Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Page 11

Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Page 11
INGIBIÖRG SIGURÐARDÓTTIR: BÖRN BÆJARSTJÓRANS FRAMHALDSSAGA Framhald. Hann tekur töskuna sína, kveSur kurteislega og hverfur á hrott. Dagurinn líSur. Kristrún vikur ekki frá sjúkrabeSi frænda síns. Bæjarstjórinn hefur aS mestu hvílt í svefnmóki siSan læknirinn fór og lítiS ha'rt á sér. En skyndilega opnar hann augun og hreyfir varirnar. Kristrún færir sig nær Iionum og hlustar eftir orSunum, sem hann reynir aS segja. I fyrstu eru þau aSeins veikt hvísl, sem hún skilur ekki, en svo skýr- ist rödd hans og hækkar allt í einu, og hann segir greinilega. — Af hverju kemur Hildur min ekki? Gamla konan tekur mjúklega um máttvana hönd frænda síns, sem hvílir ofan á sænginni og segir rólega. — Hildur er 9vo langt í burtu, manstu þaS ekki, Björn minn? — Jú, nú man ég þaS, hún vildi ekki vera hjá mér. — ÞaS er hægt aS senda henni skeyti frá þér og hiSja hana aS koma heim. — Hún vill þaS ekki, ég fer aS deyja. Ó, Hildur mín. Kristrúnu er það Ijóst, aS frænda hennar líður mjög illa. Hann reynir aS brjótast um á legubekknum en getur lítiS hreyft sig. Nýr ótti gripur gömlu konuna, hún reynir að sefa frænda sinn, en þaS hefur engin áhrif á hann. Hún þorir ekki aS híSa þess, aS læknirinn komi aftur ótilkvaddur, hraSar sér aS símanum, hringir og biSur hann aS koma strax. Eftir skamma stund stendur Bragi la'knir á ný viS sjúkrabeS Björns bæjarstjóra og athugar ástand hans. Sjúklingnum líður auðsjáanlega mjög illa og lækninum er það ljóst, aS þaS er mest andleg vanlíSan, sem þjáir hann. — Hild- ur mín, Hildur mín endurtekur hann, hvað eftir annað. L'ækn- irinn segir rólega. — Viljið þér ná fundi dóttur yðar? — Hún víll ekki sjá föður sinn. — Haldið þér það, hún hlýtur að vilja það undir þessum kringumstæðum. — Nei, nei, ég er oft búinn að biðja hana að koma til ntín aftur. Ó, ég fer að deyja, Ilildur mín, Hildur mín! Stór tár þrengja sér fram í augu bæjarstjórans og streyma niður föla máttlitla vanga hans. Hjarta læknisins er snortið af samúð. Hann er vanur að gera allt sem í hans valdi stendur fyrir sjúklinga sína, og því skyldi hann ekki gera eins nú, þrátt fyrir allt. Hin helga skylda lians lýtur alltaf þvi sanna lögmáli, hver sem í hlut á. Hann segir sefandi röddu. — Viljið þér láta senda dóttur yðar skeyti og bi'ðja hana að koma? — Ekki frá mér, það þýðir ekkert! Ó, Hildur mín ,barnið mitt. — Verið þér ró- legur bæjarstjóri, ég skal senda dóttur yöar skeyti undir mínu nafni, hún hlýtur að koma. — Nei, hún vill ekki sjá mig. Læknirinn snýr sér að Kristrúnu og segir. — Hafið þér heint- ilisfang Hildar? — Já, ég hef það á korti frá henni. 1 öllum bænum! viljið þér senda henni skeyti, hún má til með að' koma áður en hann deyr. Gamla konan snarast fram úr stof- unni og nær í kort með heimilisfangi Hildar. Bragi læknir skrifar þaS niður í vasabók sína og segir síðan við Kristrúnu: — Skeytið skal ég senda í kvöld. — Ó! þakka yður fyrir Læknirinn igefur sjúklingnum sprautu á ný og segir gömlu konunni að hringja til sín, ef þess gerist þörf. Bæjarstjórinn fellur þegar í svefnmók aftur, en læknirinn hraðar sér á brott, liann ekur beina leið á símstöðina og sendir þaðan svo- hljóðandi hraðskeyti: Hildur Björnsdóttir, Varmaland, Storby, Danmörku. FaSir yðar er alvarlega sjúkur. Treysti yður til að koma heim sem fyrst. Sendið svar strax. Kveðja, Bragi Hansson læknir. Meira fær læknirinn ekki aðgert að sinni og ekur heim á sjúkrahús sitt. Björn bæjarstjóri hefur sofið