Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Síða 14
Hvar lágu aðalrökin til þess, að Kjartan Ólaísson
og Guðrún Ósvífursdóttir nutu ekki hvors annars?
Spurning úr Vorblaðinu
1. Það var rógburður. D.
2. Að hann lofaði henni ekki út til Noregs með sér. M. G.
3. Stúlkunni er sigurvænlegra að unna allhóglega og helzt
ekki að fyrrahragði. Guðrún vissi skömmina ujip ú sig, og
treysti því ekki Kjartani.
4. Þau lágu í einræði Kjartans og ágengni Bolla. K.
KJARTAN OG GUÐRÚN
5. Nýtt kvennablað spyr: „Hvar lágu rökin til þess, að
Guðrún og Kjartan nutust ekki? Ég get þess til, að aðalor-
sökin hafi legið í eðlismun þeirra. Kjartan sagði, að Guðrún
þyrfti ekki að skarta motri til þess að hera af öðrum konum.
Kynntist því svo síðar — að andlega séð, var hún eigi svo
fögur að af bæri.
Kjartan fer til Noregs, kynnist þar göfugu konunni, Ingi-
hjörgu, en neitar ást hennar vegna heitorða sinna við Guðrúnu.
Ingibjörg hyggur ekki til víga, heldur tekur fram sitt eigið
brúðarskart, gullofna moturinn, og gefur Kjartani — til að
skreyta konu þá, er hefði hærri rétt til samfylgdar með hon-
um. Iíennar eina kvöð til Kjartans er, að allir skuli vita
það, að kona sú, er hann hafi kynnst í Noregi, sé eigi þrœls-
œttar. Enginn veit, hve náið samband þessara stóru sálna
hefur verið, en eitt er víst, þeim varð (mngt að skilja. íslend-
ingurinn, Kjartan, fer heim, reynist þar áfram sama mikil-
mennið, sem aldrei hregzt hlóði Ólafs pá í æðum sér. Ein-
hvern veginn, ósjálfrátt, lendir svo mjnjagripur Ingibjargar á
höfði Hrefnu, en ekki Guðrúnar. Hrefna var ábyggilega góS.
þótt eigi væri hennar getið meðal hinna „stóru kvenna“.
Guðrún hefur elskað Kjartan, þó að þolgæði hennar hrysti
þar, sem annars staðar. Enda mun sálarfriður Guðrúnar hafa
truflast við hin fyrri óhöpp hjónabanda. Auðvitað hefur þessi
stórláta kona þráð eða krafjzt einhverrar sælu í sínum hjú-
skaparmálum. En ekki kært sig um að vinna neitt fyrir henni
sjálf.
Enginn veit um hugarstrið Guðrúnar, meðan Kjartan var
í Noregi, en tæplega hefur hún hugsað hlýtt til þeirra Ingi-
bjargar, ef dæma skal eftir aðalsigri hennar síðar: „Það þykir
mér mest vert, at Ilrefna mun eigi ganga hlægjandi að sæng-
inni í kveld.“
Það er því augljóst, að Guðrún gætti aldrei hófs í metnaði
sínum og skapgrimmd. Veitti því ekki einu sinni eftirtekt,
hvað lengi Kjartan virti sín fyrri kynni við Guðrúnu, tók jafnan
málstað hennar og reyndi að umgangast hana sem heiðar-
lega vinkonu. Hvar var svo aðalgróðinn? Hvað ba'tti Guðrún
t. d. sinn hag, með því að taka sverðið frá Kjartani og motur-
inn frá Hrefnu? Hjó hún þar ekki heinlínis á sinn eigjn
heiður — þetta stóra verðmæti, er hún var alltaf að verja
og hefja með hroka sínum. Þessi ógæfusama drottning mið-
aldanna virðist hafa steingleymt því, að andinn sigrar ekki
með sverði. Að lokum hefur hún þó áttað sig og athugað
hetjudáðir Ólafs pá — þar sem hann vegur sorg sína til hærra
veldis — vizkunnar. —„Er mér ekki sonur minn at hættri,
þó at Bolli sé drepinn."
Kristín Sigjásdóttir írá Syðri-Völlum.
Kvenlélagið „HIíf“ á Isaíirði
Kvœði flutt á 35 ára afmœli þess.
Það er bjart yfir þessum bœ í dag;
það er bjart yfir dal og gjótum.
Því skal eitt dillandi ljúfingslag
líða, frá hjartarótum.
Og ykkur til heilla yrkja brag,
á þessum tímamótum.
Þrjátíu og fimm hafið þið i ár
með þolgœði störfin unnið,
og ellinnar þrauta þurrkað tár,
sem þrátt hafa á hvörmum brunnið.
Þið margra signt hafið silfurhár
unz síðasta kvöldið var runnið.
Þið hafið kœtt okkur hvert eitt sinn
og kœrustu örmum vafið.
í hverju ykkar starfi eg kœrleik finn,
það hvers eins í hjarta sé grafið.
Þau ljósblikin seytla í sál okkar inn,
er svífum við út yfir hafið.
Hve sœlt er að eiga þau sjónarmið
er settuð þið „Hlífar“-kvinnur.
Þið eigið svo mikið aí ást og frið,
sem alls staðar gagn sitt vinnur. —
En einn er, sem veitir öllum lið
og örlagaþráðinn spinnur.
Bið ég drottinn, að blessir þú víf,
sem bœtt'u okkur síðustu sporin.
gefðu þeim fagurt og gœfuríkt líf
sem. gróandi rósum. ó: vorin.
í nútíð og framtíð: ó, heill þér „Hlíf"!
af hjarta og munni fram borin.
Helgi frá Súðavík.
ASTIN
Ástin mér finnst ekki athyglisverö,
er hún sem skuggi á sviplegri ferð,
í hiarta manns læðist hún óboSin inn.
afvegaleiSir og glepur vort sinn.
G. U
i
í FYRSTA SINN HÉRLENDIS
AlþjóSa RauSi krossinn hefur sæmt formann Félags íslenzkra
hjúkrunarkvenna, frú SigriSi Eiriksdóttur, Florence Nightin-
gale heiSursmerkinu.
12
NÝTT KVENNABLAD