Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Blaðsíða 12
Eiíi bavn á bæ
Smásaga eftir INGVELDI EÍNARSDÓTTUR
Það var á Hvítasunnu, allt var gaman. Sólskin og
bláheiður himinn. Lummur með kaffinu. Mamma þveg-
in og greidd, og svo kom kona af næsta bæ, Halla í
Nesi. Hún var broshýr og góð. Vasaklúturinn hennar
var fannhvítur. skúfhólkurinn fagur. Allt var þetla
Hvítasunna.
Adda litla á Felli fékk að fylgja Höllu á leið með
mömmu sinni. Þær sendu hana öðru hvoru á undan
sér, „til að sjá hvað hún væri dugleg að hlaupa,“ en
hún fann brátt að þær böfðu allan hugann við samtal
sitt, og fór að hlusta:
— Já, það er meiri vandi en margur hyggur, að
hafa eitt barn á bæ, þar sem fámennt er og afskekkt.
Telpan er einþykk og óframfærin, hangir utan í
mömmu sinni, kann ekki að leika sér með börnum.
— Drengurinn er sæmilega læs, fljótur að læra
vísur, en heldur stirður að læra vers eða fara með það,
sem fallegt er. En ef hann sér eða heyrir eitthvað af
grófara taginu, þá er sjálfsagt að taka það eftir.
Adda komst að þeirri niðurstöðu, að þessi börn
væru, hún sjálf og Eyi litli í Nesi. Hann var þar í
fóstri og Halla var honum sem góð móðir.
— Af hverju er eitt barn á bæ? spurði telpan
mömmu sína á heimleiðinni. — Þú átt aldrei að spyrja
að því, sem þú veizt. Telpan íhugaði svarið og horfði
á mömmu sína, sá, að augu hennar döggvuðust tárum.
Ský dró fyrir sólu. Allt var á svi])stundu orðið ömur-
legt. — Mamma! Kemur þessi Hvítasunna aldrei aft-
ur? — Ekki þessi sama. En nú er sumar, og guð
gefur okkur marga sólskinsdaga. Hún tók telpuna við
hönd sér. — Nú skulum við flýta okkur heim.
Mamma hafði alltaf rétt fyrir sér. Sólskinsdagar
komu og fóru. Einn þessara fögru vordaga skoppaði
10
Adda með mömmu sinni fram að Nesi. Er þær komu
í túnfótinn, hringsnerist Eyi á hlaðvarpanum. Svo kom
Halla úl. Adda hafði hjartslátt af tilhlökkun — og
þó feimin. Þegar hún ætlaði a'ð vanda kveðjuna sem
bezt, var drengurinn ekki viðbúinn að mæta handlaki
hennar. Hann hoppaði á einum fæti til og frá um
hlaðið, gaf henni hornauga og kallaði til hennar:
— Getur þú gert svona? — Eg veit ekki, muldraði
telpan og hjúfraði sig upp að mömmu sinni. — Hvort
í syngjandi, súrrandi. Veiztu ekki livort þú.... —
Verlu nú stilllur, væni minn, komdu og heilsaðu fal-
lega. Halla leiddi drenginn með augunum, og kveðj-
urnar gerðust með kyrrð og spekt. Gjörið svo vel
að ganga í bæinn.
Eftir stundarhvíld og veillan beina hófst aðalatriði
ferðarinnar. Börnin fóru út að leika sér. Hvor mamm-
an áminnti sitt barn. Drengurinn átti að vera nærgæt-
inn og góður við lillu slúlkuna, ekki harðleikinn. Telp-
an átti að vera kát, og svolítið skemmtileg við dreng-
inn, fara nú ekki að skæla, Þó henni þætti eitthvað að.
Um fram allt ekki skæla! Oddu þótti þessi viðvörun
óþörf, henni var ekki grátur í hug. Það var nú eitt-
hvað annað. Henni hafði skilist á hljóðskrafi, að eitt-
hvað væri athugavert við Eyja litla. í fyrradag hafði
unglingspillur komið að Nesi og leikið við hann um
stund, síðan væri hann svo ærslagjarn, og alltaf með
einhver slagorð. Hún vissi ráð. Hún skyldi vera eins
og hún Sigga, sem hún hafði nýlega lesið um, fara
með öll fallegu versin sín og segja Eyja um guð og
góðu englana, sem þætti fjarska vænt um öll góð börn,
en vildu engin „slagorð“, þá mundi Eyi aftur verða
bezti og stilltasti drengur i veröldinni.
Börnin gengu hægt og samhliða niður að vatninu.
Þangað, sem Eyi hafði búslóð sína. Adda byrjaði með
hálfum huga. — Kanntu mörg vers? Eyi gekk sperrl-
ur, með hendur í vösum. —Ojá. slatla neðan í tunnu.
— Svona á aldrei að segja um vers. — Veit það, og
sagði það ekki í alvöru. Þessi undansláttur fannst
telpunni góðs viti. og byrjaði aftur. — Kanntu þessa
vísu: „Góðu börnin gera það.“ — Já, já. Drengurinn
þuldi hana í einu andartaki, svo ekki heyrðist orða-
skil: Góðu börnin gera það, Guð sinn lofa og biðja,
læra að skrifa og lesa á blað, lika margt gott iðja.
— Og líka kann ég þessa: Illu börnin iðka það — orga,
blóta, hrína, hitt og annað hafast að — heimta, brjóta,
týna. Þessa vísu hafði hann yfir liægt og skýrt, með
áherzlu á hverju orði, svo Adda lærðri hendingarnar
jafnótt, og fannst mikið til um að hafa eignast nýja
vísu, og svona ólíka öllum hinum. — En hvar eru
illu börnin? Eyi hló. — Hvar? Ég veit ekki. Kannski
í öðrum löndum. — Já, samþykkti hún. — Þau eru
víst í öðrum löndum, þar sem ljónin eru og tígrisdýrin.
— Ég kann fleiri vísur, sagði Eyi. — Ein er svona:
Kisulóra kann að klóra bónda sinn, rífur hún af hon-
um hár og skinn, bölvaður veri kötturinn.
Þau voru nú komin að litla bændabýlinu hans Eyja,
og telpunni fannst mikið til um hornin, leggina, og
NÝTT KVENNABLAÐ