lengi, en nú vaknar hann skyndilega og lítur í kringum sig. Kristrún hefur fært annan legubekk inn í stofuna og hvílir á honum með teppi yfir sér. Gamla konan virðist sofa og bæjarstjórinn lætur hana afskiptalausa. Hann reynir að hreyfa sig, en finnur, að hann er alveg ináttlaus vinstra megin, hægri höndina getur hann hins vegar dálítiS hreyft. Nú er hugsun hans orðin fullkomlega skýr, og honum er ]>að ljóst, hvernig komiS er fyrir honum. Llann man eftir komu Braga læknis síðast og því, sem þeim fór á milli. Hann er allt í einu orðinn ósjálfbjarga sjúklingur í höndum sonarins, sem hann ætlaði aldrei að viðurkenna fyrir neinum, svo grátt hafa örlögin leikið hann nú. En skyldi læknirinn hafa sent Llildi skeytiS, eins og hann lofaði, skyldi liann verða til þess að fá hana heim aftur og uppfylla þannig heitustu ósk lians í lífinu? Skyldu hin undarlegu örlög haga atvikunum á þann hátt? En fær liann þá að lifa svo lengi hér eftir, að Ilildur nái heim í tæka tíð. Lifa! Hann er orSinn herfang dauSans. Hinn hræðilegi dauði á næsta leiti! Aldrei fyrr hefur hann hugsaS hið minnsta um þau örlög. Nýr veruleiki opnast á þessari stundu fyrir bæjarstjóranum. HvaS bíður hans nú? Sál lians er gagntekin sárri vanmáttarkennd samfara hræðileg- um ótta. Hann er eins og hrapandi maður í hengiflugi, sem enga hand- eða fótfestu finnur. ILin liðna ævi svífur eins og sjónleikur fyrir vitund hans og knýr hann til reikningsskila. Hvert atvikið af öðru í lífi lians minnir á hrot gegn sönnu réttlæti, allt eru þetta óuppgerSir reikningar. Hann sér í hræði- legri endurminningu unga, saklausa stúlku, sem starfar á heiinili foreldra hans. Honum þykir hún falleg, hann girnist að njóta hennar um stundarsakir, glata sakleysi liennar, svo er hún lionum einskisvirði. Hann gengur of langt, hún treystir honum takmarkalaust, gefur honum allt í saklausri ást sinni og trúnaðartrausti. Hann man vel kvöldið, þegar hún sagði honum frá barninu þeirra, ]>á hratt hann henni frá sér á þann ómnnnlega hátt, sem nú krefur liann þungra reiknings- skila. Ilann afneitaði barninu sínu áður en það fæddist. Sá hina einmana nióður þess hrekjast burt af æskustöðvunum út í óvissuna með harn þeirra ófeðrað, hann hafði ekki hugmynd um, livar hún lenti, og honum þótti vænt um að lieyra hana aldrei nefnda. En svo gerðist það, sem lianii liafði aldrei reikn- að með, sonurinn kom allt í einu fram á sjónarsviðið rétt við lilið lians, og það var eins og einhver æðri rödd hvíslaði þ.ví að honum um leið og hann leit Braga lækni fyrst, að þetta væri sonur hans. ILann fékk svo skömmu síðar fullkomna vissn fyrir, aS þaS væri rétt. Hann ætlaði ]>ó aldrei að kannast við hinn óvelkomna son fyrir neinum og ekkert af lionum þiggja. En nú er lianii af óviðráðanlegum orsökum orðinn ósjálfbjarga sjúklingur í höndum hans, herfang dauSans, svo miskunnarlaus er dómur örlaganna. Hann getur ekki yfir- gefið þetta líf með svo þungar sakir á samvizkunni, sem hon- um eru nú augljósar. Franuni fyrir ógnarvaldi dauðans finnur liann, að hann verður að játa afhrot sín fyrir syninum van- ra'kta og biðja hann fyrirgefningar, fyrr öðlast sál lians ekki hvíld. En um fyrirgefningu SigríSar, móSur Braga, hefur hann enga von. Hann getur ekki beðið lengur aðgerðarlaus, samvizka lians hrópar eftir friði. Kristrún livílir enn kyrr og virðist ekki hafa orðið þess vör, aS frændi liennar er vaknaður en nú kallar hann nafn hennar eins liátt og skýrt og hans máttlitlu talfæri leyfa. Gamla konan rís þegar upp af legu- NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.