir fái ekki skeljarnar. Runnu þá tvær grímur á dreng, og fór svo að lokum, að hann sá engin ráð önnur en lána skeljarnar, J)ótt honum þætti það hart. Var síðan öllu heimilisfólkinu boðið á sýninguna. Höfðu allir gaman af, og ekki síst Jóhann litli, sem þarna sá leikrit í fyrsta sinn. Það hafði verið siður tveggja yngstu barnanna, Snjólaugar og Jóhanns, að setjast hvort út af fyrir sig á borðshorn, og segja sjálfum sér sögur. Þólli þeim þetta hin bezta skemmtun, og undu við langtím- um saman. Eitt sinn giftu sig á Laxamýri þrenn brúðhjón í einu. Var það allt starfandi fólk á staðnum. Héldu ])á húsbændurnir góða veizlu. 44 ár, bjuggu J>au Snjólaug og Sigurjón á Laxa- mýri. Þá fengu þau jörðina í hendur sonum sínum 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.