Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Qupperneq 5
hamingjusamt hjónaband og gert tvær manneskjur ó-
gæfusamar.
í tilkynningunni er einnig tekið fram, að drottningin
hafi fallizt ó að taka ákvörðun konungsins með still-
ingu, þrátt fyrir persónulegar. tilfinningar og gagn-
kvæma ást þeirra, sem tengi þau livort öðru. Að lok-
um var sagt, að hjónaskilnaðurinn væri í þágu ríkis-
ins.
Ég sagði konunginum, að það væri einmitt þetta,
sem hefði verið lýst yfir opinberlega, en síðan hefði
verið mikið rætt og ritað um málið, og ýmislegt væri
í mótsögn hvað við annað.
„Ég bið yðar hátign að segja mér frá hinni raun-
verulegu ástæðu fyrir hjónaskilnaðinum,” sagði ég.
Konungurinn svaraði mér óðara á ensku:
„Ég myndi einskis óska fremur en giftast Saroyu
drottningu aftur, ef ég gæti það. Ég elska hana enn og
þrái hana stöðugt. En yður hlýtur að vera ljóst, hr.
Sand, að kringumstæðurnar, sem knúðu mig ti! að
stíga þessi þungu spor, hafa ekki breytzt. Ég verð að
sjá þjóðinni fyrir ríkiserfingja og það sem fyrst.
Ég átti um tvo kosti að velja, skylduna og ástina.
Ég valdi skylduna og hún hýður mér að giftast aftur.“
„Og er þegar húið að. velja hina nýju drottningu
Persíu? (Þetta var í byrjun janúar þetta ár).
„Nei,“ svaraði konungurinn afdráttarlaust.
Ég minnti konunginn á þann orðróm, sem upphaf-
lega komst á kreik í Kairó, að það gæti greitt fram
úr vandræðum hans, ef Shanaz prinsessa hin átján ára
dóttir hans af fyrra hjónabandi, eignaðist son.
„Til 'þess yrði að gera gagngerar breytingar á stjórn-
arskránni. Samkvæmt henni kemitr ekki til greina við
ríkiserfðir nema afkomandi konungsins í beinan karl-
legg. Samt er ekki óhugsandi, að hægt hefði verið að
breyta stjórnarskránni, en þar sem Shanaz prinsessa
eignaðist dóttur fyrir skömmu, hefur ekki verið hægt
að fara fram á slíka breytingu. Því er ekki að neita,
að ég óskaði, að dóttir mín hefði eignast son.“
Viðtalinu var lokið. Fyrir utan beið löng, svört,
glæsileg bifreið, sem ók konunginum til tannlæknis.
Síðasla daginn, sem konungurinn dvaldi í Evrópu,
ráðfærði hann sig við læknana, sem rannsökuðu hann
fyrir tveimur eða þremur árum, til þess að ganga úr
skugga um, hvort það væri ef til vill hann, sem ætti
sök á, að hjónaband hans og Saroyu var barnlaust.
Læknarnir lýstu yfir, að þeir fyndu ekkert, sem
væri því til fyrirstöðu, að konungurinn gæti orðið
faðir. Frá þeirri stundu vissi hann, að skilnaður var
óbjákvæmilegur. Þó hikaði hann við að færa slíka
förn, þangað til hann gat ekki lengur haldið óþolin-
mæði ráðgjafa sinna í skefjum.
Fyrir utan Persakonung, Saroyu drottningu og
NÝTT KVENNABLAÐ
nokkra fremstu kvensjúkdómafræðinga heimsins, sem
hún hefur leitað til, er ég ef til vill sá eini utan hirðar-
innar, sem veit, að Saroya hefði ef til vill getað eign-
ast ríkiserfingja og verið áfram drottning Persíu, ef
það hefði ekki verið vegna hræðslu af hennar hálfu.
Hin fagra, unga kona hefur vitjað lækna um allan
heim, í Sviss, New York, Moskvu, London og víðar.
Það var samt ekki fyrr en nokkru eftir skilnað kon-
ungshjónanna í fyrra, að mér varð þetta ljóst. Ástæð-
an til þess, að ég skrifaði ekki um það strax, var sú,
að ég vonaði enn, að hjónin tækju saman aftur.
Ég'get gefið þær upplýsingar, að tveir hinna fremstu
kvensjúkdómasérfræðinga í heimi — annar þeirra er
Ernst Held prófessor í Ziirich — eru sammála um, að
drottningin hefði getað eignast barn, ef hún hefði geng-
ið undir smáuppskurð. Konungurinn þrábað drottn-
ingu sína að leggjast á spítala í þessu skyni og lofaði
að vaka yfir henni dag og nótt.
Læknarnir sögðu, að skurðaðgerðin væri hættulaus,
og Saroya gæti farið heim af sjúkrahúsinu eftir viku.
„Ég hef leitað til margra sérfræðinga,“ sagði drottn-
ingin við mig, „og þeir eru ekki sammála. Enginn
þeirra hefur sagt, að ég gæti ekki eignazt börn. Það er
þessi óvissa, sem kvelur mig. Ég get ekki fengið að
vita neitt ákveðið. Það er eins og að vera grafinn lif-
andi.“
Konungshjónin töluðu við lækni Eisenhowers í
Bandaríkjunum, og að áeggjan lians flugu þau til
Lausanne og ráðfærðu sig við Rodolphe Rochat pró-
fessor og síðan Ernst Held prófessor í Zúrich, sem
hafði rannsakað drottninguna árið áður. Hann sagði,
að hinir bandarísku læknar hefðu staðíest úrskurð
hans.
„Smávegis skurðaðgerð mundi leysa vandann við-
víkjandi rikiserfðunum í Persíu,“ sagði hann.
Saroya féllst á það að láta skera sig upp, en þegar
þau hjónin komu á hótelið, sem þau hjuggu á í Zúrich,
breytti hún ákvörðun sinni og viðurkenndi fyrir manni
sínum, að hún væri mjög hrædd við uppskurðinn. Hún
sárbað hann um leyfi til að fresta aðgerðinni þar til
síðar.
Konungurinn lét uhdan, en drottningin herti aldrei
upp hugann, þó að völd konungsættarinnar væru í veði.
þar til hún hefði alið son.
Það er aðeins einn maður, sem getur forðað Persíu
frá því að sogast inn í þá byltingaröld, sem ár eftir
ár hefur skollið yfir Mið-Asíu, og þessi maður er
konungurinn. Byltingar hafa orðið í nágrannaríkjun-
um, en Persíu hefur verið borgið undir stjórn konungs-
ins. Þar hefur verið hæg framþróun. Eigi að síður er
ástandið slæmt og spilling bæði í embættismanna- og
yfirséttinni, sem hirðir það, sem ráðsmenn hennar og