Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Blaðsíða 16
Margar góðar bœkur frd
ísafoldarprentsmiðju h.f
A þessu hausti koma frá IsafoldarprentsmiSju h. f. margar
góSar bœkur, sem munu glebja bókamenn um. land allt.
MEÐAL ÞEIRRA MÁ NEFNA:
BÓLU-HJÁLMAR, öll rit hans i íimm bindum. í 1. og 2
bindi eru kvæði hans öll, og er þar engu sleppt, sem til
hefur náðst, og ekkert niður fellt. I 3. ídndi eru Göngu-
Hrólfs rímur. I 4. hindi aðrar rímur eftir Hjálmar, og í 5.
bindi eru sagnir.
NORRÆN SÖGULJÓÐ. Kvæðabálkurinn Friðþjófssaga
eftir Tegner og Bóndinn eftir Hovden, í snilldarþýðingu
Matthíasar Jochumssonar.
MATARÆÐI OG HEILSUFAR í FORNÖLD, elti. dr.
Skúla Guðjónsson, stórmerk bók, sem verða mun handbók
íslendinga á komandi árum. Bókin er upphaflega skrifuð
á dönsku, en Ólafur Geirsson yfirlæknir á Vífilsstöðum hef-
ttr snúið henni á íslenzku.
RIT KRISTÍNAR SIGFÚSDÓTTUR. Rit Kristínar öll
munu koma í þrem binduni. I haust kemur fyrsta liindið,
en hin tvö eftir nýárið.
SÖGUR ÍSAFOLDAR 3. BINDI. Sögur ísafoldar hafa ver-
ið jólabókin tvö undanfarin ár, og svo mun einnig verða
að þessu sinni.
DALALlF. 1 októbermánuði kom fjórða og síðasta bindi
Dalalífs. Sú bók hefur vakið mesta athygli íslenzkra skáld-
sagna á síðari árum. Þetta síðasta bindi er og líklega bezt.
NONNI OG MANNI og SÓLSKINSDAGAR, tvær næstu
bækurnar af Nonna-bókunum, koma í haust. Nonna-bæk-
urnar eru sérstaklega hentugar jólagjafir handa ungling-
um. Þær koma allar á næstu árum.
ÆVISAGA BREIÐFIRÐINGS, heitir bók eítir Jón Lár-
usson sjómann og bónda frá Breiðafirði. Sú bók mun vekja
athygli. Hann segir hispurslaust frá þvi, sem á daga hans
hefur drifið.
EIÐURINN, eftir Þorstein Erlingsson. Fáar islenzkar Ijóða-
bækur hafa átt meiri og almennari hylli að fagna, en Eið-
urinn eftir Þorstein Erlingsson. Bókin hefur verið lengi
ófáanleg í bókaverzlunum, en kemur nú út i litlu, fallegu
broti, fallega innbundin.
Þetta eru aðeins nokkrar af bókum Isafoldarprentsmiðju
i haust, en margar eru áður komnar, t. d. Ferðaminning-
ar Sveinbjarnar Egilssonar, Á sjó og landi, Á hvalveiði-
stöðvum, Á kafbátaveiðuin, Eyrarvatns-Anna o. fl.
ELlSABET ENGLANDSDROTTNING
ÞAÐ SKEÐÚR SVO MARGT SKEMMTILEGT, heitir
næsta barnabókin eftir Stefán Jónsson. Hver einasti ungl-
ingur á landinu þekkir Stefán Jónsson af Guttakvæðunum,
Hjalta litla og iiðrum bókum lians. Þessi bók mun verða
jafnvinsæl.
BÓKAVERZLUN fSAFOLDAR.
Í.STJ&n<TJDTl<TC3rA.JEÍ I
Látið’ jafnan yðar eigin skip annast alJa flutninga
yðar meðfram ströndum lands vors. Hvort sem um
mannflutninga eða vöruflutninga er að ræða, ættuð
þér ávallt fyrst að tala við oss eða umboðsmenn
vora, sem eru á öllum höfnum landsins.
j
i
Skipaútgerð ríkisins
i
i