Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Blaðsíða 6
innheimtumenn geta pínt út úr alþýðunni, en haía eng-
an áhuga fyrir landinu þar fyrir utan.
Þessi yfirstétt býr ekki í landinu, og hún hugsar
ekki um annað en njóta lífsins. Konungurinn berst á
móti þessu og styðst þar við erfðakenningu hins 2500
ára gamla einveldis sem tákn þjóðareiningar. Auk
þess kemur tvennt annað til greina.
í fyrsta lagi: Persar og Rússar hafa sameiginleg
landamæri á löngu svæði, og Persar vita, hvernig rúss-
neskt hernám er.
í öðru lagi: Persar eru ekki af sama kynþætti og
Arabar, og þeir fylgjast með heimsvaldastefnu Nassers
með sívaxandi tortryggni.
Til þess að konungurinn geti haft stuðning þjóðar-
innar, verður að framkvæma þær umbætur, sem hann
hefur lofað. Hann er hreykinn af því, að stúdentafjöld-
inn hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum. En hann
veit, að þetta er aðeins fyrsti áfanginn, mörg verkefni
bíða.
Konungurinn hefur sagt mér oftar en einu sinni, að
hann væri mjög einmana, og lagt áherzlu á, hversu
mikilvægt það væri fyrir hann að hafa drottningu sér
við hlið, sem annaðist með honum skyldur hans við
ríkið. En svo bætti hann við:
„Það er ekki hægt að velja sér eiginkonu á sama
hátt og maður velur sér nýja skyrtu eða vagn.“
Konungurinn sagði mér frá störfum drottningar.
Hún á að heimsækja sjúkrahús, barnalieimili, vöggu-
stofur og margar aðrar félagsstofnanir, því að ’þeir,
sem dvelja á þessum stofnunum, og starfslið þeirra,
eiga heimtingu á, að forráðamenn ríkisins sýni þeim
áhuga. En fyrst og fremst er það þó hlutverk drottn-
ingarinnar að vera húsfreyja.
Þegar konungurinn fór með Saroyu drottningu til
Evrópu og Bandaríkjanna árið 1957 til þess að fá
hana rannsakaða af færustu kvensjúkdómafræðingum
heimsins, þá gerði hann það til þess að afstýra ])óli-
tísku gerningaveðri. Tilkynningin um ferðalagið róaði
þjóðþingið og ráðuneytið', sem var að missa þolin-
mæðina á því að híða eftir að eitthvað gerðist — að
konungurinn annað hvort skildi við droltninguna og
giftist konu, sem gæti alið honum son, eða gerður yrði
uppskurður á Saroyu droltningu, sem gæti ef til vill
orðið til þess, að hún fæddi h’onum ríkiserfingja.
Þess var almennt vænzt, að Saroya drottning legð-
ist á sjúkrahús annað hvort í Sviss eða annars staðar.
Það vakti mikla undrun, j)egar ekkert varð af J)ví.
Meðan drottningin dvaldi í Sviss, stytti hún sér
stundir með því að fara í kvikmyndahús, en forðaðist
læknana.
„Ég er búin að fá mig fullsadda af læknum,“ sagði
hún við mig. „Síðustu þrjú árin er ég búin að fara
til svo margra lækna, að ég er búin að fá nóg af því
fyrir fullt og allt.“
Þegar ég sagði Saroyu frá viðtali mínu við konung-
inn, sagði hún, að það gleddi sig, að hann ætti enga
ósk heitari en að giftast henni aftur.
„En j)að er vilji forlaganna, að það sé eins og það
er,“ bætti hún við. Þýtt.
Hvenœr eru piltar og stúlkur koinin á giftingaraldur?
Á Irlandl mega stúlkur samkvæmt lögum glttast, þegar
þær eru 12 ára. 1 Danmörku, þegar þær eru 18 ára. Á Spánl
mega drenglr kvænast, þegar þeir eru 14 ára, en I Svlss 21
árs. t Ástralíu eru lögln þannlg, að I sumum héruðum má
stúlka glíta slg, þegar hún er 16 ára, en I öðrum má hún
glfta slg, þegar hún er 12 ára, Þannig er mlsmunurlnn llka
I íylkjum Bandarlkjanna.
Hér hjá okkur tslendingum er glttlngaraldurlnn 18 ára og
21 árs, en heyrst hefur, að ungt íólk vlljl færa aldurinn niður
I 16 ára, fyrir stúlkur, og þá líklega um tvö ár einnig hjá
piltunum svo að þeir megi kvænast 19 ára? Yrðl horfið að
þvi, yrði að stytta skólatíma fólksins, eða hvað?
4
NÝTT KVENNABLAÐ