Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Side 2
Heimílisstörfin og þroski konunnar
Þrítug kona skrifar á þessa leið: „Eitt er það, sem
ég veit með vissu. Ég vildi ekki vera sautján ára á
ný — en það er ósk, sem jafnöldrur mínar láta stund-
um í ljósi um leið og þær varpa öndinni og tala
um, að þær séu að verða gamlar. Ég er ánægð með að
vera fullorðin og fullþroska. Ég man alltof vel eftir
gelgjuskeiðinu, svo skemmtilegt sem það nú var, þeg-
ar maður átti livergi heima. Eldra fólkið yppti öxlum
yfir hinum vanmáttugu tilraunum manns að láta til
sín taka í rökræðunum, og jafnaldrarnir létu sér fátt
um finnast, er maður kom með sína lífsspeki, maður
var livorki fugl né fiskur. Það var ekki fyrr en ég var
orðin tuttugu og eins árs og talin mcð í hópi fullvax-
inna, að ég fór að verða ánægð með tilveruna. Nú þeg-
ar ég er þrítug, er ég komin það langt, að ég þori að
taka sjálfa mig alvarlega, þori að hafa mínar eigin
skoðanir og láta þær í ljósi, án þess að vera skjálf-
rödduð. Eða ég er líklega farin að skilja, hve mikið
skortir á, þar til maður hefur lært einhverja starfs-
grein til hlítar.“
Það felst mikið í þessu og má túlka það þannig, að
starfið stuðli að þroskanum, sé ef til vill hreint og heint
nauðsynlegt skilyrði til þess að öðlast innri auðlegð
og iafnvægi, til þess að ná verulegum þroska. Þannig
hefur viðhorf þessarar konu greinilega verið. Og hún
heldur áfram: „Ég vil ekki bara vera húsfreyja, sem
vinnur heimilisstörf. . . . ég vil vera eitthvað."
Að vera húsfreyja, sem eingöngu vinnur heimilis-
störf, er hér stimplað eins og eitthvað vanþroska, en
sú skoðun jierir hinu þýðingarmikla og vandasama
starfi húsmóðurinnar vissulega alltof lágt undir liöfði.
Ef hað er nokkurt starf, sem útheimtir j>roska, þá er
það einmitt starf húsfreyjunnar, sem vinnur á heimili
sínu ejngöngu. Til þess að leysa það starf vel af hendi
þarf bæði hugmyndaflug og sanna lífsspeki og enn-
fremur hagsýnar gáfur. Ekki skyldi maður heldur van-
meta áhrif konunnar á eiginmanninn. Starfsgeta hans
er oft og tíðum undir því komin, að hann geti rólegur
trúað konunni fyrir börnunum og heimilinu. Þegar
hann verður fyrir erfiðleikum og vonhrigðum í störf-
um sínum, er ])að oft konan heima á heimilinu, sem
hjálpar honum til þess að ná jafnvægi. Þrátt fyrir
þetta hefur gagnrýni frúarinnar í sér fólgið talsvert
sannleiksgildi. Alltof auðveldlega verður heimur
heimilisins lokaður og einangraður, svo að það sem
her við úti í hinum stóra heimi nær þangað aðeins
líkt og veikt bergmál. Konan, sem er önnum kafin
við heimilisstörfin, fær oft litla hvatningu. En þetta
þarf ekki að vera svo. Hún getur gert starf sitt jafn
lífrænt og hvert annað starf |)jóðfélagsins.
Þjóðfélagið grundvallast á heimilunum. Innkaupin
til heimilisins leiða ósjálfrátt til umhugsunar um þjóð-
arafkomuna í heild, framleiðsluhættina og öll hin ó-
líku svið þjóðlífsins. — í Danmörku vitum við, að
húsmóðir með stóran barnahóp hefur verið valin sem
verzlunarmálaráðherra. Jú, húsfreyja, sem fylgist vel
með, getur borið gott skynbragð á verzlun lands síns
og vöruframleiðslu, ef hún Ies sér til og gerir athug-
anir í sambandi við þarfir síns eigin heimilis. En það
er ckki einungis hin efnislega j)jóðarafkoma, sem vek-
ur hjá henni umhugsun. Samlífið með börnunum get-
ur orðið til þess, að hún fer að kynna sér barna- og
unglingasálarfræði, og þegar skólinn byrjar bætist
uppeldisfræðin við.
Við komumst að þeirri niðurstöðu, að það sé undir
konunni sjálfri komið, hvort heimilisstörfin verða til
þess að hindra þróun hennar, eða til þess að auðga
hana og efla þroskann. Húsfreyjan getur undir mörg-
um kringumstæðum gert meira úr starfi sinu en hún
gerir. Hún verður að hafa opin augu fyrir hlutverki
heimilisins í sambandi við þjóðarbúska])inn. Mun hún
þá komast að raun um, að allt í kring um hana éru
verkefni til umhugsunar og úrlausnar á flestum svið-
um mannlífsins, og það getur leitt til þess, að hún fer
að gefa sínum persónulega þroska meiri gaum. Ef til
vill þyrftu húsfreyjurnar, sem vinna eingöngu heima,
að safnast saman í smáleshringi um hin ýmsu málefni,
])að gæti veitt þeim hvatningu og komið í veg fyrir
einangrun heimilanna og gefið lífinu meiri spenning
og gildi.
Það er mikilvægt og veglegt hlutverk að vera
„heimafrú“ og þannig ber að líta á ])að, til þess að
örfa til stöðugrar árvekni og þróunar á ýmsum sviðum.
Ef starf heimafrúarinnar er metið Jrannig, veitir j)að
meira en flest önnur störf, og ])að verður starf, sem
ótvírætt stuðlar að persónulegum þroska.
Lauslega þýtt. M. J.
Vissi íg cinn vænan mann,
— varla nokkur bctri.
fyrir sunnan sá ég liann
á siðastliðnum vetri.
G. St.
I SKÓLA LlFSINS
Oft mcr námið ilia gckk,
ýmsu lcnti I þófi.
Fæddist inn í fyrst bekk,
féll á hverju prófi.
Lilja Björnsdóttir.
NÝTT KVENNABLAÐ